Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 13

Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 13
Hundaræktarfélag Íslands hefur hafið sölu á minningarkortum til styrktar minningarsjóði Emilíu og fer salan fram á skrifstofu félagsins í síma 588 5255. Minningarsjóðurinn var stofnað- ur eftir að Emilía Sigursteinsdótt- ir, heiðursfélagi Hundaræktarfé- lags Íslands, lést eftir erfið veikindi 2004. Markmið sjóðsins er að styrkja þá einstaklinga sem þurfa á sérþjálfuðum hundi að halda vegna fötlunar. Umsóknar- frestur um styrkveitingar er til 8. júlí ár hvert. Nánari upplýs- ingar um sjóðinn má finna á heimasíðu Hundaræktarfélags Íslands, hrfi.is. Styrkir fatlaða sem þurfa hund Skrifað hefur verið undir samning milli Reykjanesbæjar og Hjalla- stefnunnar ehf. um rekstur leik- skólans Akurs í Reykjanesbæ. Leikskólinn sem enn er í byggingu tekur til starfa í haust. Á leikskólanum verða 140 börn á sex deildum. Margrét Pála Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Hjalla- stefnunnar, segir að gjaldskrá leikskólans verði sú sama og í öðrum leikskólum sveitarfélags- ins enda tryggi sveitarfélagið leik- skólanum sama fjármagn. Leikskólinn er sjöundi leikskól- inn á landinu sem Hjallastefnan rekur. Starfa eftir Hjallastefnunni Háskólinn á Akureyri og endur- hæfingarmiðstöð SÍBS, Reykja- lundur, undirrituðu samkomulag 20. júní síðastliðinn um að efla kennslu og rannsóknir í endur- hæfingu. Reykjalundur mun koma að kennslu og leiðsögn nemenda Heilbrigðisdeildar HA í klínísku námi í iðjuþjálfun og hjúkrunar- fræði. Samningsaðilar vilja einnig stuðla að framgangi endurhæfing- ar með því að efla rannsóknir í faginu. Lilja Ingvarsson yfiriðjuþjálfi og Lára M. Sigurðardóttir hjúkr- unarforstjóri munu hafa umsjón með náminu á Reykjalundi. Efla rannsóknir á endurhæfingu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.