Fréttablaðið - 25.06.2007, Síða 2
Einkadans verður bann-
aður með öllu og nektardans
aðeins leyfilegur að fenginni und-
anþágu frá og með 1. júlí.
„Þessar nektarbúllur eru gróðr-
astía mansals, vændis og kláms og
þessi lög eru atlaga gegn því,“
segir Atli Gíslason, þingmaður
Vinstri grænna.
Ný lög, sem meðal annars fjalla
um nektardansstaði, voru sam-
þykkt frá Alþingi í mars. Flutn-
ingsmaður frumvarpsins var
þáverandi samgönguráðherra,
Sturla Böðvarsson.
„Meginreglan
er sú að allir
staðir sem gera
út á klám og
annað slíkt eru
bannaðir, nekt-
arstaðir og súlu-
staðir,“ segir
Atli. „Það er
nýmæli og geng-
ur yfir alla.“
Í lögunum
segir að óheimilt
sé að bjóða upp á
nektarsýningar
eða gera með
öðrum hætti út á
nekt starfs-
manna eða
gesta.
Hins vegar
megi veita
rekstrarleyfi að
fengnum umsögnum frá sveitar-
stjórn, heilbrigðisnefnd, slökkvi-
liði, vinnueftirliti, byggingarfull-
trúa og lögreglu.
„Þetta er bara eins og alltaf
hefur verið, maður hefur þurft að
fá leyfi frá öllum aðilum,“ segir
Ásgeir Davíðsson, eigandi Gold-
finger í Kópavogi.
„Ég er hættur að vera með á
nótunum í þessum málum, það er
alltaf verið að breyta þessu eitt-
hvað og mér sýnist að í hvert ein-
asta skipti sem einhver breyting
hefur verið hafi hún bara verið til
hins verra,“ segir Ásgeir.
Með lögunum verður óheimilt
fyrir dansara að „fara um meðal
áhorfenda“ og einkasýningar
verða jafnframt bannaðar. Á Gold-
finger er boðið upp á danssýning-
ar í klefum, sem lokaðir eru af
með tjöldum.
Ásgeir segist ekki vera viss um
að í þessu sé falið bann við sýning-
um fyrir einn viðskiptavin bak við
tjald. „Það er talað um áhorfendur
í fleirtölu, ekki eintölu. Ég veit
það ekki, ég þarf að skoða þetta
mál,“ segir Ásgeir.
„Ég átta mig bara ekki á því af
hverju það er verið að banna
einkadans og af hverju er verið að
lögleiða vændi. Mér finnst þeir
eiginlega ekki hafa hugmynd um í
hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Mér finnst þetta allt vera komið út
í hálfgerðan vitleysisgang,“ segir
Ásgeir.
„Ég er sjálfsagt alltaf á ein-
hverju gráu svæði, en ég hef ekki
verið að gera neitt ólöglegt,“ segir
Ásgeir.
Einkadans bannaður
Ný lög um skemmtanahald taka gildi 1. júlí. Nektardanssýningar verða bann-
aðar, nema að fenginni undanþágu. Einkadans verður með öllu óheimill. „At-
laga gegn mansali, vændi og klámi,“ segir þingmaður Vinstri grænna.
Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins réð niðurlögum mosa-
bruna á Miðdalsheiði á Hengils-
svæðinu um klukkan tvö í
fyrrinótt. Þá höfðu á áttunda tug
slökkviliðsmanna, björgunarsveit-
armanna og borgarstarfsmanna
barist við eldinn í um hálfan
sólarhring.
Um fimmtán hektarar lands,
þaktir mosa og lyngi, urðu eldinum
að bráð. Skoða á svæðið eftir helgi
og kanna áhrif brunans á lífríki.
Ekki liggur fyrir hvað olli brunan-
um, sem er einn sá mesti sem orðið
hefur í námunda við höfuðborgar-
svæðið, en ekki er talið útilokað að
sökudólgurinn sé einnota grill sem
skilið var eftir á víðavangi.
Gruna kolagrill
Rúmlega þrítugur
litháskur karlmaður liggur höf-
uðkúpubrotinn á gjörgæsludeild
eftir að hafa verið barinn í höfuð-
ið með barefli á heimili sínu í
fyrrinótt. Sex samlandar hans
voru handteknir vegna málsins
og yfirheyrðir í allan gærdag.
Maðurinn gekkst undir aðgerð í
gær og er nú haldið sofandi í önd-
unarvél. Hann var staddur í sam-
kvæmi á heimili sínu í Bökkunum
í Breiðholti í fyrrinótt. Þar var
ráðist á hann á fjórða tímanum.
Þegar lögreglan kom á staðinn
voru árásarmennirnir á bak og
burt en samkvæmisgestir gátu
vísað lögreglu á stað þar sem þá
kynni að vera að finna. Þeir voru
handteknir skömmu síðar.
Einn þeirra hafði verið stung-
inn í bakið í átökunum með
óþekktu áhaldi, en sárin voru
grunn og var hann útskrifaður af
slysadeild að lokinni aðhlynn-
ingu. Hann var síðan sendur aftur
á slysadeild síðar um daginn eftir
að meiðsl á handlegg hans upp-
götvuðust.
Sexmenningarnir voru yfir-
heyrðir í allan gærdag og fram
eftir kvöldi með aðstoð túlks.
Einnig voru teknar skýrslur af
fjölda vitna. Aðdragandi og
ástæður árásarinnar eru ókunn
en ekki er útilokað að fleiri hafi
átt hlut að máli en Litháarnir sjö.
Í öndunarvél eftir vopnuð átök
Magnús, hvað er næst?
Sjö dauðir fuglar
greindust með fuglaflensuveiruna
H5N1 í Bæjaralandi um helgina og
hafa þýsk yfirvöld varað fólk við
því að hleypa hundunum sínum
lausum. Þetta er í fyrsta skipti á
þessu ári sem veiran greinist í
landinu. Í fyrra greindist fuglaf-
lensa í þrettán Evrópulöndum og
fyrr í þessum mánuði greindist
hún á bóndabæ í Tékklandi og var
sex þúsund kalkúnum slátrað þar.
H5N1-veiran hefur drepið um
190 manns um allan heim en
flestir hinna látnu smituðust af
fuglum í Asíu. Sérfræðingar óttast
að veiran gæti stökkbreyst þannig
að hún smitaðist auðveldlega á
milli manna.
Veiran fannst í
dauðum fuglum
Öldruð kona í
Bandaríkjunum á yfir höfði sér
refsingu fyrir að skrá hundinn
sinn til að kjósa og fylla út
utankjörfundaratkvæði fyrir
hann.
Konan vildi sýna fram á að ný
lög væru þess valdandi að of
auðvelt væri að skrá sig til að
kjósa. Hún hringdi því og pantaði
kjörseðil á nafni Duncan M.
MacDonald, hundsins síns.
Hundurinn kaus í raun ekki, því
konan skrifaði „ógilt“ á atkvæðið
hans og merkti það svo með
loppufari hundsins. Loppufarið
vakti athygli kjörstjórnar sem
komst að hinu sanna.
Lét hundinn
sinn kjósa
Fimm spænskir
friðargæsluliðar frá Sameinuðu
þjóðunum fórust í sprengingu í
gær í suðurhluta Líbanon. Þrír
aðrir særðust.
Bráðabirgðaherlið Sameinuðu
þjóðanna í Líbanon, UNIFIL,
staðfesti að sprengingin hefði
verið af mannavöldum. Jarð-
sprengja eða hryðjuverk eru talin
líklegustu orsakirnar.
Þetta er í fyrsta sinn sem ráðist
er á sveitir UNIFIL síðan þær
voru styrktar í kjölfar innrásar
Ísraelshers í landið síðasta sumar.
Alls 13 þúsund hermenn frá 30
þjóðum SÞ og 15 þúsund líbanskir
hermenn verja svæðið við
landamæri ríkjanna.
Fimm friðar-
gæsluliðar létust
Á hverju ári skila 15 til 20 prósent eintaka af
seldum drykkjarumbúðum sér ekki á móttökustöðv-
ar. Í kringum 87 milljónir drykkjareintaka skiluðu
sér í Endurvinnsluna á síðasta ári. Það þýðir að um 20
milljónir eintaka verða eftir. Flest af því endar lík-
lega á sorphaugunum eða eyðingarstöðvunum en
þónokkur hluti fer samt út í náttúruna. Skilagjaldið
er 10 krónur og því missa neytendur af 200 milljón-
um króna í vasann.
Eiríkur Jónsson, skrifstofustjóri hjá Endurvinnsl-
unni, telur að þegar efnahagsástandið sé gott verði
minna um skil en þau aukist þegar harðnar í ári. Mik-
ilvægt sé að drykkjarumbúðunum sé skilað til baka.
„Þetta tekur mikið landrými, plastið er sérstaklega
rúmmálsfrekt og glerið er þungt. Hugsanlega gæti
sorphirðugjaldið lækkað með betri skilum.“
Endurvinnslan er eina fyrirtækið hérlendis sem
tekur við einnota drykkjarumbúðum til að endur-
vinna þær. Öllum drykkjarumbúðum sem skilað er til
móttökustöðva, svo sem Sorpu, er skilað þangað.
Móttökustöðvar eru víða á landinu og á heimasíðu
Endurvinnslunnar, endurvinnslan.is, sést hvar þær
er að finna.
Norska ríkisstjórnin
kynnti fyrir helgi áform um að
draga svo mikið úr losun gróður-
húsalofttegunda í landinu á næstu
áratugum, að fyrir árið 2050 yrði
fullum „kolefnisjöfnuði“ náð.
Meðal aðgerða sem stjórnin
boðar í þessum tilgangi er að
auka fjárfestingar í orkusparnað-
arlausnum og endurnýjanlegum
orkugjöfum um sem nemur allt
að 100 milljörðum íslenskra
króna fram til ársins 2012.
Helmingi niðurskurðarins
hyggjast stjórnvöld ná með
kaupum á losunarkvóta.
Kolefnisjöfnuði
náð fyrir 2050