Fréttablaðið - 17.06.2007, Page 28

Fréttablaðið - 17.06.2007, Page 28
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Sölustjóri Starfs- og ábyrgðasvið: Veisluþjónusta » Ráðningarþjónusta HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is og eru áhugasamir beðnir um að sækja um starfið þar. Leitum að sölustjóra fyrir leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og hönnun forsteyptra húsa á Íslandi. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu á íslenskum markaði, ásamt reynslu af störfum við sölu- og markaðssetningu. Sölustjóri sér um að skipuleggja og stýra sölumálum fyrirtækisins með það að leiðarljósi að ná sem bestum árangri hvað varðar nýtingu á framleiðslugetu og samsetningu á framleiðsluvörum þess á hverjum tíma. · Sölumál fyrirtækisins · Samskipti við viðskiptavini og efling viðskiptatengsla · Öflun nýrra viðskiptavina · Gagnakerfi sem tengjast sölumálum fyrirtækisins · Áætlana og skýrslugerð er tengist sölumálum fyrirtækisins · Tryggja flæði upplýsinga til framkvæmdastjóra · Frumkvæði í uppbyggingu og þróun sölustarfs · Aðkoma að markaðs og ímyndarmálum Menntunar og hæfniskröfur: · Menntun á sviði viðskipta/markaðsfræði æskileg · Menntun á byggingasviði s.s. húsasmíði, byggingafræði, tæknifræði eða verkfræði kostur · Haldbær reynsla á sviði sölustarfa · Reynsla úr byggingariðnaði kostur · Tungumálakunnátta; enska og eitt norðurlandatungumál · Góð tölvukunnátta og reynsla í notkun Excel og Word · Stjórnunarhæfileikar og áhugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum · Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum Við viljum fjölga í hópnum og er því laus ný staða innkaupastjóra hjá Kaupási hf. Við leitum að metnaðarfullum og árangursdrifnum einstaklingi til að taka að sér starf innkaupastjóra fyrir verslanir Kaupáss. Innkaupastjóri starfar innan innkaupasviðs og ber ábyrgð á árangri tiltekinna vöruflokka. Innkaupastjóri starfar náið með rekstrar- og verslunarstjórum hverrar keðju, sölustjóra og markaðsstjóra. Starfssvið: - Mótun vöruvals innan tiltekinna vöruflokka fyrir hverja keðju - Samningagerð við framleiðendur og heildsala - Skipulagning söluátaka og markaðsaðgerða - Fylgjast með þróun markaða bæði innanlands og erlendis og nýta áhugaverða þróun til að aðlaga þjónustu og vöruval eftir því sem við á Hæfniskröfur: - Reynsla af matvörumarkaðnum, í verslun eða í þjónustu við verslanir - Góð tungumálakunnátta - Mjög góð tölvukunnátta - Menntun á háskólastigi - Samskiptalipurð og -hæfni Kaupás hf. er eitt af leiðandi smásölufyrirtækjum á Íslandi og rekur 35 matvöruverslanir um allt land undir merkjum Nóatúns, Krónunnar, 11-11 og Kjarvals. Kaupás hf. tilheyrir Norvikur samstæðunni en dótturfyrirtæki Norvikur eru nú 17 talsins, þeirra á meðal eru BYKO, ELKO, Húsgagnahöllin, Intersport, AXENT, Smáragarður og EXPO. Starfsfólk Norvikur samstæðunnar er um 3.000. Umsóknir og fyrirspurnir óskast sendar til starfsmannastjóra á póstfangið gudridur@kaupas.is eða í pósti á Kaupás hf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavaík, bt. Starfsmannastjóra fyrir 21. júní nk. I N N K A U P A S T J Ó R I Fyrsta starf Guðjóns Þorsteins var að dæla bensíni. Starfið fékk hann er hann var níu ára með það að mark- miði að safna sér fyrir BMX hjóli. Guðjón Þorsteinn Pálm- arsson, leikari og leik- stjóri, byrjaði snemma að vinna en níu ára byrjaði hann að dæla bensíni. „Mitt fyrsta starfsheiti var bensínkall,“ segir Guðjón. „Þetta var á Skeiðunum fyrir austan fjall í sjoppu sem hét Gósen.“ Vinnuna fékk Guðjón ekki fyrir tilstuðla neinn- ar greiðasemi heldur sótti hann um hana sjálfur. Hann var að safna sér fyrir BMX hjóli og þarna sá hann sóknarfæri sem hann nýtti. „Í mínum augum var bensíndæling- in ekki vinna heldur skemmtun,“ segir Guð- jón. „Þetta var bara gaman og maður fékk pening.“ Guðjón segist ekki muna hversu mikið hann vann, hvort það hafi verið fullur vinnudagur eða sex tímar en hann er nokkuð viss að fyrsta sumarið hafi hann og félagi hans skipst á vinnudögum. „Þetta var alvöru vinna og maður var hörku dug- legur,“ segir Guðjón. „Ég var í vinnunni á tíu ára afmælisdeginum mínum og ég náði held ég að safna mér fyrir hjólinu. Alla veganna man ég eftir að hafa orðið ógeðslega góður á BMX hjóli stuttu síðar.“ Bensíndælingardögum Guðjóns lauk er hann flutti á mölina og þar með lauk frelsisdögum sveit- arinnar. „Maður gekk eig- inlega sjálfala um í sveit- inni og var alltaf eitthvað að bralla yfir daginn,“ segir Guðjón. „Mamma og pabbi áttu svona lúður sem maður setur á hjól og kreistir gúmmíkúlu á end- anum til að fá hljóð og hann notuðu þau til að kalla á mig í mat. Maður var yfirleitt ekki svo langt í burtu að maður heyrði ekki og þá kom maður í mat, borðaði og fór svo beint út aftur.“ Í vinnunni á tíu ára afmælinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.