Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 18
Dreamliner frá Boeing-fyrir-
tækinu er búin öllum helstu
þægindum.
Boeing Business Jets afhjúpaði á
dögunum myndir af og innan úr
nýju Boeing 787 VIP flugvélinni,
Dreamliner, sem tekur 223 far-
þega í sæti og talið er að verði
tekin í almenna notkun á næstu
árum.
Myndirnar sýna hvernig nýja
flugvélin verður útbúin alls kyns
þægindum og nýjungum, þar á
meðal fullkomnum flatskjám,
afþreyingar- og viðskiptamið-
stöðvum.
Marga langar sjálfsagt að vita
hvort farþegar muni geta hringt
úr farsímum sínum meðan á flugi
stendur, en því miður fylgdi það
ekki sögunni og verður bara að
koma í ljós.
Eins og áður sagði voru mynd-
irnar nýlega hafðar til sýnis og
vöktu þá mikla lukku viðstaddra á
viðskiptaráðstefnu og sýningu
Mið-Austurlanda, sem haldin var í
Dubai. Boeing-fyrirtækið ætti því
ekki að eiga í nokkrum vandræð-
um með að fá til sín farþega þegar
vélin verður tekin til almennrar
notkunar.
Í skýjunum með Dreamliner
Alnet sendir frá sér nýtt þýð-
ingarforrit á næsta ári. Forritið
þýðir texta úr íslensku yfir á
ensku.
„Þetta er ekki dæmigert þýðingar-
forrit, sem þýðir einstaka orð yfir
á ensku, heldur heilu setningarnar,
greinarnar og jafnvel bækurnar
setningafræðilega rétt,“ segir
Matthías Sigurður Magnússon,
starfsmaður Alnets, sem hefur,
allt frá árinu 2003, unnið hörðum
höndum að hönnun nýstárlegs þýð-
ingarforrits.
Að sögn Matthíasar getur forrit-
ið aðeins þýtt úr íslensku yfir á
ensku enn sem komið er, en ekki
öfugt. „Við töldum það bæði ein-
faldast og hafa meira notagildi. Til
dæmis fyrir ferðaþjónustu- og
framleiðslufyrirtæki, sem kynna
sig á íslensku og síðan ensku úti í
heimi. Maður rekst alltof oft á vef-
síður þar sem fyrirtæki eru kynnt
í löngu máli á íslensku og enskur
útdráttur fylgir með. Auðvitað
ætti textinn að vera jafn ítarlegur.
Þannig næst betur til markaðar-
ins.“
Reiknað er með að fyrsta útgáfa
af þýðingarforritinu verði tilbúin
á næsta ári og verði þá aðgengileg
á netinu, þar sem hún fæst keypt.
Líkt og forritið www.ordabok.is
sem Alnet hefur einnig umsjón
með. „Hugsanlega verður þetta
líka viðbót við tölvupóstforrit, eins
og Outlook,“ bendir Matthías á.
„Þá er hægt að skrifa póst á
íslensku og láta forritið síðan
snara textanum yfir á ensku.“
Þar sem um fyrstu útgáfu er að
ræða, segir Matthías að alltaf megi
búast við lítils háttar skekkju-
mörkum í þýðingunni. „Forritið á
kannski eftir að birta nokkra val-
möguleika á þýðingu á tilteknu
íslensku orði. Í flestum tilvikum
hefur það þekkingu til að takast á
við slík vafamál, en í sumum til-
vikum verður notandinn að taka
þann valmöguleika, sem hann telur
henta best. Þetta er náttúrulega
bara byrjunin og útgáfan því
skammlaus, en kannski ekki alveg
fullkomin.
Þýðir texta yfir á ensku
PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is
GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR …
• ENGIN MÁLNINGAVINNA
• HVORKI FÚI NÉ RYÐ
• FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN
• FALLEGT ÚTLIT
• MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR
• ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING
Fr
um
Skipholt 15, 105 Reykjavík
Sími 590 9500
www.thingholt.is
Traust fasteignasala í 30 ár
Kjartan
Kópsson
sölufulltrúi
kok@thingholt.is
Ingvi
Rúnar
sölufulltrúi
ingvi@thingholt.is
Þórarinn
Egill
sölufulltrúi
toti@thingholt.is
Þórarinn
Kópsson
lögg. fast.sali
kopsson@thingholt.is