Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Gullsmiðurinn Dóra Jónsdótt- ir hefur undanfarin ár séð um að klæða íslensku fjallkonuna í þjóð- búninginn fyrir ræðu hennar á Austurvelli á 17. júní. Að sögn Dóru taka klæðaskiptin um hálftíma. „Það geta flestir kom- ist í búninginn hjálparlaust en það setur enginn upp höfuðbúnaðinn nema að hafa aðstoð til þess því það er erfitt að gera það. Það þarf að festa hann á höfuðið og aftur fyrir og það er óheppilegt ef menn ætla að gera það sjálfir,“ segir Dóra. „Þessar stúlkur sem hafa verið fjallkonur þekkja oftast ekki þjóð- búningana og vita ekki hvað þeir heita.“ Þjóðbúningurinn nefnist skaut- búningur og dregur nafn sitt af faldinum sem heitir skautfaldur. Er hann geymdur í Árbæjarsafni og er í eigu Reykjavíkurborgar. Eftir að fjallkonan hefur lokið ræðu sinni tekur Dóra aftur til starfa. „Það þarf að hjálpa henni að komast úr búningnum aftur. Hún fer í Alþingisgarðinn þar sem tekn- ar eru myndir af henni ásamt þjóð- hátíðarnefnd. Síðan hjálpa ég henni við að fara úr búningnum og set síðan búninginn upp í Árbæjarsafn. Þar er valin fjallkona safnsins og fólk getur fengið að fylgjast með því hvernig þetta er gert,“ segir hún. Benóný Ægisson, verkefnisstjóri 17. júní, vill ekkert gefa upp um hver fjallkonan verður enda hefur það verið eitt best geymda leynd- armál borgarinnar í gegnum árin. Sjálfur hefur Benóný verið í hlut- verki „fjallkarlsins“ undanfarn- ar vikur. „Þetta er mjög virðulegt embætti. Ég held að þetta sé þriðja skiptið mitt og mitt hlutverk er að velja fjallkonuna og ljóðið sem hún flytur og styðja á alla lund,“ segir Benóný. Dóra er aðstoðarkona fjallkonunnar Stoltur af að hafa skákað Nylon „Þegar þú ert búinn að reyna allar eðlilegar og heiðarlegar aðferð- ir og vilt ekki nýta þér þjónustu handrukkara þá reynir þú að finna upp á einhverju nýju til að fá laun- in greidd,“ segir Erpur Eyvindar- son, einn forsprakka XXX Rott- weiler. Hljómsveitin hefur sett upp heimasíðuna oskaraxelskuldarpen- ing.blogspot.com í þeim tilgangi að fá greitt fyrir tónleikahald hjá útvarpsstöðinni Flass.net sem at- hafnamaðurinn Óskar Axel Óskars- son samdi um. „Við erum með allt okkar á hreinu gagnvart íslenskum lögum og um leið og hann talar við okkur og reynir að ná sáttum tökum við síðuna niður,“ bætir Erpur við og segir það út úr myndinni að síðunni verði beitt til einhvers persónulegs níðs. „Það hefði alveg eins komið til greina að endurhljóðblanda lagið okkar Þú skuldar en við viljum ekk- ert slíkt. Við viljum bara fá borgað,“ segir Erpur. Fram kemur á síðunni að yfir 200 dagar séu liðnir frá því að greiðslan átti að berast. Tónlist- armaðurinn segir það heldur súrt í broti að þurfa að beita þessari að- ferð en segir enga aðra möguleika í stöðunni. „Við erum ekki með neitt verkalýðsfélag sem gengur erinda okkar í þessum málum,“ útskýrir Erpur. Hann segir engrar óánægju hafa gætt með tónleikahald þeirra, allir hafi verið ánægðir með þeirra framkomu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um svona. Það er búið að greiða þeim nokkur hundruð þús- und krónur. Bæði það sem Erpur hefur tekið í reiðufé og það sem hefur verið greitt inn á reikning hans,“ segir Óskar Axel sem var allt annað en sáttur við heimasíðuna og taldi að þarna væri verið að sverta mannorð sitt. „Hluti af þessum launum fólst í greiðslu fyrir heima- síðugerð og ef þeir hafa ekki fengið greitt fyrir hana þá verður það bara borgað en það eru bara einhverjir smáaurar,“ heldur Óskar áfram. „Þeim hafa hins vegar verið greidd hundruð þúsunda og þá hefur mest allt farið inn á reikning Erps. Og ég hef kvitt- anir og sannanir fyrir því,“ bætir Óskar við. Framkvæmdastjóri Flass.net, Ómar Vilhelmsson, stað- festi frásögn Óskars Axels en við- urkenndi að það ætti eftir greiða þeim fyrir meinta heimasíðugerð. Sú upphæð væri hins vegar aðeins brot af heildargreiðslum. Óskar Axel segist hafa verið góðu sambandi við Erp þar til þeir stóðu fyrir smá viðburði á Gauki á Stöng. En þá seg- ist Óskar hafa fengið smá- skilaboð á farsíma sinn þar sem honum var hótað líkamsmeiðingum ef greiðsla bærist ekki strax dag- inn eftir. „Ég hef engan áhuga á að láta hóta mér svona,“ sagði Óskar og bætti því við að ef hljómsveitin teldi brotið á sér ætti hún að leita réttar síns fyrir dómstólum. Erpur vissi vel af þessum greiðsl- um en segir upphæðirnar vera minni en helming af heildarupp- hæðinni. Hann vísar á bug öllum hótunum um líkamsmeiðingar. „Ég sendi honum vissulega sms en þá hafði ég í huga Intrum sem ég hafði haft samband við skömmu áður,“ segir Erpur sem kannaðist lítið við heimasíðugerðina. „Við erum al- gjörlega alsaklausir.“ „Ég er ekki hugur minn. Það er lærdómur vikunnar. Annars er mér líka minnisstæð setning úr Yfirvofandi, nýja verkingu hans Sigtryggs Magnasonar. Hún er svona: það sem ekki drepur þig styrkir þig, en það sem ekki styrkir þig drepur þig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.