Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 22
800 7000 - siminn.is Umsóknarfrestur er til 30. júní. Gildi Símans eru fimm: traust, heilindi, lipurð, einfaldleiki og eldmóður. Starfsmenn Símans hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllum störfum sínum. Viðkomandi koma til með að vinna sem hluti af öflugu teymi sérfræðinga hjá einu af framsæknustu fyrirtækjum landsins. Almennar hæfniskröfur til umsækjenda eru sjálfstæð vinnubrögð, metnaður og hæfni til mannlegra samskipta. Upplýsingar í síma 550 6470 frá kl. 14.00-16.00 alla virka daga. Í umsókn skal koma fram lýsing á náms- og starfsferli sem og nöfn og símanúmer meðmælenda. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Umsóknir skulu berast á rafrænu formi í gegnum heimasíðu Símans, www.siminn.is Configuration manager Starfið felst einkum í útgáfustjórnun nýsköpunarverkefna og umsjón með viðkomandi hjálpartólum (version control, build management, issue tracking). Starfið hentar vel einstaklingum með tæknilegan bakgrunn sem vilja spreyta sig á öðru en forritun. Hæfniskröfur Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf, gjarnan í tölvunar-, verk- eða kerfisfræði. Reynsla af útgáfustjórnun og skeljaforritun (shell, perl) er kostur. Hugbúnaðarprófari Starfið felst í undirbúningi og framkvæmd prófana á hugbúnaði í þróun eða rekstri hjá Símanum. Hæfniskröfur Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf, gjarnan í tölvunar- eða kerfisfræði. Reynsla af notkun prófunartóla og aðferðum gæðastjórnunar er kostur. Hugbúnaðarsérfræðingar Viðkomandi starfsmenn koma til með að vinna í fjölbreyttum hópum þar sem styrkleikar þeirra verða nýttir. Styrkleikar sem leitað er að eru einn eða fleiri af eftirfarandi: Þekking á J2EE, Java Servlets og JSP auk þess sem þekking á gagnagrunnsforritun er kostur. Reynsla af samþættingu kerfa, t.d. með notkun Tibco eða WebMethods. Reynsla af C, C++ og SQL fyrirspurnum. Þekking á Unix og Linux æskileg auk þess sem þekking á Perl- og skeljaforritun er kostur. Hæfniskröfur Háskólapróf í tölvunar-, verk- eða kerfisfræði. E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 3 5 6 Starfsmenn Upplýsingatækni Símans eru þátttakendur í fjölmörgum spennandi nýsköpunarverkefnum, s.s. fyrir þriðju kynslóðar farsíma (3G), Sjónvarp Símans og ýmsar farsímalausnir. Nú er verið að innleiða breyttar aðferðir í hugbúnaðarþróun sem byggja á Agile hugmyndafræðinni (svo sem Scrum) og munu allir starfsmenn taka þátt þeirri þróun. Upplýsingatækni Símans rekur öfluga stefnu í endurmenntun og býður upp á sveigjanleika í vinnutíma. tími framundan Spennandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.