Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 65
 „Eiður hefur ekkert kvót- að eitt eða neitt. Ég efast stórlega um að hann hafi sagt þetta,“ sagði Arnór Guðjohnsen um meint um- mæli Eiðs Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í gær. Fréttir frá slúðurmiðlum þar í landi höfðu eftir Eiði að Manchest- er United væri klúbbur sem hann hefði áhuga á að ganga til liðs við ef hann færi frá Barcelona. „Hann er bara að einbeita sér að stöðu sinni hjá Barcelona þangað til annað kemur í ljós. Enskir fjöl- miðlar hringdu í mig í gær [föstu- dag] og sögðu að hann hefði sagt eitthvað sem var ekki rétt. Ég er nánast öruggur að þetta sé ekki eftir hann,“ sagði Arnór. Umboðsmaður Eiðs segir jafn- framt að Barcelona sé fyrir löngu búið að gefa út að mál leikmanna verði skoðuð eftir að deildakeppn- inni lýkur. „Það er alveg ljóst að það fer mikið af stað eftir þenn- an síðasta leik um helgina. Það er hans fyrsti valkostur að vera áfram hjá Barcelona en þessi knattspyrnuheimur er óútreikn- anlegur. Hvernig Barcelona sér tímabilið á eftir að koma í ljós,“ sagði Arnór. Hann sagði jafnframt að United hafi séð mjög eftir því að hafa ekki keypt Eið frá Bolton á sínum tíma en félagið skoðaði það mál mjög vel. En er 100 prósent að Eiður verði áfram hjá Barcelona? „Málin standa þannig að hann er á samn- ingi og vill vera hér áfram. Hvað tíminn leiðir í ljós veit enginn. Barcelona hefur ekki talað við neinn um framtíðina, hvorki mig né Eið, og gera ekki strax,“ sagði Arnór. Ef hann myndi fara frá Barce- lona, er England þá hans fyrsti val- kostur? „Eigum við ekki að segja að England sé það sem hann þekk- ir mjög vel til og auðvitað kallar það á menn. En eins og staðan er í dag er hann ekki með hugann við neitt annað en þar sem hann er,“ sagði Arnór. Eiður verður ekki með Barce- lona í kvöld vegna meiðsla. Eiður hefur ekkert sagt um United Real Madrid og Bar- celona eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í La Liga á Spáni í kvöld. Vinni Real leikinn gegn Mallorca tryggja þeir sér titil- inn þar sem það hefur betri inn- byrðisviðureignir gegn Barcelona sem mætir botnliði Gimnastic. Ef bæði lið tapa getur Sevilla tryggt sér titilinn. „Við verðum að spila með hjart- anu og vona það besta,“ sagði Frank Rijkaard, stjóri Barcelona. Fabio Capello, kollegi hans hjá Real er sigurviss. Ég er viss um að við náum að klára okkar leik og tryggja okkur titilinn.“ Real meistari vinni það í kvöld Atvinnukylfingurinn Birg- ir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á Saint-Omer mótinu í Frakklandi í gær á einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á þrem- ur yfir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag. Birgir er í 32-40 sæti. Þremur yfir pari í Frakklandi Rúrik Gíslason býst við því að sænska félagið Djurgår- den bjóði honum samning. Rúrik hefur verið á æfingum undir stjórn Sigurðar Jónssonar alla vikuna og lýst vel á félgið. „Þetta er flott umgjörð og allt í kringum klúbbinn er mjög virðu- legt. Mér hefur gengið vel og ég býst við að mér verði boð- inn samningur. Ég vil fara að fá að spila í hverri viku en hvort ég sem við Djurgården verður að koma í ljós. Það eru enn mörg önnur félög sem vilja fá mig,“ sagði Rúrik við Fréttablaðið í gær. Spenntur fyrir Djurgården Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Slóvakía tryggðu sér í gær sæti á EM í Noregi. Pól- verjar unnu Holland 41-27 og 72- 47 samtals, Tékkar unnu Letta með 33 mörkum gegn 26, sam- tals 64-56. Þá unnu Ungverjar Lit- háa 31-30 og 59-53 samtals og loks burstuðu Slóvakar Úkraínu 35-19, 63-48 samtals. Fjórar þjóðir áfram á EM Stefán Gíslason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Lyn sem rótburstaði Brann 6-0 í gær. Brann situr á toppi deild- arinnar en Lyn er komið upp í fimmta sæti. Stefán skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum en Indriði Sigurðsson lék einnig allan leik- inn fyrir Lyn. Kristján Örn Sig- urðsson var í liði Brann og Ólaf- ur Örn Bjarnason kom inn á fyrir Ármann Smára Björnsson á 39. mínútu. Stefán setti þrjú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.