Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 17.06.2007, Qupperneq 64
MasterCard korthafar fá miðann á þessa skemmtilegu fjölskyldumynd á aðeins 600 kr. meðan myndin er sýnd, greiði þeir með kortinu. Myndin er sýnd í Laugarásbíói og Smárabíói. Meira á www.kreditkort.is/klubbar 600 kall meðan myndin er í sýningum! Komin í bíó! Komin í bíó! „Mér líður mjög vel, þetta var ótrúlegt. Við höfðum reyndar allan tímann trú á því að við gætum unnið þetta lið,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands eftir sigurinn gegn Frökkum í gær. „Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og við vildum og við náðum að spila agaðan og skipulagðan varn- arleik. Við vissum að við myndum fá okkar færi og þrátt fyrir að þau væru ekki mörg nýttum við eitt og það dugði,“ sagði Ásthildur, en hún og Margrét Lára náðu vel saman í framlínunni. „Við náum mjög vel saman og náðum þó að skapa nokkur færi, það getur verið nóg. Með svona góðum varnarleik þá erum við með hættulegt lið. Ég held að þetta séu ein bestu úrslit sem kvennalands- liðið hefur náð en þetta var mjög erfiður leikur. Við hlupum mjög mikið og lentum í smá eltingaleik, sérstaklega í seinni hálfleik. Við náðum að koma okkur aðeins betur inn í leikinn og skora en nú er mik- ilvægt að koma okkur niður á jörð- ina og taka Serbana,“ sagði Ást- hildur. Þetta var ótrúlegt Íslenska kvennalandslið- ið náði í gær einum bestu úrslit- um í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleika- lista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressað- ar í upphafi leiks og voru full fljót- ar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í mark- inu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Mar- grét Lára Viðarsdóttir og Ásthild- ur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að at- hafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpun- um sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sann- arlega uppi heiðri A-landsliða Ís- lands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sig- urðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu vann frækinn sigur gegn einni bestu þjóð heims í undankeppni EM í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið. Greta Mjöll Samúelsdótt- ir var brosmild eftir sigurinn gegn Frakklandi í gær. „Ég er í nettu sjokki, þetta er eitt besta afrek sem Ísland hefur unnið og ég held að við séum að skrá okkur í sögu- bækurnar,“ sagði Greta Mjöll. „Við spiluðum rosalega rétt gegn þessum stelpum. Þær sóttu á okkur eins og við vildum að þær gerðu á meðan við fengum nokkr- ar góðar skyndisóknir. Þetta var erfitt, þær spiluðu mikið upp kant- ana og við kantmennirnir hlupum mjög mikið. Við erum eiginlega allar búnar en þegar allt liðið legg- ur sig svona fram er ekki skrýtið að við náum hagstæðum úrslit- um,“ sagði Blikastúlkan sem er bjartsýn á framhaldið. „Þetta gefur okkur kraft fyrir framhaldið. Þetta var stórt skref í rétta átt, þriðja skrefið kemur svo á fimmtudaginn og við tökum þetta bara leik fyrir leik,“ sagði Greta. Margrét Lára Viðarsdóttir á heiðurinn að íslenska markinu, hvort sem það er skráð á hana eða ekki. „Ég vona að ég eigi þetta mark en mestu máli skiptir að þetta var gríðarlega flottur sigur hjá okkur. Það er erfitt að ná sér niður eftir svona leik en við verð- um að gera það,“ sagði Margrét Lára. „Það gekk nánast allt upp. Þær fengu nokkur færi en við erum með frábæran markmann sem tekur alla þessa bolta. Við hefðum getað nýtt okkar færi betur en 1-0 er alveg nóg,“ sagði markaskorar- inn Margrét Lára. Erum að skrá okkur í sögubækurnar Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.