Fréttablaðið - 25.06.2007, Side 32

Fréttablaðið - 25.06.2007, Side 32
SMS LEIKUR Íslenskir keppendur í fjölþraut gerðu góða ferð til Vejle í Danmörku um helgina þar sem fram fór Norðurlandamót í fjöl- þraut. Íslensku ungmennin hlutu þrenn silfurverðlaun. Helga Margrét Þorsteinsdótt- ir bætti eigið meyjamet í sjöþraut er hún náði 5.428 stigum og varð í öðru sæti í flokki 17 ára og yngri. Hún varð einnig í öðru sæti á mót- inu í fyrra, en hlaut fleiri stig í þetta sinn. Einar Daði Lárusson varð sömu- leiðis annar í sama aldursflokki en hann hlaut 6.965 stig í tug- þraut. Hann var einungis 21 stigi frá drengjameti Sveins Elías- ar Sveinssonar sem hann setti á þessu sama móti í fyrra. Þá vann Sveinn Elías en Einar Daði varð þriðji. Sjálfur vann Sveinn Elías silfur- verðlaun í flokki 18-19 ára þar sem hann er á yngra ári. Hann hlaut samtals 7.170 stig sem er nýtt Ís- landsmet í þessum aldursflokki. Hann náði þar með lágmarki í tug- þraut fyrir Evrópumeistaramót 19 ára og yngri sem fer fram í næsta mánuði. Þorsteinn Ingvarsson varð fjórði í sama flokki. „Mér gekk vel alveg fram að næstsíðustu grein,“ sagði Sveinn Elías. „Ég var slæmur bæði í mjöðminni og olnboga í spjótkast- inu og náði því ekki mínu besta fram þar.“ Hann vann þó síðustu grein- ina, 1.500 metra hlaup, og tryggði sér þar með örugglega silfurverð- launin. Auk þess bætti hann Ís- landsmet 17-18 ára í stangarstökki um einn sentimetra sem og í 400 m hlaupi. Sigurvegarinn í þessum flokki, Lars Vikan Rise frá Noregi, náði besta árangri mótsins er hann hlaut 7.348 stig. „Ég vann hann í öllum greinum nema kastgreinun- um. Ég er slakastur í þeim og mun nánast eingöngu æfa köstin fram að EM.“ Auk þess að keppa í tugþraut á EM hefur Sveinn Elías einnig náð lágmarki í 400 m hlaupi og 400 m grindahlaupi. Hann segir að það fari eftir dagskrá mótsins hvort hann geti keppt í þeim greinum en muni annars einbeita sér að tug- þrautinni. Norðurlandamót ungmenna í fjölþraut fór fram í Vejle í Danmörku um helgina og fengu íslenskir keppendur þrenn silfurverðlaun auk þess að bæta ýmis met. Stabæk er komið á topp norsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki gærdagsins. Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Stabæk sem vann góðan 1-0 úti- sigur á Tromsö. Þar með er liðið komið með tveggja stiga forskot á Brann sem tapaði í gær fyrir Vik- ing, 3-1. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn í vörn Brann en þeir Birk- ir Bjarnason og Hannes Þ. Sig- urðsson sátu á bekknum hjá Vik- ing. Hannes kom inn á á lokamín- útunni. Ármann Smári Björnsson á við meiðsli að stríða og var ekki í hópi Brann né heldur Höskuldur Eiríksson hjá Viking. Viking er í þriðja sæti deildar- innar ásamt Lilleström sem vann 1-0 heimasigur á Start. Hvorki Viktor Bjarki Arnarsson hjá Lill- eström né Jóhannes Harðarson, leikmaður Start, komu við sögu. Garðar Jóhannsson lék allan leikinn fyrir Fredrikstad sem tap- aði 2-1 fyrir Strömsgodset. Tólftu umferðinni lýkur í kvöld með leik Lyn og Rosenborg. Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður hjá Molde sem vann 3-2 sigur á Bryne í 1. deild- inni í Noregi í gær. Gamli FH-ing- urinn Allan Borgvardt var í byrj- unarliði Bryne en var tekinn af velli í hálfleik. Einn Íslendingur var í eldlín- unni í Svíþjóð í gær. Ari Freyr Skúlason kom inn á sem varamað- ur í hálfleik hjá Häcken sem tap- aði, 2-1, fyrir Åtvidaberg á úti- velli. Stabæk á toppinn Hreiðar Levy Guð- mundsson, landsliðsmarkvörð- ur í handbolta, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Säve- hof til eins árs. „Þetta bar allt mjög brátt að. Þeir byrjuðu að ræða við mig um svipað leyti og landsleikirnir við Serbíu fóru fram en ég ýtti þessu frá mér þar til þeim lauk. En svo ákvað ég bara að skella mér á þetta,“ sagði Hreiðar við Frétta- blaðið í gær. Aðalmarkvörður Sävehof gekk til liðs við þýska úrvalsdeildar- liðið Hamborg fyrir skemmstu og mun því Hreiðar taka hans stöðu hjá liðinu. „Það verður afar gott að kom- ast í þennan sænska skóla hand- boltamarkvarða. Svíar eiga marga heimsklassamarkverði, þeir eru til dæmis margir í þýsku úrvalsdeildinni,“ sagði Hreiðar. Aðeins einn annar íslensk- ur markvörður er atvinnumað- ur en það er Birkir Ívar Guð- mundsson, leikmaður Lübbecke í Þýskalandi. En Hreiðari líst vel á Säve- hof enda um sterkt lið að ræða. Liðið varð í öðru sæti í sænsku deildinni í vor og urðu meistarar í fyrra. „Þetta gæti orðið góður stökkpallur fyrir mig ef ég næ að standa mig vel. Ég hef svo sem áður fengið tækifæri til að komast út en fannst vera rétti tíminn nú.“ Hreiðar til Sävehof Farið langt fram úr mínum björtustu vonum Haraldur Heimisson vann í gæt mót á Hólmsvelli á Leirunni sem er hluti af Kaupþingsmóta- röðinni í golfi. Hann vann eftir keppni í bráðabana við Davíð Má Vilhjálmsson. Í kvennaflokki bar Ragnhildur Sigurðardóttir nauman sigur úr býtum í kvennaflokki en hún lék á 20 höggum yfir pari, einu betur en Nína Björk Geirsdóttir. Tinna Jóhansdóttir varð þriðja. Haraldur vann í bráðabana

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.