Fréttablaðið - 25.06.2007, Qupperneq 16
„Stóri bróðir fylgist með þér.“
Grjótbardagi í Flóa
Nýlega kom út geisladiskurinn Good
morning mister evening þar sem
söngvarinn og lagasmiðurinn Bjarki
Sigurðsson, eða B.Sig, lætur til sín taka
í fyrsta sinn á því sviði. Með honum á
plötunni eru meðal annars frændur
hans, Börkur og Daði Birgissynir, sem
eitt sinn léku með Jagúar, en það var
einmitt á tónleikaferð þeirrar sveit-
ar sem hugmyndin að Good morning
mister evening kviknaði.
„Við frændur sátum í New York,
átum pönnukökur og drukkum sjeik
þegar einn okkar lagði til að einhvern
tíma ættum við að gera saman plötu,“
útskýrir Börkur. „Í kjölfarið sendi
Bjarki okkur Daða lög sem hann hafði
samið heima hjá sér og þá kom í ljós
að maðurinn lá á gulli – og það var ekk-
ert lítið heldur voru þetta svona þrjú
hundruð hugmyndir sem hann dældi
inn í tölvuna mína. Sumar svo góðar að
það varð engin spurning að við urðum
að gera úr þessu plötu.“
Ingi Björn bassaleikari og Kristinn
trommari gengu til liðs við sveitina
síðasta vor og síðan þá hafa félagarnir
unnið jafnt og þétt að verkinu. Næst-
komandi föstudag verða svo fyrstu
tónleikarnir haldnir eftir útgáfu disks-
ins, en þeir fara fram á nýjum og end-
urbættum Gauki á Stöng.
Frændurnir Bjarki og Börkur eru
ekki alveg vissir um hvernig á að
lýsa tónlistinni en Börkur reynir þó
og segir hana eins konar retrómódern
blúsrokkpopp. Bjarki er hins vegar
ekki jafn viss „Ég veit það ekki, þetta
er svona blanda af gleði og því að
reyna að sannfæra fólk um eitthvað –
bara fyrst og fremst skemmtileg tón-
list.“
AFMÆLI
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir og mágur,
Hilmar J. Hauksson
Kóngsbakka 10 og Aflagranda 20,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut
fimmtudaginn 14. júní. Útför Hilmars verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag, mánudaginn 25. júní kl. 13.00.
Monika Blöndal
Sara Hilmarsdóttir
Haukur Steinn Hilmarsson
Svava J. Brand
Þórunn Helga Hauksdóttir Guðmundur Sveinsson
Björn Torfi Hauksson Laufey Birkisdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Friðfinnur Anno B.
Ágústsson
lést á LHS í Fossvogi hinn 14. júní síðastliðinn .
Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn
26. júní kl. 13.00.
Helga Hafberg
Engilbert Ólafur Friðfinnsson Guðbjörg Gísladóttir.
Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson Kolbrún Birna Halldórsdóttir
Ari Friðfinnsson Þuríður Kristín Sigurðardóttir
og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og kveðjur við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
Ingileifar Bryndísar
Hallgrímsdóttur
Lynghaga 13, Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki B4
Landspítala í Fossvogi og starfsfólki Sóltúns fyrir
einstaka alúð og hlýhug í veikindum hennar.
Hallgrímur Gunnarsson Steinunn Helga Jónsdóttir
Gunnar Snorri Gunnarsson
Áslaug Gunnarsdóttir Þór Þorláksson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
dóttir,
Hulda Kristjana Leifsdóttir
Giljaseli 11, Reykjavík,
er lést 17. júní, verður jarðsungin frá Seljakirkju,
þriðjudaginn 26. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vin-
samlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar
er bent á minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karitas, í
síma 551-5606 á milli kl. 9 og 10.
Stefán Jón Sigurðsson
Steinunn Bóel Stefánsdóttir
Leifur Geir Stefánsson
Steinunn Jónína Ólafsdóttir