Fréttablaðið - 17.06.2007, Side 16

Fréttablaðið - 17.06.2007, Side 16
B ókin var lengi í vinnslu en Þórdís safnaði efni í hana á sex ára tímabili auk þess sem hún skrifaði B.A. ritgerð sína í grafískri hönnunardeild Lista- háskóla Íslands um götulist. Hún er því afar fróð um þetta efni og þróun mála undanfarin ár. Þórdís segir að víðsýni fólks sé að aukast og skilningur á því að til séu marg- ar tegundir af graffiti og götulist. „Fólk er að átta sig á að ekki er allt hvimleitt og ljótt. Fleiri eru farnir að skilja á milli þess sem er veggjakrot, krass og eignaspjöll og þess sem er meira varið í. Skilningur hins almenna borgara er kannski sá að þegar fólk heyr- ir minnst á graffiti þá fær það óbragð í munninn. Maður skilur það vel því margt af því sem er í al- faraleið hér í miðbænum er krass eða „tagg“ sem er kannski ekkert æðislegt á að horfa en er engu að síður hluti af þessari menningu. Það er þar sem allir byrja - þeir sem „tagga“ hvað grimmast eru oftast þeir yngstu sem vilja verða frægir á einni nóttu.“ Þórdís útskýrir að graffiti-lista- fólk sé síst einsleitur hópur held- ur endurspegli það fjölbreytileika samfélagsins. „Fólk gerir þetta á afar misjöfnum forsendum, sumir vilja virkja í sér listamanninn en aðrir koma einhverjum skilaboð- um áleiðis. Í þessu ferli þegar ég vann að bókinni lærði ég margt og rak mig á ýmislegt; ég passa mig á dæma hvorki einn né neinn, mér finnst bara gaman að fylgj- ast með,“ segir hún og áréttar að hún sé alls ekki hvatamaður þess að allir skrifi á veggi né sérstak- ur talsmaður þessa hóps, hún sé áhugamanneskja um þessa menn- ingu og hafi einfaldlega ákveðið að verja ómældum hluta síns frí- tíma í að gera þessa bók. Hún segir ómögulegt að áætla hversu stór hópurinn sem stund- ar veggjakrot eða graffiti að staðaldri. „Ég hef kynnst ýmsum á þessari leið, yfirleitt er þetta ungt fólk undir þrítugu en svo hef ég líka verið að mynda verk eftir konu á fimmtugsaldri,“ segir Þórdís og bætir við að það sé afar forvitnilegt að sjá hvern- ig götulistin endurspeglar ólíka stétt og stöðu fólks og viðhorf til lífsins. Þórdís segir að margir þeir fær- ustu í bransanum sé skólagengnir. „Oft eru þeir beint eða óbeint með ákveðinn myndlistarbakgrunn, það leynir sér ekki að margir kunna ýmsa anatómíu, þrívíddar- tækni, skyggingu og hafa skilning á útfærslu myndverka.“ Þórdís útskýrir að meiri harka hafi færst í baráttu graffiti-lista- fólks á undanförnum tveimur árum. „Í gegnum árin var einn virkasti striginn fyrir götulist í nágrenni Austurbæjarskóla. Ég veit ekki á hvaða forsendum það var látið í friði en það var líkt og það væri þögult samþykki um að leyfa þeim verkum að vera og þróast og graffitið fékk að halda sér innan þess ramma. Á síðustu tveimur árum hefur yngsti hópur- inn aðeins farið yfir strikið og það var tekið hart á því - ég veit að það fór í taugarnar á þeim eldri sem hefðu kosið að halda í þessa veggi og fá að stunda sína listsköpun í sátt.“ Það gætir ákveðins tvískinnungs í umræðunni um götulist því marg- ir eru hrifnir af þeirri list sem gerð er með „leyfi“ húseigenda. Þórdís gantast með ummæli um að götulist sé ásættanleg og fal- leg ef hún er gerð á Menningar- nótt. Það er hins vegar vonlaust að ætla að skilja á milli þess sem er smart og þess sem aðrir telja óþrifnað á meðan deilt er um jafn flæðandi hugtök og „listina“. Einn- ig er afar misjafnt hversu lengi verk fá að vera í friði, hvort heldur fyrir hreinsunarbílum eða öðrum iðkendum enda er það eðli miðils- ins að vera forgengilegur. „Eins og sagt er er mjög erfitt að henda einum hatti yfir allan hóp- inn en ég held að það sé sameig- inleg ósk þeirra allra að fá löglegt svæði til að mála í friði,“ segir Þór- dís. „Hér eru listamenn á ferð sem þurfa útrás eins og hver annar. Gallerí götunnar er í opinberu rými og það vita allir að veggja- krot getur verið mjög hvimleitt og beinlínis pirrandi en ef borgaryf- irvöld myndu til dæmis kjósa að fara einhvern meðalveg og verja einum fimmtugasta af þeim pen- ingum sem þeir eyða í þetta stríð gegn veggjakroti í að útbúa lög- lega veggi yrði það án efa gagn- legt til að minnka spennuna sem er á milli húseigenda og götulista- fólksins.“ Þórdís telur mikilvægt að horfa á málið frá sem flestum hliðum. Sjálf hefur hún margoft lent í því að krassað hefur verið á húsið hennar. „Mér finnst það ekkert flott heldur,“ segir hún sannfær- andi, „ég hef alveg skilning á sjón- armiði borgaryfirvalda líka.“ Hins vegar hafa aðgerðir þeirra að undanförnu virkað eins og olía á eld. „Þetta er vítahringur. Þeir eru bara að búa til hvítt ferskt svæði fyrir þann næsta.“ Þórdís nefnir að hún sé oft spurð af erlendum ferðamönnum hvar hinn íslenski „wall of fame“ sé því víða erlendis séu til ákveð- in svæði innan borgarinnar þar sem sjá má rjómann af götu- list hverrar borgar í nokkurs konar lifandi gallerí. Ég myndi beina því til borgaryfirvalda að íhuga að koma upp slíku svæði hér. Þetta krot og krass hverfur aldrei en það er spurning hvort ekki sé hægt að beina þessu í annan farveg.“ Þórdís áréttar að lokum að eng- inn vinni í stríði en hins vegar megi virkja hinn jákvæða sköp- unarkraft sem götulistamenn hafa fram að færa. Það eru skiptar skoðanir um skreytiþörf þeirra sem í vaxandi mæli setja mark sitt á umhverfi borgarinnar. Sumir tala um götulist og graffiti aðrir um skemmdarverk og veggjakrot. Kristrún Heiða Hauksdóttir kynnti sér ýmsar hliðar þessa deilumáls um gallerí götunnar. Þ að getur verið býsna fróðlegt að fylgjast með veggjum borg- arinnar. Í miðbæn- um eru ófá skilaboð um að Reykjavík sé langt því frá „lítil og saklaus borg“ lengur. Líkt og úti í heiminum stóra má þar sjá misfagrar áletr- anir og myndverk af öllum toga á útveggjum og skiltum sem sumir álíta sjálfsagðan striga fyrir sköp- un sína. Borgaryfirvöld hafa stað- ið í ströngu við hreinsunarstarf enda var skorin upp herör gegn allra handa óþrifnaði í borginni fyrir ekki margt löngu. Hreins- unarkostnaður borgarinnar af völdum veggjakrots hleypur á tugum milljóna og ófáir verslun- ar- og húseigendur í miðbænum hafa einnig kvartað undan fjár- útlátum vegna hreinsunar á end- urteknu kroti. Á dögunum sam- þykkti Borgarráð fjárveitingu upp á þrjátíu milljónir króna til aukinnar hreinsunar í borginni sem meðal annars verða notað- ar til þess að þrífa eða mála yfir veggjakrot enda samræmist slíkt ekki núverandi stefnu borgar- yfirvalda um fjölskylduvæna og hreina Reykjavík. En hvað er veggjakrot og hvað er götulist? Líkt og oft áður er það smekksatriði hvaða hattur er hengdur á viðkomandi verk og ljóst að afar skiptar skoðanir eru um margt það sem listamenn göt- unnar skilja eftir sig. Það sem plagar flesta er svokallað „tagg“, stílfærðar undirskriftir einstakl- inga eða hópa sem eiga rót sína í gengjamenningar og átaka slíkra hópa um yfirráðasvæði. Almennir borgarar hafa litlar forsendur til þess að skilja slík stríð enda eru gengi ekki áberandi í hversdags- menningu hér á landi. Að undanförnu hefur meiri harka færst í þennan óform- lega slag en umfjöllun um graff- iti eða veggjakrot hérlendis er undantekningarlítið neikvæð. Hins vegar bendir margt til þess að skilningur almennings á þessu misþokkaða menningarfyrirbrigði sé að breytast og fleiri geri sér nú grein fyrir því að það býr fleira undir en adrenalínþörf eða at- hyglissýki unglingsstráka. Þannig færist það í vöxt að verslunareig- endur sækist eftir því að götu- listamenn skreyti hús þeirra eða veggi. Myndheimur götulistarinn- ar er farinn að teygja sig víðar, til dæmis er oft vísað til hans í aug- lýsingum. Virtar stofnanir list- heimsins eru farnar að sýna götu- listamönnum áhuga, hinn breski Bansky selur grimmt hjá galleríi- um vestan hafs og hinn bandaríski Dash Snow er einnig hátt skrifað- ur en hann hóf sinn feril með úða- brúsa í annarri. Krot eða skilaboð til heimsins? Ég held að það sé sameiginleg ósk þeirra allra að fá löglegt svæði til að mála í friði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.