Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 2
Ferðaskrifstofa
„Ástandið er bara skelfi-
legt. Fólk fer í frí og hirðir ekki um
kettina,“ segir Sigríður Heiðberg,
forstöðukona Kattholts, en undan-
farið hafa rúmlega hundrað óskila-
kettir verið í umsjá Kattholts í
einu.
Sigríður segir sumarleyfi valda
því að fólk losi sig við ketti. „Ég hef
heyrt frá dýralækni að mikið sé að
gera við að lóga köttum og kettling-
um um þessar mundir, sumir fara
svo í frí án þess að hirða um kettina
og þá koma þeir iðulega til okkar,“
segir hún.
Sigríður segir furðu sæta að fólki
sé ekki meira umhugað um velferð
dýra sinna en þetta. Mikið af
kettlingum sem enginn kærir sig
um verði til þegar læður eru ekki
teknar úr sambandi og fress fari á
flakk þar sem þau séu ekki vönuð.
„Sem betur fer eru margir ábyrg-
ir kattaeigendur til. Á Kattahótel-
inu eru til að mynda um áttatíu
kettir núna frá fólki sem er umhug-
að um að dýrin séu í öruggum hönd-
um þótt farið sé í sumarfrí,“ segir
Sigríður.
„Þetta er tímamóta-
samþykkt sem tryggir hagsmuni
sjómanna um allan heim,“ segir
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambandsins um samþykkt
Alþjóðavinnumálastofnunar sem
gekk í gegn á fimmtudaginn á
alþjóðlegum fundi stofnunarinnar
í Genf.
„Við uppfyllum flestar þessar
kröfur nú þegar. En það gera flest
af svokölluðum hentifánaskipum
ekki. Megin-
hagsmunir
Íslendinga
eru fólgnir í
því að losna
við sam-
keppnina við
þessa drullu-
pramma sem
hafa verið að
veiða hér við
strendur,“
segir Sævar.
Alþjóðasamþykktinni er ætlað
að bæta aðstæður 30 milljóna sjó-
manna um allan heim. Samningur
um sama efni var felldur af aðild-
arþjóðum stofnunarinnar fyrir
tveimur árum en Sævar segir
miklar og góðar breytingar hafa
verið gerðar á samningnum til að
sætta sjónarmið ríkja í Asíu og
Vesturheimi en þar greindi helst
á. Nýi samningurinn var hins
vegar samþykktur með 443
atkvæðum. Ekkert ríki var á móti
samningnum en 19 þeirra sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Brögð hafa verið að því að henti-
fánaskip stundi ólöglegar og
óábyrgar veiðar á fiskveiðistofn-
um. Einar Kristinn Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra hefur bar-
ist gegn slíkum veiðum, sem oft
eru oft nefndar sjóræningjaveið-
ar, við strendur Íslands. Reglur
Norðaustur-Atlantshafsfiskiveiði-
nefndarinnar hafa þrengt að ólög-
legum veiðum hentifánaskipa en
þó hefur strandgæsluskipum
reynst erfitt um vik að bregðast
við þeim þegar þau eru á alþjóð-
legu hafsvæði.
„Samþykktin er enn sem komið
er tilmæli til þjóðanna því viss
fjöldi landa þarf að innleiða þau í
lög sín til að þau verði að alþjóð-
legum lögum,“ bendir Sævar á.
Hann segir þó að miðað við þann
mikla stuðning sem samþykktin
hlaut á þinginu ætti þess ekki að
vera langt að bíða þar til það gerð-
ist.
Samþykktin felur í sér ákvæði
sem ætlað er að tryggja að sjó-
menn njóti aukins öryggis og
hvíldar á sjó. Auk þess eru ákvæði
samþykktarinnar sem ætlað er að
tryggja að fiskiskip séu smíðuð og
haldið við með tilliti til velferðar
sjómanna. Talið er að mörg ríki
geti ekki komið ákvæðunum strax
í framkvæmd. Því kveður sam-
þykktin á um úrræði sem gera
ríkjum mögulegt að uppfylla skil-
yrðin í áföngum.
Stórt skref í uppræt-
ingu sjóræningjaveiða
Alþjóðavinnumálastofnunin hefur samþykkt nýja samning um bættar aðstæður
sjómanna. Formaður Sjómannasambands Íslands segir að meginhagsmunir sam-
þykktarinnar hér landi séu fólgnir í því að hún þrengir enn að hentifánaskipum.
Sigurður, ert þú ekkert hrædd-
ur um að verða tekinn?
Sú staðreynd að
ákveðnir hópar fólks eru svo að
segja þurrkaðir út kann að leiða
til minna umburðarlyndis á þeim
sem eru frábrugðnir stærstum
hluta fólks samfélagsins. Þetta
segir Sigríður Þorgeirsdóttir,
dósent við Háskóla Íslands sem
beint hefur sjónum að sambandi
siðfræði og vísindaþróunar síðari
ára, um fjölda fóstureyðinga
vegna gruns um fósturgalla.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að undanfarin sjö ár hefur
fjörutíu konum verið boðið að
ljúka meðgöngu þegar skimun á
fóstri hefur leitt í ljós að það er
með Downs-heilkenni. Einungis
tvær þeirra
völdu að
halda með-
göngunni
áfram.
„Það þarf
ekki að vera
til marks um
ábyrgðar-
leysi að vilja
ekki fæða
barn sem
ekki verður
talið heil-
brigt,“ segir Sigríður. Hún segir
ástæður fyrir því að fólk velji
fóstureyðingu í slíkum aðstæðum
margvíslegar. Hugsanlega hræð-
ist það að axla ábyrgð á barni
sem þarfnist stöðugrar ummönn-
unar og vilji oft ekki leggja á
barn að fæðast mikið fatlað. Það
sé þó ekki nóg að taka einungis
tillit til sjónarhorns foreldra sem
standa frammi fyrir vali um að
halda eða eyða fóstri með galla.
Valið geti verið slæmt og sær-
andi fyrir viðkomandi hópa fólks
auk þess sem dregið geti úr
umburðarlyndi meirihlutans.
Vönduð, þverfagleg ráðgjöf fyrir
og eftir greiningu á fósturgöll-
um, sé foreldrum nauðsynleg, af
því að val þeirra verði að vera
eins upplýst og kostur er á.
Bandarísk stjórn-
völd aflétta banni á fjárhagsað-
stoð við palestínsk stjórnvöld sem
staðið hefur í 15 mánuði þegar ný
neyðarstjórn Abbas forseta tekur
við völdum.
Háttsettur bandarískur
embættismaður sagði í gær að
ekkert stæði í vegi fyrir því að
Bandaríkin tækju á ný upp
stjórnmálasamtök við palestínsk
stjórnvöld ef Hamas ætti ekki
lengur aðild að ríkisstjórninni.
Átök milli Fatah-samtaka
Abbas og Hamas-liða héldu áfram
í gær, og náðu vopnaðir liðsmenn
Fatah meðal annars þinghúsinu í
Ramallah og ráðhúsinu í Nablus á
sitt vald.
Bandaríkin lofa
Abbas aðstoð
Fangi á Litla-Hrauni
hefur í Héraðsdómi Suðurlands
verið dæmdur í 45 daga skilorðs-
bundið fangelsi fyrir árás á
samfanga sinn.
Maðurinn sló annan fanga í
höfuðið með súpudunki úr
harðplasti í janúar. Atvikið átti
sér stað inni í fangaklefa.
Dunkurinn var nærri fullur af
súpu og vó tæp fimm kíló.
Fórnarlambið fékk kúlu á hnakka,
væg eymsli í aftanverðan háls og
höfuðverk. Þá slóst dunkurinn í
fartölvu fórnarlambsins. Eftir að
árásarmaðurinn neitaði að hafa
skemmt tölvuna af ásetningi féll
sækjandi frá þeirri ákæru.
Sló samfangann
með súpudunki
Stöðva á frekari vega-
gerð á hálendinu. Þetta kemur
fram í hálendisvegaskýrslu
Landverndar sem kom út í gær.
Skýrsluhöfundar leggja til að
gert verði heildstætt kerfi um
flokkun vega á hálendinu til að
auka öryggi vegfarenda og til að
draga úr hættu á landspjöllum.
Einnig er talið nauðsynlegt að
greint sé á milli ferðamannavega
og almennra vega. Vegir á
miðhálendi Íslands eiga fyrst og
fremst að vera ferðamannavegir
og mikilvægt er að þar verði
víðáttumikil svæði án vega. Þá er
lagt til að heildstætt kerfi um
flokkun vega verði gert sem auka
á öryggi vegfarenda og draga úr
landspjöllum.
Segja að stöðva
eigi vegagerð á
hálendinu