Tíminn - 23.11.1980, Page 19

Tíminn - 23.11.1980, Page 19
Sunnudagur 23. nóvember 1980 27 EKJ — Samtök áhugamanna um kvikmyndir SÁK, hélt blaöa- mannafund i Hollywood i vikunni þar sem kynnt var saga félagsins, stefnuskrá og væntanlegir at- burðir. Þá voru sýndar tvær myndir sem félagar I SAK hafa gert og hlotið hafa viðurkenningu þ.e. Dimmur hlátur eftir Bene- dikt Stefánsson sem hlaut brons- verðlaun á norrænni kvikmynda- hátið i Helsinki i ár, og Feilpúst eftir Asgrim Sverrisson og Hall Hallsson sem fékk styrk úr Kvik- myndasjóði. SAK voru stofnuð fyrir tveimur árum, mikið vegna þess að svipuð áhugamannafélög á hinum Norðurlöndunum höfðu hvatt til þess. Þá er áhugi á kvikmynda- gerð alltaf að aukast og þvi góður grundvöllur fyrir stofnun slikra samtaka . „Við höfum farið rólega af stað, samtökin eru ung og ekki mikil breidd i þeim enn, sagði Marteinn Sigurgeirsson einn af aðstand- endum samtakanna. ,,Við stefn- um að þvi að stofna félög úti á landi og kynna þar kvikmyndun sem tjáningarmiðið. 1 vetur verðum við með kennslu i hand- ritagerð, klippingu, kvikmyndum og fleiru sem viðkemur kvik- myndum, enn hefur ekki verið ráðgert að kenna úti á lands- byggðinni, en það gæti þó orðið i kjölfar kynninga sem við hyggj- um á”, sagði Marteinn. 1 febrúar á næsta ári gefst al- menningi kostur á að sjá myndir félaga i samtökunum, en SÁK stefna að þvi að halda kvik- myndahátið i febrúar á hverju ári i framtiðinni. önnur markmið samtakanna eru almenn fræðslu- starfsemi, einsog námskeiðahald, útgáfustarfsemi, ráðstefnur og samstarf við hliðstæð erlend samtök, þátttaka i alþjóðlegum kvikmyndasamkeppnum. Fyrirhuguð er samkeppni um merki SAK.Merkinu skal skila á blað (A4 ) merktu dulnefni, en fylgja skal i lokuðu umslagi, rétt nafn höfundar. Best er að merkið verði táknrænt fyrir samtökin og stafirnir SAK mættu gjarnan vera með. Skilafrestur er til 5. jan. 1981 .Tillögur skal senda til: SAK, Box 1347, 121 Reykjavik. Þá hefur verið gefin út áætlun um samkomur og námskeið SAK, sem eru: 27 nóv. veröur rabb- fundur SAK, þar sem þvi er beint til fólks að taka með sér ferða- myndir, eldgosamyndir etc.,um- ræður og veitingar verða á fund- inum. 13. des. verður námskeið i hand- ritagerð 17. jan. er námskeið i klippingu mynda, 7. feb. er námskeið i hljóðvinnslu og 21-22. febrúar verður kvik- myndahátið og þing SAK. Ofan- greind námskeið verða öll i Alfta- mýrarskóla og hefjast kl. 14. Rabbfundurinn hefst kl. 20.30, á sama stað. Þátttöku skal tilkynna hjá Marteini i sima 40056 eða Sveini Andra i sima 31164, helst ekki seinna en degi fyrir aug- lýstan tima. 1 fréttabréfi sem SÁK gefur út, er bent á og mælt með bókinni: Kvikmyndin, eftir C. Brögger, sem ku vera mjög aðgengileg öll- um almenningi. Þar er fólk lika óspart hvatt til að sækja fundi samtakanna og námskeið, allir þeir sem áhugamenn eru um kvikmyndir. ég beið í skot stöðu ....,, — bók um stöðuga lífshættu Hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi er nú komin út ný bók eftir enska metsöluhöfundinn GAVIN LYALL. Aður eru útkomnar á is- lensku bækur eftir þennan höf- und. ...Ég beið i skotstöðu. Þarna kom Carlos. Hann var flóttalegur með skammbyssu i hendinni. „Leggðu hana frá þér, Carlos”, sagði ég. Hann stárði á skamm- byssuna mina og lyfti sinni i skot- stöðu. ... A sömu stundu heyröist Stöðugt í lífshoettu langdreginn hvellur. Bjarminn frá kveikipönnunni var blindandi. Carlos þeyttist á hálfopna hurðina. Hann snerist þegar hurðin lokaðist, féll með andlitið að veggnum og seig niður eins og slytti. Hann var dauður. Ég leitaði I vösum hans og fann skjaliö... Það var sönnunargagn að verðmæti þrjár og hálf milljón dollara. 1 þessari nýju bók sinni fer Gavin Lyall á kostum. Hér er allt á fullri ferð. Æsispennandi og ógnvekjandi atburöir fylla siður bókarinnar. Umsagnir um Gavin Lyall og bækur hans: „Gavin Lyall er sannkallaöur meistari fullkominnar rittækni og heldur lesendum sinum i stööugri spennu og eftirvæntingu”. Liver- pool Daily post. „Ein besta skemmtiskáldsaga ársins”. Daily Herald. „Bækur einsspennandi og þessi eru sjaldgæfar”. — The Daily Telegraph. „Miskunnarlaus og gripandi... frábær ritleikni”. — New York Times. „Látið mig vita þegar út kemur skáldsaga sem er meira spenn- andi en þessi” — P.G. Wood- house. Skúli Jensson þýddi bókina sem er 203 bls. Hún er prentuð i Prent- verki Akraness hf. og bundin i Bókfelli hf. Höfum opnað matvörumarkað öV. iv 8 ögul» k>\v \ , á K ,\\\ usta j -- "■"'é. Matvörumarkaöur Hringbraut 121 s. 10600 28602 Tiskuverslunin Guðrún 25 ára: Gagngerar endurbætur á húsakynnum FRI — Ti'skuverslunin Guðrún á 25 ára afmæli um þessar mundir og er hún þvi ein af elstu starfandi tiskuverslunum i Reykjavfk. 1 tilefni af þessum timamótum hefur verið ráðist i gagngerar endurbætur á húsakynnum verslunarinnar að Rauðarárstig 1 og hefur verslunin nú tekið al- gjörum stakkaskiptum. Gunnar Ingibergsson innan- hússarkitekt, Ingólfur Pálsson húsgagnasmiöur og Valgeir Hannesson málarameistari sáu um þessar endurbætur. Meðal fatnaðar sem Guörún hefur á boöstólum má nefna dag- og kvöldk jóla frá Louis Feraud og Paul la Porte, dragtir og sportfatnaö frá þýsku fyrir- tækjunum Assamode og Trumph og dag- og kvöldkjóla frá breska fyrirtækinu Tricoville. A myndinni er Ragnheiður Jónsdóttir verslunarstjóri Guð- rúnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.