Tíminn - 17.12.1980, Page 13

Tíminn - 17.12.1980, Page 13
Miövikudagur 17. desemhnr iQHn Margt finnst í Sagnir og sögur eftir Björn J. Blöndal Setberg Þessi bók er nokkuð óvenju- leg. Sagnirnar eru margskonar, allskonar, liggur mér viB aö setja. Þar eru skrýtlur og vitr- anir og flest þar á milli. Allt munþaövaliömeöþaöihuga aö veröa annaö hvort til gamans eöa fróöleiks eöa hvort tveggja. Enda eru þetta sögur eins og menn segja hver öörum þegar þeir taka tal saman. Svo er í bókinni kafli um lækn- ingamátt jurtanna og þar taldar meira en 60 tegundir. Þar aö auki eru aö lokum nokkur hús- ráö. Hér kennir þvi margra grasa. Ekki er þess getiö svo ég sjái hvaöan höfundi er kominn vis- dómur hans um lækningagrösin en unniö hefur hann sjálfur þannig aö nýjar upplýsingar blandast viö gömul fræöi. Gam- mylsnunni an er aö þvi aö hafa þennan fróöleik sem aö nokkru mun vera úr gömlum lækningabók- um eöa a.m.k. samhliöa þeim. Gaman er t.d. aö bera þetta saman viö þaö sem Jón Sveins- son landlæknir skrifaöi á sinni tiö um algengustu læknislyf. Hann nefndi erlendar kornteg- undir svo sem rúg og bygg en enga islenska jurt. Og þó aö vitrir menn og lifsreyndir viöa um lönd hafi lengi vitaö sitt hvaöum lifsmátt grasanna mun þetta vera islensk alþýöufræöi, en auðvitaö eins og annar vis- dómur aö einhverju leyti frá öðrum kominn. Þess erennaö geta að höfund- ur er athugull um hætti dýra á landi og i va tni og hér er sagt frá ýmsu markverðu af þvi tagi bæöi eigin athugunum og aö annarra sögn. Þaö er þvi ærin fjölbreytni i þessari mylsnu og býsna margir munu finna þar eitthvað viö sitt hæfi. H.Kr. Björn J. Blöndal. Svalvogar Minningar Ottós Þorvaldssonar frá Svalvogum. Svo er taliö að naumast muni geta gerst annars staöar en á fslandi að aldrað fólk úr alþýöu- stétt taki sig til og skrifi minn- ingar sinar i bók. Þessa eru þó nokkur dæmi og þar á meðal er fólk sem litillar eöa jafnvel engrar skólagöngu hefur notiö Svalvogar. og litt haft ástæöur til aö sinna bóklegum fræöum mestan hlut ævinnar. Þessi bók sem hér er komin er ein i tölu slikra. Höfundurinn er fæddur 1903, einn af 9 systkin- um. Hann var hluta úr vetri I barnaskóla á Þingeyri en áöur hafði hann notið nokkurrar far- kennslu. Hann festir sér konu liðlega tvitugur, missir hana frá ungum fóstursyni eftir fá ár, fær sér ráðskonn sem var þriggja barna móðir, giftist henni og á með henni ellefu börn. 1 25 ár búa þau lengst i Svalvogum, öörum tveggja bæja framan á nesinu milli Dýrafjarðar og Arnarfjaröar, og var þó ekki búið á hinum nema helming þessa tima. Þetta er i stuttu máli ævisag- an. Ottó segir hana og i tengsl- um viö hana nokkuð af sögu föö- ur sins. Æviferil sinn eftir aö hann flytur frá Svalvogum fer hann fljótlega yfir, söguefniö var frá Svalvogum. Þaö eru ekki neinir merkisat- buröir sem viö köllum sem gefa þessari frásögn gildi. Styrkur hennar og gildi liggur einmitt i hinu hve hversdagsleg hún er. Ottó segir I formála aö Berg- sveinn Skúlason hafi lesið hand- rit sitt og búiö til prentunar. 1 bókarauka er gerö grein fyr- ir ætterni foreldra Ottós. Þar 'eru birt nokkur ljóð sem honum sjálfum og foreldrum hans hafa veriö flutt við sérstök tækifæri. Þau eru eftir Elias Þórarinsson og Andrés Valberg. Elias var nágranni þeirra feöga og er margt vel og maklega sagt i kvæöum hans. Fleira smávegis er þar, m.a. stökur eftir Ottó sjálfan. Bókaraukanum fylgir lika talsvert af myndum, 48 bls, og um þær má lika tala. Þar eru fjölskyldumyndir. A einni er Ottó og synir hans fjórir, ann- arri Magnea kona hans og dætur þeirra 7, hinni þriðju 29 barna- börn þeirra. Þar eru myndir frá atvinnuháttum vestra. Þar eru lika tilkomumiklar landslags- myndir frá nágrenni Svalvoga. En þar eru lika myndir af Ottó og konu hans sem teknar eru i orlofsferðum á siðustu árum. Þær eru t.d. teknar austur i Skaftafellssýslu suður á Kanarl- eyjum og úti á írlandi. Þessar myndir segja býsna mikið um þá lifskjarabreytingu sem kynslóö sögumanns hefur gert hér á landi. Drengurinn sem fæddist i Hvammi á morgni aldarinnar og átti ekki kost nema takmarkaöar skólagöngu, svo að það þætti langt undir lág- m a r k i þo la n 1 e g s „kennslumagns” nú.gat feröast sér til yndis og fróöleiks innan lands og utan á elliárunum. Þó var hann aldrei annað en vinn- andi alþýöumaöur. Börnin kost- uöu Kanarieyjaferöina I tilefni af stórafmæli, en þaö er ekkert sérstakt um ellefu barna foreldra. Myndirnar eru ekki litill hluti af bókinni hvernig sem á er litiö. Það er kostur aö frásögnin öll er látlaus og hófstillt, bæöi um orðafjölda og annaö. En þegar þetta kemur saman veröur úr þvi falleg og fróöleg bók. Ég hygg að ýmsum Vestfiröingum öörum en mér þyki gaman aö eiga hana og vilja þakka Ottó frá Svalvogum fyrir aö hafa af sér leiöindi þegar hann hætti aö þola erfiðisvinnu meö þvi aö efna til þessarar bókar. H.Kr íslensk unglingasaga Eðvarð Ingólfsson Gegnum bernskumúrinn. Skáldsaga. Barnablaðið /Eskan. Þessi saga hefur þegar vakið nokkurt umtal i blöðum. Þetta er lika saga sem vert er að taka eftir og veita athygli. Höfundurinn er innan við tvitugt og hefur tvimælalaust rika hneigð til ritstarfa svo að allar likur eru til aö hann haldi þeim áfram. Þetta er fyrsta bók hans. Hún sýnir ótviræða hæfi- leika en sker ekki úr um það að hér sé á ferð maður sem standi i fremstu röð skálda um næstu aldamót. Vel má lika vera að önnur verkefni verði hans aðal- starf, verði honum lifs auðið, þvi að greinilegt er að hér fer maður með áhuga á mönnum og mannlifi. En ætlunin var að ræða um söguna eins og hún liggur fyrir. Ætla má að unglingar á fram- haldsskóláaldri lesi þessa sögu þvi að þetta er samtiðarsaga úr þeirra umhverfi. Höfundur er sennilega ekki fjöllesinn i er- lendum samtima skáldskap og það er að vissu leyti kostur. Þá er ekki skrifað eftir forskrift þaöan, heldur byggt á þekkingu og reynslu af umhverfinu heima ' *■ fyrir. Sagan verður sjálfstæð- ari, óháðari. Höfundur er að segja sögu úr sinu umhverfi. Ekki er hægt að kalla það óeðlilegt þó að mistök og vand- ræði sögufólks séu flest i tengsl- um við áfengisnautn. Hvað er eðlilegra i islenskri samtima- sögu? Og eru ekki margir að tala um unglingavandamál? Lýsingar sögunnar af við- kvæmni og næmleika unglings- áranna eru oft glöggar. Hann þekkir þetta fólk. Hann veit að þá geta viðbrögðin oröið örlaga- rik jafnvel þar sem hinum eldri finnst að um smámuni sé að ræða. Stundum væri auðvitaö hægt að rökræða viðhorf og sjónar- mið sem krakkarnir varpa fram. Hér má nefna þegar Felix kennari er að tala við bekkinn um kennsluna og rætt er um kvikmyndasýningar i landa- fræðitimum og Birgir leggur til að „fækka landafræðitimum um helmingog nota peningana, sem greiddir eru fyrir kennsluna i að byggja upp slikt safn” — kvik- myndasafn. Þarna heföi ekki verið óeðlilegt að kennarinn hefði bent á að vélin sýnir ekki myndirnar sjálf og filmur þurfa eftirlit og viðhald. Hann var bú- inn að nefna eitt safn fyrir landið allt án þess að m inna þó á fræðslumyndasafn rikisins, sem starfar á þessu sviði. Auk þess eru mýndir notaðar þó ekki séu kvikmyndir. Nánar rökræður um slikt rúmast ekki i svona söguog auðvitað er lesandanum ætlað að sjá margt sem ekki er sagt. Ef til vill hefði þó farið beturað gera þessu aðeins betri skil. Það kemur fram að bekkurinn lifnar og fylgist með þegar rætt er við hann og leitað eftir áliti nemendanna. Þá lá beint við t.d. á þesssum um- getna stað að kennarinn benti á atriði sem máli skipta og menn reka sig á við framkvæmd. Lifs- reynslaog þroski kennir að „allt orkar tvimælis þá gert er”. Svo fjölþætt er lifið. Reynslulausir trúa gjarnan á einfalda alls- herjarlausn. Þaðmá finna einstaka hnökra ámálisögunnarogminnir það á að vanda skyldi yfirlestur á handriti áður en það fer i prentun. Ég kann illa við að tala um heddfón og finnst það alveg óþörf sletta enda þótt þjált og stutt islenskt orð liggi ekki á lausu. Heddfónn er ekkert betra en bara heyrnartæki. Ottó Þorvalds son. „Pó sól og vindur merki sér þá Svalvogamenn” bókmenntir Ekki væri þetta raunsæ lýsing ef skólakrakkarnir töluðu alltaf af hófsemi og sanngirni um eldri kynslóðina og þjóðfélagið. Þar heyra sleggjudómar til og mun litt vera kynslóðabundið, enda þótt nútiöin sé óþvingaðri i þvi eins og fleiru en oft hefur verið. Ekki má lita fram hjá þvi að fullorðnu fólki er yfirleitt lýst með orðum unglinganna og séð með þeirra augum. Þarsem það kemur sjálft fram sýnir sig að á fleira verður að lita. Þetta er höfundi ljóst og þaö kemur t.d. glöggt fram þegar rakiðer viðhorf Birgis til móður Sinnar. Þegar hann horfist i augu við að missa hana sér hann fleira en áður. Það eru skamm- sýnir lesendur sem halda aö allir sleggjudómar unglinganna séu skoðun höfundar eða boð- skapur. Endalaust mætti ræða um það hverju hefði mátt auka i til fyll- ingar. hvað mætti segja nánar o.s.frv. Söguna verður að taka eins og hún er. Og hún er sam- timasaga með raunsæjar lýs- ingar og þvi er það undarlegt ef hún vekur ekki til umhugsunar. Og það er eitt af þvi sem er kostur á bókum. Það hefur komið fram aö sumum finnst aö söguhetjur Eð- varðs séu of góðar. Ég held að þaö sé mjög vafasöm aðfinnsla. Skáld þurfa ekki að reyra alt i fjötra meðalmennsku. Það er lika vandséð að um nokkurt afrek sé að ræða sem kallast megi ósennilegt. Unglingamir eru venjulegt fólk, börn sfns tima. Atvik öll eru hliöstæö þvi sem daglegaeraö gerast.Vel má segja að þetta séu augnabliks- hugmyndir þar sem ekki er seilst til upphafs og róta. Og auðvitað er sagan botnlaus eins og lifið sjálft. Framhald alls er óráðið. Þó má segja aö sjái til átta i sögulok og allir eigi sér von ef rétt er við brugðist. Þar held ég að ekki sé um villigötur að ræða. Þetta er saga sem vekur athygli og verðskuldar það. Sjálf gefur hún góðar vonir. H.Kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.