Tíminn - 17.12.1980, Qupperneq 6
6
Miðvikudagur 17. desember 1980
(Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Kitstjórar: Þórar-,
inn Þórarinsson, Jón llclgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfuli-
trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur
Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir
(Heimilis-Timinn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson
(Alþing) Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir),.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson.
Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson,
Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. —
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík.
Simi: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. —
Verð I lausasölu: kr. 350. Askriftargjald á mánuði: kr. 7.000. —
Prentun: Blaðaprent h.f.
Hvað veldur?
Það er til alltof mikils mælst af dómsmálaráð-
herra að hann taki að sér að afla allra upplýsinga
um það hvað erlend stjórnarvöld kunna að taka sér
fyrir hendur i meðferð einstakra manna, sem
hingað rekur að landi en ekki hljóta landvist hér. Og
það er beinlinis fráleitt, að islensk stjórnvöld geti
ekki tekið ákvarðanir vegna þess að þau þurfi lang-
timum saman að ,,biða eftir” vitneskju um
ákvarðanir erlendis i málum, er snerta erlenda
rikisborgara sem hingað flækjast af einhverjum
ástæðum, en eru ekki undir islensk iög seldir að
öðru leyti en þvi er snertir þá stund sem þeir dvelj
ast hér i landinu.
Enginn lætur sér væntanlega detta þá firru i hug
að Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra fari að
löggilda éinhvers konar vegabréf alheimsborgara,
enda munu yfirvöld hvergi taka minnsta mark á
sliku. Á meðan landamæri og þegnréttur i einstök-
um þjóðrikjum hafa ekki verið máð út verður við
það að búa að landslög gildi um þessi efni og yfir-
völd hvers lands framfylgi lögum þess, m.a. að þvi
er lýtur að dvalarleyfum útlendinga i landinu eða
brottvisun þeirra þaðan.
Það er skýlaus réttur hvers fullvalda rikis að
kveða sjálft á um það hver landvist hlýtur um leið
og sérhver eiginlegur þegn á rétt á ævidvöl i land-
inu og tækifæri til að bjargast þar. Og sennilega eru
þeir næsta fáir sem vilja halda þvi fram, að ísland
eigi skilyrðislaust að verða dvalarstaður hvers út-
lendings sem vera skal og hvernig svo sem á ferð-
um hans stendur. Það er annað mál, — allt annað
mál —, að menn telji að f sland eigi að geta verið út-
lendum mönnum griðland um stund meðan þeir
hugsa ráð sitt og ná andanum á flótta. Slikt hefur
mönnum einatt verið veitt hérlendis.
Ogþviferað sjálfsögðu viðs fjarri, að einungis sé
um að kenna landlægu útlendingahatri, almennum
kynþáttafordómum og rótgróinni þjóðernistilfinn-
ingu íslendinga, að almenningur kærir sig ekki um
að hér verði alíar gáttir opnaðar, langt um fram
það sem nokkurs staðar tiðkast.
Á sl. sumri rak út hingað rússneskan sjómann og
hlaut hann hér griðland um nokkra hrið. Nú er hann
farinn af landi brott, eins og honum bar samkvæmt
ákvörðun islenskra stjórnvalda. Nokkru siðar, að
hausti, bar hingað út franskan hrakningsmann og
einnig hann hlaut hér venjulegar móttökur og grið-
land meðan hann varpaði öndinni og hugsaði ráð
sitt með aðstoð vina sinna, sumra að sögn ekki ráð-
hollra að visu.
Nú er þessi umþóttunartimi liðinn og ákvörðun
islenskra stjórnvalda hefur verið tekin. Al-
menningur spyr hvað þvi valdi að sú ákvörðun
kemur ekki til framkvæmda á tilsettum tima eða er
breytt. Það ér ekki hægt að láta vesalings manninn
hanga þannig i lausu lofti öllu lengur.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Menningarbylting átti
að útrýma kapitalisma
Viötal Magnúsar Kjartanssonar við Líu Sjaosi
RÉTTARHÖLDIN i Peking
yfir Jiang Qing og félögum
hennar, rekja aö mestu leyti
rætur til hinnar svokölluöu
menningar-byltingar, sem leiö-
togar Kommúnistaflokksins
efndu til á árunum 1966-1969, en
hún er mjög fordæmd af núver-
andi stjórnendum i Kina.
Vegna þessa tilefnis er ekki
ófróölegt aö rifja upp hver átti
að vera tilgangur menningar-
byltingarinnar. Hún var i undir-
búningi 1964, þegar Magnús
Kjartansson, þáverandi ritstjóri
Þjóðviljans, heimsótti Kina. I
bók þeirri, Bak viö bambus-
tjaldiö, sem Magnús reit eftir
heimkomu sina, segir frá við-
tali, sem hann átti við Liu Sja-
ósi, þáverandi forseta Kina og
annan valdamesta mann lands-
ins. 1 viðtali hans og Magnúsar
er mjög vikið aö hinni fyrirhug-
uðu menningarbyltingu, og fer
hér á eftir frásögn Magnúsar af
þvi:
,,Ég sagði viö Liu, að ég hefði
veitt þvi athygli að mikiö væri
nú rætt i landinu um hættuna á
þvi að upp risi ný forréttinda-
stétt, og væri þar einkum átt við
menntamenn og hvers kyns
stjórnendur fyrirtækja, jafn-
framt væri þvi haldið fram, að i
öðrum sósiallstiskum löndum
hefðu slikar forréttindastéttir of
mikil völd.
— Hvernig hafið þið hugsað
ykkur að halda á málum til að
koma i veg fyrir að hér verði sú
þróun sem þiö eruð að vara við?
— Þetta er mjög mikilvægt
vandamál. Heimsvaldasinnar
vita að hér i Kina verður ekki
þjóðfélagslegur afturkippur
meðan við gömlu byltingar-
mennirnir erum uppistandandi,
ekki heldur I tið næstu kynslóð-
ar, en þeir gera sér vonir um
þriðju og fjórðu kynslóðina, það
fólk sem þekkir ekki af eigin
raun þá baráttu, sem við höfum
orðið að heyja og ástandið eins
og það var áður i Kina. Við vit-
um að það tekur miklu lengri
tima að breyta hugarfari
manna en efnahagskerfinu, þótt
við séum búnir að gera efna-
hagslega byltingu i Kina halda
menn áfram að reyna að
tryggja sér forréttindi, auðgast
á vinnu annarra, svikja hinar
sósialistisku jafnréttishugsjón-
ir. Við höfum oröið að berjast og
berjumst enn við bændur, sem
þannig hegða sér, við forstjóra
fyrirtækja og embættismenn,
sem misnota aðstöðu sina. Þess
eru mörg dæmi að menn hafi
stolið fé, tekið að braska og
reynt aö fela athafnir sinar með
mútum, þar sem slikt gerist er á
vissan hátt búið aö endurvekja
kapitalisma, þessir menn hafa
verið að arðræna félaga sina og
rikisheildina. Við tökum slik
fyrirbæri föstum tökum, en
framtiðarverkefnið er aö upp-
ræta þetta hugarfar.
— Og hvernig á að gera það?
— Við teljum aö ein mikilvæg-
asta aðferðin sé nýskipan á öllu
skólakerfinu. Nú sem stendur
eru börn og unglingar aðeins i
skóla og vinna ekki jafnhliða
náminu, nema unglingar að
óverulegu leyti. Við hugsum
okkur það fyrirkomulag, aö
sameina nám og likamlega
vinnu, þannig aö menn séu i
skóla sem svarar hálfu ári og
likamlegri vinnu sem svarar
hálfu. Ýmsan hátt er hægt að
hafa á skiptingunni, menn geta
unniðannanhvern dag eöa aöra-
hverja viku eða hálft árið sam-
fleytt eftir þvi sem hentast þyk-
ir. Og við hugsum okkur að
þetta hefjist að einhverju leyti i
barnaskólunum. Marx sagði á
sinum tima, að niu ára barn
hefði gott af þvi að vinna tvo
tima á dag og þrettán ára barn
til dæmis fjóra, og við teljum að
þessi kenning sé rétt. Með þessu
móti ætlum við að gera það
efnahagslega kleift að öll þjóðin
eigi kost á framhaldsskóla-
göngu, I miðskólum, tækniskól-
um, menntaskólum og allt upp i
háskóla. Þegar nemendur vinna
fyrir sér með náminu verður
slikt allsherjar skólakerfi kleift
fyrir rikið og fjölskyldurnar, en
eins og nú standa sakir er
menntakerfið ákaflega dýrt fyr-
ir rikið og erfitt fyrir f jölskyldu
með fjögur eða fimm börn að
tryggja öllum skólamenntun.
— Hvenær er ætlunin að taka .
þetta nýja skólakerfi upp?
— Það er þegar farið að gera
tilraunir með það. t einni verk-
smiðju hefur slikur tæknihá-
skóli nú starfað i fimm eða sex
ár. Þar hafa útskrifazt nokkur
þúsund nemenda sem hafa unn-
ið likamlega vinnu allan tim-
ann, og að námi loknu halda
þeir ýmist áfram sem verka-
menn eða starfa sem stjórnend-
ur, tæknifræðingar eða verk-
fræðingar. Ég álit að þarna sé
að spretta upp ný manngerð,
ólik okkur, nýir sósialistiskir
einstaklingar bæði frábrugðnir
menntamönnum og verka-
mönnum eins og þeir eru i dag.
Tilraunum af þessu tagi munum
við halda áfram i.nokkur ár, og
þær eru ekki erfiðar i fram-
kvæmd, aðeins þarf að starf-
rækja verksmiðju við hlið skól-
anna, og i sveitaþorpunum
verða skólarnir reknir i sam-
bandi við búskapinn.
Eftir sex til átta ár hefjum við
siðan skipulegar framkvæmdir,
fækkum skólum með gamla lag-
inu og fjölgum þeim nýju þar til
þeir verða einir eftir I landinu.
Hugmynd okkar er siðan sú, að
eftir 50 til 100 ár verði um 80% af
verkamönnum okkar og meira
en helmingur bænda útskrifaðir
úr slikum framhaldsskólum,
sérskólum, tækniskólum,
menntaskólum og háskólum. Ef
við komum þessu i framkvæmd
á 50-100 árum hafa ibúar Kina
tekið algerum stakkaskiptum
og verða i senn andlegir og
likamlegir starfsmenn, geta
hvort heldur er verið verka-
menn eða verksmiðjustjórar,
bændur eða bændaleiðtogar,
flokksforustumenn, borgar-
stjórar eða ráðherrar. Með
þessu móti verður brúað bilið
milli andlegrar og likamlegrar
vinnu.
— Hugsið þið ykkur þá að
þessi sameining andlegrar og
likamlegrar vinnu haldi áfram
eftir skólanámið?
— Já, vissulega. Þeir sem
veljast til forustustarfa eiga
engu að siöur að vinna likam-
lega vinnu sem svarar hálfu ár-
inu. Þá verður enginn maður
einvörðungu forseti rikisins,
ráðherra, blaðamaður, borgar-
stjóri, kennari, listamaður —
heldur og að hálfu likamlegur
erfiðisvinnumaður. Þá getur
enginn sem valinn er til forustu
sett sig á háan hest i skjóli sér-
menntunar sinnar eða for-
réttindastöðu, þvi undirmenn
hans langflestir hafa hliðstæða
menntun og hann og geta tekið
við af honum umsvifalaust.
Enda mun þetta menntakerfi
breyta þannig hugarfari manna
að forréttindasjónarmiðið
hverfur.”
Viðtalinu lauk Liu með þess-
um orðum:
„Kapitalisk viðhorf geta Iifað
i hugum manna margar kyn-
slóðir eftir að þjóðfélaginu hefur
verið breytt, ef jarðvegur er lát-
inn þróast fyrir þau i forréttind-
um. En ef við gerum okkar ráð-
stafanir i uppeldismálum og
menntamálum nú, verður hér
komið raunverulegt sósialist-
iskt jafnréttisþjóðfélag eftir 50-
100 ár, og þvi fær enginn mann-
legur máttur haggað. Það er sá
arfur sem við gömlu byltingar-
mennirnir viljum skilja eftir
okkur þegar við föllum frá, til
þess höfum við barizt.”
Það kemur glöggt fram i
þessum svörum LIu Sjaosi, hver
átti að vera tilgangur menn-
ingarby ltingarinnar. Hún
reyndist hins vegar hugsjón,
sem ekki var hægt að fram-
kvæma. Ágreiningur reis lika
um framkvæmdina og leiddi
hann m.a. tilfalls Liu. Eftir þrjú
ár var menningarbyltingunni
hætt eftir að hafa kostað þjóðina
miklar hörmungar. Margt.
bendir til, að i Kina séu kapital-
isk viðhorf að eflast á ný.
Magnús Kjartansson að ræða við Liu Sjaosi