Tíminn - 17.12.1980, Síða 1
Miðvikudagur 17. des. 1980,
282. tbl. 64. árgangur
Eflum
Tímann
vSíðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392
Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins um Helguvíkurmáliö:
ÞBRFDM EKKI Á AUKNU
GEYMSLURÝMI AD HALDA”
99
AB — „Fram hefur kom-
ið að það er um 200 þús.
rúmmetra geymslurými
sem ætlunin er að byggt
verði í Heiguvík. Það
þýðir um fjórföldun frá
núverandi geymslurými.
Maður hlýtur að spyrja:
Hvers vegna? Það er ekki
þörf fyrir svona mikið
geymarými fyrir þá
starfsemi sem nú er á
Kef lavíkurf lugvelli"sagði
Vilhjálmur Jónsson, for-
stjóri Olíufélagsins hf. í
samtali við Timann í gær,
þegar rætt var við hann
um svokallað Helgu-
víkurmál.
Hann sagði ennfremur: „Þvi
hlýtur þetta aukna geymslu-
rými að vera hugsað sem ein-
hvers konar varabirgðastöð
fyrir Norður-Atlantshafið.
NATO og Bandarikjastjórn
byggðu á sinum tima birgða-
geymslu i Hvalfirði. Það hélt ég
að væri varabirgöastöð fyrir
þetta svæði. Þvi vaknar sú
spurning: A að byggja þarna
aðra varabirgðastöð? Eiris er
mér til efs að þarna sé um rétta
staðsetningu að ræða. Slik stöð
yrði að minu mati of nálægt
þéttbýlinu ef hún risi i Helgu-
vik”.
Vilhjálmur Jónsson, for-
stjóri Oliufélagsins, ræðir
um fleiri þætti Helguvík-
urmálsins í viðtali sem
birtist við hann á bls. 2 í
blaðinu í dag.
Fyrsta skóflustunga að 3. áfanga
Verkamannabústaða í Reykjavík:
176 íbúðir í 17
— „Félagslegar íbúöir styrkja almenning í
baráttunni til betri iífskjara og í baráttunni
gegn verðbólgunni”
Kás — í gær tók Svavar
Gestsson, félagsmála-
ráðherra, fyrstu skóflu-
stunguna að þriðja
byggingaráfanga
Verkamannabústaða i
Reykjavik á Eiðis-
granda og verða það
fyrstu verkamannabú-
staðirnir, sem byggðir
verða samkv. nýsettum
lögum um félagslegar
byggingar. Þarna verða
Framhald á bls. 19.
Svavar Gestsson, tekur fyrstu skóflustunguna að þriðja byggingaráfanga Verkamannabústaða i
Reykjavik á Eiðiseranda.
Tlmamynd: Róbert.
Fjárfestingar og lánsfjáráætlun lögð fram:
Fjárfesting minnkar
6% í landinu 1981
JSG — í skýrslu ,,um fjárfesting-
ar og lánsfjáráætlun 1981 fyrir
opinberar framkvæmdir, erlenda
lánsfjáröflun og fjárfestingu”
sem lögð var fram á Alþingi I
gær, kemur m.a. fram, að heild-
arútgjöid til fjárfestinga á næsta
ári eru talin munu dragast saman
um 6%, ef miðað er við þjóðar-
framleiðslu ársins. Áætlaðer, að i
ár muni fjárfestingin nema 27,7%
þjóðarframieiðsiunnar, en muni á
árinu 1981 nema 26% þjóðarfram-
leiðsiunnar.
1 þessum tölum v.eldur mestu,
að fjárfestingar atvinnuveganna
Framhald á bls. 19.
Súrál hækkar í hafi að
meðaltali um 54.1%
— segir Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra
Sjá bls. 3
„Þetta er greinilega
pólitísk árás á ÍSAL”
— segir Ragnar Halldðrsson, forstjóri ÍSAL
Litla-Hraun:
Ný einangrunar-
álma tekin í notkun
FRI — Á næstunni verður tekin I
notkun á vinnuhælinu á Litla
Ilrauni ný einangrunaráima en
hún hefur verið i smiðum und-
anfarin 2 ár.
Að sögn Helga Gunnarssonar
forstöðumanns á Litla Hrauni
þá er pláss fyrir 10 menn i' nýju
álmunni og hún mun standast
allar þær kröfur sem gerðar eru
til slikrar álmu.
— Við höfum haft mjög
slæma aðstöðu til að geyma
menn sem gerðust brotlegir á
okkar reglum, sagði Helgi. —
Húsnæðið sem til staðar var,
var orðið 60 ára gamalt en við
urðum að notast við það af illri
nauðsyn þar sem við höfðum
ekkertannað. Með þessari álmu
er þetta vandamál úr sögunni,
og aðstaöan sem nú er að kom-
ast Igagnið er ein sú fullkomn
asta sem ég hef séð á Norður-
löndunum.
Aðspurður um hvort mikil
þörf væri fyrir þessa álmu á
Litla Hrauni, sagði Helgi, aö þvi
miður væri það svo. Það kæmu
alltaf upp vandamál annað
slagið i sambandi viö hegðun
fanganna sem ekki yrðu leyst á
annan hátt.
Helgi reiknaði með að um
þessi jól mundu um 40 fangar
dvelja á Litla Hrauni.
Varnarliðið:
Takmörkunum á
mannaráðningum aflétt
FRI —Frá og með 4. des. sl. var
takmörkunum þeim, sem gilt
hafa frá 1. mars sl. á manna-
ráöningum varnarliðsins á
Keflavikurflugvelli afiétt.
Takmarkanir þessar voru lið-
ur i sparnaðarráðstöfunum
Bandarikiastiórnar i ODÍnber-
um rekstri og var aðeins heimilt
að ráða einn starfsmann fyrir
hverja tvo sem létu af störfum.
Ólafur Jóhannesson utan-
rikisráðherra ræddi þetta mál
við bandarisk stjórnvöld fyrir
nokkru, þar eð ráðstöfun þessi
hefur valdið miklu álagi hjá is-
lensku starfsliði varnarliösins,
Framhald á bls. 19.