Tíminn - 17.12.1980, Side 11
Miðvikudagur 17. desember 1980
n
Með á nótunum
Iljálmtýr E. Hjálmtýsson, tenor
Út er komin breiðskifa með
söng Hjálmtýs E. Hjálmtýs-
sonar. Gisli Magnússon leikur
með á pianó, en Margrét
Matthiasdóttir syngur með i
þremur tvisöngslögum. Á ann-
arri hlið plötunnar eru 6 islenzk
sönglög og eitt sænskt en á
hinni 7 óperuariur. „Hið
islenzka Útgáfufjelag” gaf út
með aðstoð Fálkans.
Það er skemmst frá þvi að
segja, að þetta er frábærlega
falleg plata. Hjálmtýr hefur
fágæta rödd, sem minnir vist á
rödd Stefáns Islandi þá hann
var ungur, björt og tær. Mér
finnst ég sjaldan hafa heyrt hin
islenzku lög fegur sungin.
Lærðir menn i söng viður-
kenna, að Hjálmtýr syngi
fagurlega — Jón Ásgeirsson
sagði einu sinni i Morgunblað-
inu, að hann syngi „óþægilega
fallega”, hvað sem það þýðir —
en telja jafnframt, að meiri
skólun hefði gert honum gott.
Þetta kann að vera rétt, Hjálm-
týr hefur notið tilsagnar
Sigurðar Birkis, Sigurðar
Demetz Franssonar og Maríu
Markan — en þó verð ég að
viðurkenna, að mér finnst radd-
beiting Hjálmtýs stórum taka
fram raddbeitingu ýmissa
okkar lærðustu tenórsöngvara.
Ég hef nefnilega heyrt þvi
haldið fram, að vond kennsla sé
verri en engin.
Margrét Matthiasdóttir, kona
Hjálmtýs, hefur útsett tvisöngs-
lögin fyrir kvenrödd, og syngur
þá rödd jafnframt. Hún læröi
hjá Sigurði Birkis og Snæbjörgu
Snæbjarnardóttur. Það mætti
e.t.v. finna það að tvisöngnum,
einkum Vögguljóði Sigurðar
Þórðarsonar, að hjáröddin væri
of áberandi, en svo er i rauninni
ekki: raddirnar eiga dæmalaust
vel saman, þannig að tvisöngs-
lögin eru siður hrifandi en hin.
Og svo spilar Gisli Magnússon
með, af alkunnu listfengi.
Nú tala allir um Pavarotti,
sem hann þekkja, og vist er
hann sagður mestur. Sjálfur
heyrði ég hann ekki, og
dæmandi frá þvi, sem ég hefi
heyrt sjálfur hér á landi, þá tel
ég að varla geti fallegri tenór-
söng en á þessari plötu.
14.12 Sigurður Steinþórsson
Ný ljóöabók eftir Sigurð Pálsson:
Ljóð vega menn
Hjá MALI OG MENNINGU er
komin út ný ljóðabók eftir Sigurð
Pálsson og nefnist hún Ljóð vega
men n.
Þetta er önnur ljóðabók Sigurð-
ar, en fyrsta bók hans Ljóð vega
saltkom út fyrir fimm árum, og
vakti þá mikla eftirtekt.
Ljóð vega menn skiptist I
nokkra hluta: Á hringvegi ljóðs-
ins I-XII. Enn skin sólin þrjósk,
Undir suðvesturhimni, Ljóð úr
Hlaupvidd Sex, Nocturnes handa
sólkerfinu, Ungæði, Það eitt til
sex og Gamla Hofsgatan eða Sú
gamla frá Hofi (rue Vielle-du-
Temple) I.-Vii.
Alls eru um fimmtíu ljóð i bók-
inni, en hún er 100 bls. að stærð,
prentuð i Prentsmiðjunni Hólum,
en bundin i Bókfelli hf. og er hún
gefin út bæði i kilju og innbundin.
Kápuna hannaði Hilmar Þ.
Helgason.
Sigurður Pálsson
Ljóóvegamenn
Máiogmenréig
Greifinn og
enska frænkan
„Hverjum hefði dottið það i
hug, að ég, korung kennslukona i
friðsælu héraði á Englandi, ætti
eftir að lenda í hringiðufrönsku
stjórnarbyltingarinnar og sleppa
þaðan naumlega...?
Eftir dauða föður míns stofnaði
móðir min einkaskóla fyrir heldri
manna dætur... og það nægði okk-
ur mæðgunum til framfæris,
meðan hennar naut við... Skólinn
stóð á lendum aðalsetursins
Derringham og dæturnar frá
Derringham Manor sóttu skólann
okkar og einnig dætur ýmissa
fyrirmanna, sem dvöldu þar
lengri eða skemmri tima.
Þegar ég var 18 ára kynntist ég
einkasyninum þar, Joel Derring-
ham og við urðum mjög góðir vin-
ir ... og móðir mina tók aö
dreyma stóra framtiðardrauma
fyrir mig...”
Nyjar bækur
Fína hverfið
Bókaútgáfan Ljóðhús hefur
gefið út bókina Fina hverfiðeftir
Þorstein Antonsson. 1 fréttatil-
kynningu um bókina segir:
„I þessari frásögn Þorsteins
Antonssonar er lýst uppvaxtarár-
um manns sem lifir bernskuárin i
einu af hinum „fi'nu” hverfum
Reykjavikur á áratugnum eftir
striðið. Hann man fyrst eftir sér
um það leyti sem sjálf stri'ðs-
gróðaaldan er að fjara út, en alls-
staðar verður vart, og ekki sist i
fyrsta þriðjungi bókarinnar
þeirrar siðabreytingar, þess
„nútimalega” hugsunarháttar
sem atburðarás striðsáranna
færði oss tslendingum. I siðari
hlutum bókarinnar er sagt frá
félagsskap nokkurra ungra
manna úr „fina hverfinu” og af
jöðrum þess — all-fjö lbreytilegri
reynslu þeirra innanlands og ut-
an, og ólikum leiðum þeirra til
fullorðinsaldurs. Frásagnarefni
höfundar er sérstætt i islenskum
bókmenntum þessar ára, frá-
sagnaraðferð hans i þessari bók
Ný Ijóðabók:
mjög athyglisverð, i sumum köfl-
um hennar að minnsta kosti nær
hann góðum árangri i þeirri
erfiðu list að skrifa umsvifa-
lausan, þéttan og hraðan stíl.”
Gálgafrestur eftir
Aðalstein Ásberg
Gálgafrestur heitir ný ljóðabók
eftir Aðalstein Asberg Sigurðs-
son. Eins og heitið ber með sér, er
bókin bölsýn, enda túlkar hún
hina siðustu og verstu tima, þar
sem menn mæta lokuðum hliðum.
I ávarpsorðum spyr skáldið: —
Er lif okkar þrotlaust þrælafár?
Ogi'umsögná bókarspjaldi segir:
„Við lifum i ótta við tortimingu.
Er maðurinn i óðaönn að leggja
snöruna um eigin háls? Hvar
endar þessi leikur?
Þetta er þriðja ljóðabók Aðal-
steins Ásbergs. Hann byrjaði
kornungur að yrkja og náði strax
samstæðum ljóðrænum tón i
fyrstu ljóðabókum sinum, Ósánar
lendur og Förunótt, sem voru
þrungnar af spurn ungs manns
um tilveruna.
í nýju ljóðabókinni hefur skáld-
ið tekið miklum þroska. Hún
skiptist i þrjá kafla, sem mynda
stigandi heild. Á bókarkápu segir,
að still Aðalsteins Ásbergs verði
fágaðri og undiraldan máttugri.
Aðalsteinn Asberg
Bókin er myndskreytt af ungri
listakonu, Onnu Gunnlaugsdótt-
ur. Gálgafrestur er 80 bls. Útgef-
andi er Fjölva-útgáfan. Setningu
og prentun annaðist Prentstofan
G. Benediktssonar.
Ný bók eftir Astrid Lindgren:
Ég vil líka fara
í skóla
Hjá MALI OG MENNINGU er
komin út bók handa yngstu
lesendunum eftir hinn kunna
barnabókahöfund Astrid Lind-
gren. Þessi bók heitir Ég vil lika
fara i sköla og segir frá Lenu sem
er fimm ára og fær að fara með
bróður sinum i skólann einn dag.
Fallegar litmyndir eru á hverri
siðu i bókinni og þær hefur Ilon
Wikland gert, en hann ’er kunnur
fyrir myndskreytingar sinar á
bókum, m.a. eftir Astrid Lind-
gren. Bókin Vist kann Lotta næst-
um alltsem kom út fyrir ári siðan
hjá MALI OG MENNINGU er
einnig gerð i sameiningu af þeim
Astrid Lindgren og Ilon Wikland.
Ásthildur Egilson þýddi báðar
bækurnar.
Ég vil líka fara i skólaer um 30
bls. Prentstofa G. Benediktssonar
annaðist setningu o£ filmuvinnu,
en bókin er prentuð i' Bretlandi.
Auglýsið 1 Tímanum