Tíminn - 23.11.1980, Síða 25

Tíminn - 23.11.1980, Síða 25
Sunnudagur 23. nóvember 1980 33 Hafnargatan liggur um Ná- strönd, aöal umferöar- og verslunargötu bæjarins. Hún varö snemma til sem troöningur þeirra, sem lögöu leiö sina til verslunar I Keflavfk, og komu úr Njarövik og víöar aö. Veruleg byggö myndaöist fyrst viö slóöann þegar verslun- um fór fjölgandi eftir aö ein- okunarböndin brustu á árunum 1789-1800. A Náströnd reisti Pet- er Christian Knudtzon, verslunarhús og einnig sjóbúöir. Þar réri m.a. Jón Árnason þjóö- sagnasafnari. Segir frá þvi i rit- safninu Úr fórum Jóns Arnason- ar. Um 1886 settist fyrsti læknir- inn i Keflavik aö á Náströnd. Þaö var Þóröur Thoroddsen, sem gegndi embætti til 1904. Keypti hann þá timburhús, sem félagsverslun Eggerts Gunn- arssonar haföi látiö reisa skömmu eftir 1880. Eru þaö fyrstu innlendu verslunarsam- tök sem vitaöer aö starfaö hafi I Keflavik. A Náströnd standa enn verslunarhús, en nú eru þau kennd viö aöra en danska höndl- ara. Þar er Arni I Vikurbæ, Þór- ey i Þorsteinsbúö, Hákon I Stapafelli. Skammt frá stjórnar Gunnar Sveinsson kaupfélaginu og veitir þeim haröa sam- keppni. Ekki sér lengur á sjávarbakk- ann á Náströnd eftir aö byggö hófst meöfram sjónum út i fjör- una. Þar voru áöur lágir bakk- ar, sem sjórinn braut sifellt af, Moldarhraukar geröu Ibúum bæjarins lifiö leitt, er sjórinn braut bakkann, og vindurinn feykti rykinu yfir byggöina. Undir var grýtt fjaran, og sker fram viö. Eina skýringu hef ég heyrt á nafninu Náströnd. Aö þaö hafi upphaflega veriö Nærströnd. En mér finnst þaö þó ekki liklegt, þvi fyrra nafniö er oröiö æva- gamalt í málinu. Meöal annars kemur þaö fyrir i Völuspá Eddukvæöa. Skrifaö á 13. öld. 1 Völuspá er þessi visa nr. 38 (útg. Guöna Jónssonar 1954. bls. 13): „Sal sá hon standa sólu fjarri Náströndu á, norör horfa dyrr, falla eitrdropar inn um ljóra, sá er undinn salr, orma hryggjum”. (Leturbreyting S.M.). Hér er nornin aö útlista fyrir Óöni valfööur visku sina um á- standiö f goöheimum, sem senn veröa ragnarökum aö bráö. Hún sér hibýli standa fjarri sólu á dauöaströndu, og snúa dyr i noröur. En kuldi mikill næöir innumglugga, og salurinnerúr ormshryggjum. Ritaöar heimildir geta ekki um Náströnd I Keflavik fyrr en á 19. öld. (Til dæmis handrit Suöurnesjaannáls i Lbs. 2671, 4to og æviágrip Jóns Arnasonar i útgáfu á bréfum hans, sem vitnaövariáöan).Ernafniö i sömu mynd og þaö er I i völu- spá. Trúlega hefur örnefniö þvi ekki breyst, þar sem þaö er jafn gamalt sem raun ber vitni. Nærströnd lætur aö sönnu þægi- legra i eyrum, en Náströnd. Má vera aö þaöan sé runnin tilraun til skýringar á nafninu. En hvernig er nafniö I Kefla- vik til komiö? Um þaö veröa ekki færö örugg rök. En engu likara er, en þama hafi gerst einhver voöaatburöur. Ef til vill sjóslys. Keflavikur höfnvaroft viösjál á þessumár- um en skipalegan var á miöri vikinni. 1 noröaustan, austan og suöaustanstormum rak skip oft á land. Gat þaö gerst á svo skömmum tima aö lítilli björg varö viö komiö. Nafngiftin getur einnig veriö dregin af gróöursnauöu landi. Snemma á 19. öld hefur þó veriö ræktaöur upp túnskiki á Ná- strönd, sem siöar var færöur út. Annars er lítiö vitaö um ástand jarövegs á þessum slóöum fyrir þann tima. Skúli Magnússon. Loftmynd af Keflavík og nánasta umhverfi, tekin 1974. TVENN ORNEFNI 1 KEFLAVÍK örnefni eru merkilegar heim- iidír um sögu iands og þjóöar. Oft hefur reynst torvelt aö skýra uppruna þeirra og hafa menn lciöst út i furðuiegar getsakir vegna þess. Stundum er þó hægt aö sýna glögg rök fyrir upphafi og þróun örnefna, sem standast. Hér á eftir langar mig aö ræða um tvö örnefni i Keflavik, segja frá upphafi þeirra og ræöa atriöi tengd þeim. Mörg örnefni úr Keflavik hafa komistá prent, t.d. iFaxa 1966, i samantekt Ragnars Guöleifs- sonar. Þar eru þó alls ekki öll keflvisk örnefni, en trúlega all- flest þeirra. En eftir er aö fjalla um þau hvert og eitt, ræða sögu þeirra og upphaf eftir þvi sem hægt er. Hér verður aöeins gerö grein fyrir tyeimur af þeim ör- nefnum sem éru I skrá Ragnars, Myllubakka og Náströnd. Myllubakki Myllubakki er meðfram sjón- um viö Hafnargötu. Þar er nú lögreglustööin og bæjarskrif- stofurnár. Þar eru lágir klettar og útfiri töluvert. Haustiö 1834 kom til Reykja- vikur enskúr aöalsmaöur aö nafni Arthur Dillon. Dvaldi hann tæpt ár 1 bænum og kom þar mjög viö sögu. Segir nánar af þvi I bókum Arna Óla og Sög- u Reykjavikur eftir Klemenz Jónsson. Dillon skildi eftir sig hús i Reykjavik sem viö hann var kenntog stendur nú 1 Arbæj- arsafni. Haföi hann eignast barn með Sire Ottesen og var húsið byggt handa þeim. Sire Ottesen rak gildaskála i Reykjavik um þaö leyti er Dillon dvaldi þar. Hún var þvi mjög áberandi I fábreyttu sam- kvæmislifi þeirra ára. Hún dvaldi á unglingsárum i Kefla- vik sem stofustúlka. Siðar gift- ist hún P.L. Levinsen, sem um tima var faktor fyrir Hans Pétur Duus kaupmann I Kefla- vik. Siðar bjó Levinsen i Reykjavik. Er Levinsen bjó I Keflavik var Hans Duus I fæöi hjá honum, en hann var þá enn ókvæntur Kristjönu dóttur Sveinbjamar Ólafssonar kaupmanns. (Sjá handrit Suöurnesjaannáls i Lbs. 2671, 4to, undir fyrirsögninni: Bæjarannáll Suöurnesja). Ariö 1840 gaf Dillon út feröa- sögu sina frá Islandi, og var hún i tveimur bindum. Aö auki er þar fjallað um Lapplandsför hans. Á frummálinu heitir verk- iö: ,,A Winter in Iceland and Lapland”. I Lesbók Morgunblaösins sunnudagana 23. og 30. ágúst 1942, eru birtir kaflar úr ferða- bók Dillons, undir fyrirsögn- inni: „Cr Reykjavikurlifinu 1834-1835”. Segir höfundur þar frá bæjarbragnum eins og hann kom honum fyrir sjónir. A blaö- siöu 266 i Lesbók 23. ág., segir Dillon: „Vindmyllur erufáar.ef til vill eru vindmyllurnar í Keflavik og Reykjavik best- ar....”. (Leturbreyting SM). Þetta er eina heimildin sem enn er kunnug um mylluna sem stóö á Myllubakka i Keflavik. En ljóst er af köflunum i Les- bók, aö Dillon hefur komiö til Keflavikur, þvi hann segist hafa hitt þar sr. Geir Bachmann, prest á Staö i Grindavik. Kunnugt er aö P.C. Knudtzon kaupmaður átti myllur I Reykjavik, og stóö önnur þeirra fram yfir miöja 19. öld viö Bankastræti. Var hún seinast notuötil Ibúöar. (Sjá: Ami óla: Skuggsjá Reykjavikur, bls. 51- 63). Arin 1834-35 verslaöi Knudt- zon einnig I Keflavik, og er ekki ósennilegt, að hann hafi rekiö mylluna þar, þó ekki liggi fyrir þvi fullgildar heimildir. Varla hefur myllan I Keflavík haft mikiö aö starfa, en hug- mynd eigandans hefur senni- lega veriösú, aö mala korn fyrir bændur og búaliö I nágrenninu. Korn var þá flutt inn ómalaö, en handkvarnir tiðkuöust mjög. 1 Reykjavik varö verkefnaskort- ur fyrir mylluna, og þvi kom Knudtzon upp bakarii i tengsl- um viö hana. En I Keflavik var ekkert slfkt hús, og ekki fyrr en 1892, er Arnbjörn Ólafsson hóf rekstur brauögeröar. Tæplega hefur Keflavikur- myllanstarfaðlengi, þvi hennar er hvergi getiö I rituðum heim- ildum, sem þekktar eru, utan feröabók Dillons. Ef til vill hef- ur myllan malaö korn fyrir þær þrjár verslanir sem þá voru i Keflavik. En trúlegt er, aö myll- an hafi á endanum veriö lögð niöur vegna verkefnaskorts, og má I þvi' sambandi benda á, aö Reykjavikurmyllan heföi fariö sömu leiö ef bakariiö heföi ekki verið reist. Um starfsliö Keflavikurmyll- unnar er ekkert vitaö. 1 Reykja- vik annaöist danskur malari mylluna. En athyglisvert er, aö Dillon talar um mylluna i Keflavlk, sem eina hina bestu sem hér var. Og tæplega hefur hún veriö lakari en Reykjavikurmyllan, sem var allstór og haföi mikla spaöa, eins og myllur erlendis. Dillon staöfestir meö frásögn sinni, aö örnefniö Myllubakki i Keflavik á viö rök aö styöjast, aö arfsögn gamalla Keflvíkinga er rétt. Ornefniö viröist varla komiö fram fyrr en á fjóröa tug 19aldar ef miöaö er viö aö myll- an hafi verið reist um 1830. En um bygginguna eru engar heimildir þekktar. Myllan stóö hins vegar á svæði þvi sem Knudtzonfeögarráku versluná, frá þvl skömmu fyrir 1800 til 1896 Náströnd Hér er kuldalegt nafn, sem nánast þýöir strönd dauöans. Náströnd er I framhaldi af Myllubakkanum, meöfram Keflavlk til suöurs. 1 Nástrandarfjöru var og er grýtt mjög og skerjótt meö landi. Þar var þó bátauppsátur allt fram á 3. tug þessarar ald- ar, Nástrandarvör. Þar höföu báta sina Ibúar á Melnum og á Hæöinni. Meðal annars þeir Arinbjörn Ólafsson, bakari og kaupmaöur, áöur vitavöröur á Reykjanesi, og Einar Einars- son, koparsmiöur. En hann stundaöi mikiö málmsmíöar. Arinbjöm átti áttæring I byrjun aldarinnar, en Einar sexmanna far.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.