Fréttablaðið - 17.06.2007, Page 27

Fréttablaðið - 17.06.2007, Page 27
Sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum á Austurlandi Starf sérfræðings í fyrirtækjaviðskiptum við útibú Landsbankans á Austurlandi, með aðsetur á Egilsstöðum, er laust til umsóknar. Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefst til að afla sér góðrar þekkingar á íslensku atvinnulífi og starfa í skemmtilegu og krefjandi umhverfi. Helstu verkefni: • Samskipti við fyrirtæki í viðskiptum við útibú bankans á Austurlandi • Úrvinnsla gagna, svo sem ársreikninga, stöðu trygginga, áhættumats rekstraraðila og mat lánsumsókna • Skýrslugerð og ýmis undirbúningsvinna lánsumsókna fyrir útibússtjóra og/eða lánanefnd • Eftirlit með stöðu útlána Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í viðskiptafræði eða sambærileg menntun • Frumkvæði og skipulagshæfileikar • Góð þekking á atvinnurekstri og efnahagslífi • Færni í samskiptum og þægilegt viðmót Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Í anda sóknar og útrásar hefur Landsbankinn byggt upp 23 starfsstöðvar erlendis, í 14 löndum víðsvegar um heiminn. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 81 08 0 6/ 07 Umsóknir fyllist út á www.landsbanki.is og skilist ásamt fylgigögnum fyrir 29. júní 2007. Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Jónsdóttir í síma 410 7902 og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri, í síma 410 8555 / 820 6816. Spennandi starf í boði! í hópinn Við bjóðum þig velkominn Óskum eftir að ráða kjötstjóra í verslun Nóatúns í Rofabæ. Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi starf í góðum hópi starfsmanna. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum og er reynsla af stjórnun kostur. Vinnutími er 8-19 virka daga og önnur hver helgi. Viðkomandi þarf að hefja störf eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Sækið um á vefnum www.noatun.is eða sendið í pósti á Kaupás hf. Bíldshöfða 20, 10 Reykjavík, b.t. rekstrarstjóri Nóatúns. Kjötstjóri 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.