Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 12
L ogi er uppalinn í Norð- urbæ Hafnarfjarð- ar, nánar tiltekið á Sævangi. Þar bjó hann allt þar til hann fékk samning við þýska stórliðið Lemgo, 21 árs gamall, og mun hann dvelja þar að minnsta kosti til ársins 2010 en samning- ur hans við liðið var nýlega endur- nýjaður. Heima í Hafnarfirði þótti hann virkilega prúður heima fyrir en þegar komið var út fyrir húss- ins dyr var hann bæði stríðinn og afar uppátækjasamur. Faðir Loga er Geir Hallsteinsson, einn besti handknattleiksmaður Íslands fyrr og síðar. Hæfileikarn- ir eru honum líklega í blóð bornir því afi Loga, Hallsteinn Hinriks- son, hefur löngum verið kallaður faðir handknattleiksins á Íslandi. Logi segist vera talsvert ólík- ur föður sínum en föður hans hafi til að mynda aldrei verið vel við sviðsljósið sem fylgir af- reksmönnum í íþróttum. „Öfugt við mig,“ segir Logi og brosir út í annað og bætir því síðan við að mörgum hafi þótt þeir líkir í skapi sem börn. „Þótt pabbi sé ein- hver mesti rólyndismaður sem ég þekki þá koma prakkaragen- in frá hans fjölskyldu,“ segir Logi og rifjar upp að eldri bræður hans tveir hafi líka verið duglegir við að hrekkja hann. „Og maður lærði af þeim ágætis brögð sem síðar var beitt á litlu systur,“ útskýrir Logi og skellir upp úr. Logi segist hins vegar aldrei hafa fundið fyrir neinni pressu á það að hann ætti að feta í fót- spor föður síns. „Sjálfur hætti ég í handbolta um tíma sem ungling- ur en fékk aldrei neinar spurning- ar frá honum af hverju og þannig var það með okkur öll systkinin. Við fengum að vera við sjálf og gera það sem okkur langaði til. Ég ber mikla virðingu fyrir for- eldrum mínum og mömmu ekki síður en pabba,“ bætir Logi við. „Heima var lítið um boð og bönn. Og ég held að það hafi verið það sem styrkti mann, því allt sem er bannað er svo spennandi. Maður fékk algjörlega að finna sjálfur sína eigin leið.“ Mörgum hefur þótt Logi líkjast föður sínum á velli og hann tekur að einhverju leyti undir það. „Við erum með svipaðar hreyfingar en pabbi var aðeins léttari þegar hann var upp á sitt besta, að minnsta kosti tíu kílóum. Hann kom með margt nýtt inn í handboltann eins og til að mynda þessi undirskot,“ segir Logi. En þótt pressan heimafyrir á að feta í fótspor föðursins hafi ekki verið mikil fann Logi fyrir henni út á við. Hann segir það hins vegar hafa kveikt í sér og þegar hann hafi verið búinn að ákveða að verða at- vinnumaður hafi ekki verið aftur snúið. „Ég fékk oft að heyra það að ég væri bara sonur Geirs og ekk- ert annað. En slík orð fengu mig bara til að leggja enn harðar að mér,“ útskýrir Logi sem tók jafn- vel upp á því að fara að æfa á nótt- unni og lyfta og hlaupa á aðfanga- dagskvöld. „Ég og Sverrir Garð- arsson, miðvörður í meistarflokki FH í knattspyrnu, tókum upp á því að keppa í spretthlaupi klukkan þrjú á nóttunni við tjörnina í Hafn- arfirði. Þetta þótti mjög sérstakt á þeim tíma og stundum kom fólk og horfði á okkur,“ segir Logi og ekki er laust við að hann sakni þessa tíma. „Manni vantar alltaf ein- hverja gulrót og maður þarf allt- af að hafa eitthvað að keppa að,“ segir Logi og lumar augljóslega á fleiri sögum af tilraunum sínum hvað æfingar varðar. Og ein sú frægasta sem gekk manna á milli í handboltaheiminum var sú að Logi gæti æft sig í svefni. „Já, þetta var smá aðferð sem ég prófaði. Ég fann hana í einhverri bók og tókst eiginlega að hlaupa í svefni. Þetta er eins og hver önnur hugarþjálfun og það er hægt að svitna með því einu að liggja bara uppi í rúmi og ímynda sér að maður sé að hlaupa. Ég gerði þetta stundum en sá svo seinna að þetta var ekki vinnunnar virði,“ segir Logi og hlær. „En það er eiginlega alveg sama hvað þú æfir mikið, ef þú hefur ekki trú á því sem þú ert að gera, bera æfing- arnar engan árangur. Ég tel sjálf- um mér alltaf trú um að allt sem ég geri sé rétt, það er besta leiðin.“ Logi hefur síður en svo verið allra. Margir hafa gagnrýnt hann bæði innan og utan vallar en leikmað- urinn tekur slíkt ekki nærri sér. „Sumir telja mig grobbhana og egóista, fólk er fljótt að dæma án þess að þekkja mann. Þeir sem til mín þekkja vita hins vegar hvern- ig ég er og ég reynist fólkinu mínu vel og þannig er bara lífið,“ segir Logi. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust, það hefur aldrei vant- að hjá mér og hefur fleytt mér talsvert áfram,“ bætir hann við. En leikmaðurinn hefur ekki síður vakið mikla athygli fyrir snyrtilegt útlit. Hárið skipar þar stóran sess en fyrir nokkrum árum var Logi rekinn út af fyrir að hrinda Vigni Svavarssyni í leik FH og Hauka eftir að hann rugl- aði í hárinu á honum. „Já, og við tókumst í hendur fyrir viku eða svo og ég þakkaði honum fyrir þetta. Ég lærði nefnilega helling af þessu. Annars held ég að þetta atvik hafi verið meira út af bæjar- rígnum milli FH og Hauka heldur en sjálfu hárinu.“ Logi kemst þó ekki hjá því að viðurkenna að hann hafi gert til- raunir með sitt eigið hárgel. „Ég er örugglega búinn að eyða fleiri hundruðum þúsunda í hárvör- ur um ævina. Og því ákváðum við, ég og kærastan mín, að búa til nokkrar dollur upp á grínið en þær reyndust ekki nógu vel. Gelið varð ekki eins þykkt og ég vil hafa það. Það verður að vera þannig að maður geti mótað hvern lokk ná- kvæmlega eins og maður vill. Það á að vera hægt að rigna á þetta,“ segir Logi og greinilegt að þetta er honum mikið hjartans mál. Hann vill hins vegar ekki meina að hann sé pjattrófa, hann hafi í það minnsta róast mikið í þeim málum síðustu tvö árin. „Ég er bara eins og mér líður vel með að vera og ef mér liði vel með eyrnalokk á enn- inu þá myndi ég fá mér einn slík- an,“ segir Logi og gjóir augun- um á næsta borð þar sem kærast- an, Vivian Ólafsdóttir, situr. Og hafi einhverjir haldið að uppá- tækjasemin hafi elst af Loga þá skjátlast þeim hinum sömu hrap- allega. Þegar talið berst að því hvernig þau Logi og Vivian kynnt- ust þá er ljóst að leikmaðurinn er jafn óútreiknanlegur utan vallar sem innan. „Við erum búin að vera saman í tvö ár. Ég sá hana álengd- ar niðri í bæ og hringdi í hana frá Þýskalandi. Hún vissi ekkert hver ég var og hafði náttúrulega aldrei séð mig,“ segir Logi og brosir. „Ég spurði bara hvort ég mætti ekki sækja hana einhvern daginn og hún sagði að ég mætti svo sem alveg prófa það. Svo var bróðir minn að gifta sig einhverju síðar og þá eygði ég gullið tækifæri og ákvað bara að gera þetta almenni- lega. Ég sá þarna brúðarbílinn skreyttan á hlaðinu og ákvað bara að fá hann lánaðan og náði í hana. Það hitti í mark og við höfum verið saman síðan þá. Núna erum við trúlofuð og búum saman í stóru húsi í Þýskalandi. Þær hefðu ekki allar mætt út á útidyratröppur.“ Logi veit sem er að líftími at- vinnumanns í handbolta er ekki langur og flestir leggja skóna á hilluna þegar þeir eru rétt skriðn- ir yfir þrítugsaldurinn. „Maður veit aldrei hvað gerist, leikmenn geta slasast illa og dottið út úr handboltanum,“ segir Logi sem er þegar farinn að leggja drög að framtíðinni og er í fjarnámi í við- skiptafræði við Háskólann á Bif- röst. „Ég hef virkilega gaman af því og ætla seinna meir að fara inn í viðskiptalífið,“ útskýrir hann. Og Logi er ekki bara með hug- ann við sig og sína. Árið 2005 bauð hann langveikum strák til sín og á heimasíðunni hans, logi-geirs- son.de geta gestir leitað ráða hjá honum um nánast allt milli him- ins og jarðar. „Oft í viku fæ ég bréf frá sama fólkinu sem vill bara spjalla og hafa gaman og þetta er bara ég og mér er alveg sama hvað allir segja. Fyrsta árið mitt var ég líka mikið einn úti og þá var oft dauður tími og þá setti ég upp síðuna og ég hugsaði með mér að ég gæti gert góða hluti og mér finnst gaman að hrærast í þessu,“ segir Logi. „Sumir segja að ég sé bara að setja upp ein- hverja grímu. En ég er að hjálpa mörgum krökkum með handbolt- ann sem eru að koma inn á síðuna mína. Ég gef mér tíma í að gefa þeim ráð enda mun ég gera það sama þegar ég fer út í viðskipt- in, skoða hvað þeir sem náðu ár- angri gerðu, og gera það, því ég vil alltaf ná toppárangri.“ Logi nýtur þess að leika með landsliðinu, segir það allt öðru- vísi tilfinningu heldur en að spila með félagsliðinu. „Það er ótrúlega innilegt að spila fyrir land og þjóð. Mér finnst gaman þegar þjóð- söngurinn er sunginn og þetta er draumurinn, að leika með lands- liðinu,“ útskýrir Logi sem kveðst ekki hafa neina sérstaka hjátrú, hann hafi uppgötvað að hún skil- aði akkúrat engu. „Hér áður fyrr var dagurinn kannski undirlagður af því að gera alltaf það sama. Svo einu sinni svaf ég yfir mig, átti minn besta leik og hjátrúin hvarf fyrir vikið,“ útskýrir Logi. Hann kann vel við sig í Þýska- landi enda hafa íbúar Lemgo tekið honum opnum örmum. Honum lyndir vel við Þjóðverja þótt að í byrjun hafi þetta ekki geng- ið alveg hikstalaust. „Það klikk- ar ekkert hjá þeim, allt eins og í draumi – hvort sem það er skól- inn eða gatnakerfið. Og ég fíla þetta, þó ég sé að vísu óreglan í reglunni,“ segir Logi og rifjar upp atvik þegar hann kunni ekki að flokka rusl. „Ég fór kannski bara með einn eða tvo poka á bens- ínstöðina í litla ruslið. Það var hringt í mig skömmu seinna og ég vinsamlegast beðinn um að ná í ruslið,“ segir Logi. Í kvöld ræðst það síðan hvort ís- lenska landsliðið nær að tryggja sér sæti á EM 2008 í Noregi þegar liðið etur kappi við Serbíu. „Ég er hrikalega spenntur fyrir leiknum. Þetta er úrslitaleikur. Fyrri hálf- leikur er búinn og þeir eru einu yfir en nú tekur seinni hálfleikur við. Við eigum mikið inni og þegar við þetta bætist troðfull Höllin á 17. júní þá hef ég engar áhyggjur af þessu. Við erum hrikalega gott lið og þurfum bara að vera rétt innstilltir á þetta.“ Ekki bara sonur Geirs Logi Geirsson viðurkennir að þykja það síður en svo leiðinlegt að gefa viðtöl. Það sé líklega í eðli hans en hann segist hafa jafn gaman af því að tala við fólk, gefa af sér og honum þyki að spila handbolta. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti metnaðarfulla sjarmatröllið sem hefur jafnvel lært að þjálfa sig í svefni. Það er ótrúlega innilegt að spila fyrir land og þjóð. Þetta er draumurinn,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.