Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 63

Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 63
„Við höfum verið að bíða eftir iðn- aðarmönnum í nokkurn tíma en þarna fengum við 20 menn sem allir eru þaulvanir. Það munar um minna,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahússins, en í fyrradag fengu menn þar á bæ góða hjálp við hin ýmsu iðnaðar- störf frá bandarískum og þýskum viðhaldsmönnum. Viðhaldsmenn- irnir eru hluti af áhöfn varðskipa sem nú liggja við Reykjavíkurhöfn og vildu þeir endilega láta gott af sér leiða á meðan þeir væru í heim- sókn á Íslandi. „Þeir vilja gefa eitthvað af sér á þeim stöðum sem þeim koma við á og báðu okkur í sendiráðinu að hjálpa sér í því sambandi. Við vissum að Alþjóðahúsið væri að gera upp kjallarann hjá sér og þeir vildu endilega hjálpa,“ sagði Krist- inn Gilsdorf, menningarfulltrúi hjá bandaríska sendiráðinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem áhöfn frá varðskipum lætur gott af sér leiða því í fyrra fóru menn af bandarísku varðskipi í heim- sókn til Barnaspítala Hringsins og fóru í ýmiskonar leiki með börnun- um. „Fyrir þeim er þetta hápunkt- ur ferðarinnar, að hjálpa til í lönd- unum sem þeir heimsækja,“ sagði Kristinn. Að sögn Einars stóðu viðhalds- mennirnir sig frábærlega í gær og sinntu hinum ýmsu störfum. Meðal annars settu þeir saman hillusam- stæður, máluðu, spösluðu, grunn- uðu og þrifu. „Þetta var alveg ómet- anleg hjálp og sparaði okkur hundr- uð þúsunda króna,“ sagði Einar. Alþjóðahúsið fékk hjálp úr óvæntri átt 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í M‡rdal 5 Nesjaskóli • 6 Neskaupsta›ur • 7 Egilssta›ir • 8 Ei›ar • 9 Stórutjarnir 10 Akureyri • 11 Laugarbakki • 12 Ísafjör›ur • 13 Laugar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.