Fréttablaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 26
sérfróður um viðskipti eða einn af þeim sem finnst viðskiptafréttir yfirleitt of flóknar og háfleygar, getur þú fylgst með öllu því sem er að gerast í viðskiptalífinu í gegnum Markaðinn. Við færum þér fréttirnar skýrt og skorinort. Með Fréttablaðinu alla miðvikudaga Í hádeginu kl 12:12 á Stöð 2 Markaðurinn á Vísi alla daga F í t o n / S Í A F I 0 1 9 9 0 2 Það er eitthvað í gen- unum á Íslendingum. Við erum kaupóð upp til hópa og þjáumst af tilboðsfíkn. Ég kann ekki líffræðilegar út- skýringar á sjúkdómn- um en í hvert sinn sem erlendir menn koma hingað til landsins og auglýsa vörur á til- boði verður allt vitlaust. Ástandið er verst þegar raftæki eiga í hlut. Það þarf ekki annað en skrifa aug- lýsingu þar sem segir: „Raftæki á verði sem ekki hefur sést áður,“ og hálf þjóðin hleypur af stað. Þá skiptir engu hvort það er í raun satt að verðið hafi ekki sést áður og það er algjört aukaatriði hvort varan er í alvörunni á tilboði – svo lengi sem hún er sögð vera það birgja Íslendingarnir sig upp. Í síðustu viku barst mér aug- lýsing í pósti þess efnis að erlend- ir sölumenn ætluðu að halda ofur- útsölu á saumavélum í Kringlunni. Þótt ég sé hreinræktaður Íslend- ingur var ekkert við þessa auglýs- ingu sem fékk hjarta mitt til að slá örar. Að því leytinu er ég ólík meg- inþorra Íslendinga sem las auglýs- inguna og missti vitið. Vinnu minnar vegna var ég stödd í Kringlunni þegar ósköp- in hófust og þótt ég hafi reynt ýmislegt um ævina hef ég aldrei lent í öðru eins. Fólk tróðst niður milli saumavélastaflanna og æstir kaupendur með tryllingsglampa í augunum reiddu fram Visa-kort- in til þess að tryggja sér sauma- vél. Af æsingnum og mannfjöld- anum mátti ráða að ekki hefðu fengist saumavélar á klakan- um frá því fyrir stríð og annar hver maður sem lagði leið sína í Kringluna þessa daga kom þaðan út með saumavél. Ekki vegna þess að áhugi á saumaskap hafi auk- ist heldur vegna þess að vélarnar voru á tilboði. Ég hef lagt höfuðið í bleyti og ákveðið að hefja innflutning á ein- hverjum vörum til að selja óðum Íslendingum. Saumavélar rokselj- ast þótt enginn kunni að sauma og því hlýt ég að geta stórgrætt sama hvaða vöru ég kýs að selja, svo lengi sem hún gengur fyrir raf- magni og er með tilboðsmiða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.