Fréttablaðið - 17.06.2007, Side 23

Fréttablaðið - 17.06.2007, Side 23
ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI N NI R AP A KS AF O TS A G NIS Ý L G U A Viðskiptastjórar Starfssvið viðkomandi er ráðgjöf og sala á fjármálatengdri tækniþjónustu á sviði rafrænna viðskipta. Viðkomandi þarf að búa yfi r miklu sjálfstæði í vinnubrögðum, vera árangursdrifi nn og skipulagður í vinnu, eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar og hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að vinna í hóp og starfa eftir skipulögðu kerfi . Reynsla af sölu og þekking á þörfum fyrirtækja í fjármálavinnslu er mikill kostur, sérstaklega á sviði reikningaútgáfu, bókhalds og innheimtu. Góður skilningur á upplýsingatækni er skilyrði sem og góð enskukunnátta. Háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða tækni er mikill kostur. Skrifstofuumsjón Starfssvið viðkomandi eru umsjón með skrifstofu, almenn skrif- stofustörf og símsvörun. Einnig mun viðkomandi veita stuðning við sölustarf og vinna verkefni tengd bókhaldi. Almenn tölvufærni og góð kunnátta í mæltri og ritaðri ensku eru skilyrði. Að öðru leyti er horft til menntunar og starfsreynslu. Notendaþjónusta Óskað er eftir starfsmönnum til að annast samskipti og þjónustu við viðskiptavini. Viðkomandi þurfa að hafa góða færni í almennum notendaforritum. Undirstöðuþekking í viðskiptaforritum, svo sem töfl ureiknum og bókhaldi er æskileg. Skilningur á virkni stórra tölvukerfa er mikilvægur. Samskiptahæfi leiki og þjónustulund er nauðsynleg og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af því tagi. Kerfi sfræðingar Leitum eftir kerfi sfræðing eða tölvunarfræðing til að annast rekstur og uppsetningu á stóru samskiptakerfi . Kunnátta í kerfi shönnun, sérstaklega viðskiptakerfum og netsamskiptum er nauðsynleg. Vefhönnun eða umsjón með vefhönnun er hluti af starfi nu. Þekking og reynsla í kerfi sþróun og vinnuferlum á sviði fjárhagskerfa fyrir- tækja er mikilvæg. Reynsla í WebMethods eru afgerandi meðmæli. Þekking á rafrænum gagnasamskiptum er æskileg. Umsjón með starfi nu hafa Ragnheiður Dagsdóttir og Tómas Oddur Hrafnsson hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfi ð á heimasíðu Capacent Ráðninga; www.capacent.is Span ehf. er fyrirtæki sem sérhæfi r sig í rafrænum viðskiptum milli fyrirtækja. Fyrirtækið er að hefja markaðssókn með nýjar lausnir á sviði rafrænna viðskipta í samstarfi við sterka og áhugaverða aðila. Með árangri og stækkun fyrirtækisins opnast miklir möguleikar fyrir framsækna og metnaðarfulla einstaklinga. Span ehf. óskar því eftir að ráða starfsfólk í eftirfarandi störf: Span var stofnað árið 2000 og sérhæfi r sig í rafrænum viðskiptum milli fyrirtækja. Span rekur rafræna viðskiptamiðstöð sem tengir fyrirtæki saman og gerir þeim kleift að skiptast á rafrænum viðskiptaskjölum milli tölvukerfa á sjálfvirkan og öruggan hátt. Stjórnendur Spans hafa verið leiðandi í mótun og innleiðingu rafrænna viðskipta á Íslandi um árabil.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.