Fréttablaðið - 08.08.2007, Qupperneq 6
– og farsælan vinnudag!
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Eigum einnig til notaðar vel meðfarnar TASKI gólfþvottavélar,
nýkomnar úr 3ja ára rekstrarleigu frá viðskiptavinum RV.
Tækifæri til að gera ótrúlega góð kaup.
Einstaklega lipur vél sem
hentar á svæðum þar sem
aðkoma er þröng. Vél sem
kemur á óvart!
Reiknuð afköst 1250m2/klst
Lítil og nett, en afkastamikil
vél með innbyggðu hleðslutæki
sem hindrar afhleðslu rafgeyma.
Reiknuð afköst 1935m2/klst
Á tilb
oði í
ágú
st 20
07
U
ni
qu
eR
V
07
07
02
Örverur sem voru
fastar í ísnum á Suðurskautsland-
inu í hundrað þúsund ár hafa
lifnað við á ný eftir að vísinda-
menn gáfu þeim hlýju og
næringu í tilraunastofu.
Það eru vísindamenn við
Rutgers-háskólann í Washington í
Bandaríkjunum sem gerðu
tilraunir með örverurnar, sem
allar eru á aldrinum hundrað
þúsund til átta milljón ára.
Elstu örverurnar sýndu ekki
mikil lífsmerki, en þær
„yngstu“ reyndust býsna
sprækar komnar inn úr kuldan-
um.
Örverur lifna
við eftir ísdvöl
Læknar fjarlægðu
blýant úr höfuðkúpu 59 ára
gamallar þýskrar konu á dögun-
um, en blýanturinn hafði verið
fastur í höfði hennar í 55 ár. Þetta
kom fram hjá Sky News.
Margaret Wegner hrasaði
þegar hún var fjögurra ára gömul
og blýantur sem hún hélt á fór í
gegnum húðina og inn í höfuð
hennar. Til allrar hamingju slapp
heili hennar við skaða.
Blýanturinn orsakaði blóðnasir
og höfuðverki hjá Margaret.
Enginn læknir hafði þorað að
fjarlægja blýantinn þar til nú.
Læknum tókst að fjarlægja átta
sentimetra bút, en of áhættusamt
þótti að fjarlægja oddinn.
Skáru blýant úr
höfði konu
Fréttablaðið heldur
yfirburðastöðu sinni á íslenskum
dagblaðamarkaði samkvæmt nýrri
lestrarkönnun Capacent. Með-
allestur landsmanna mælist nú 63
prósent á hvert tölublað. Þetta er
örlítið minni lestur en mældist í
síðustu könnun, sem var
framkvæmd í vor, en þá lásu um 65
prósent Íslendinga Fréttablaðið.
Lestur Morgunblaðsins og Blaðs-
ins helst einnig svipaður milli
kannana. Morgunblaðslestur fer
úr 43 prósentum í 44,4 prósent, en
lestur Blaðsins lækkar úr 38,2 pró-
sentum í 36,2 prósent. Langt á
eftir hinum dagblöðunum kemur
DV, en blaðið mælist með 7 pró-
senta meðallestur á tímabilinu.
Yfirburðastaða Fréttablaðsins
á dagblaðamarkaði er enn grein-
ilegri ef litið er til lesenda á aldr-
inum 18 til 49 ára.
Meðallestur á hvert tölublað í
þeim hópi mælist 63,8 prósent hjá
Fréttablaðinu, en 36,4 prósent hjá
Morgunblaði. Lestur Fréttablaðs
umfram Morgunblað er því 75
prósent.
Í sama aldurshópi er Blaðið
með 31,1 prósents lestur og er
umframlestur Fréttablaðs því 105
prósent. Það þýðir að meira en
tvöfalt fleiri Íslendingar á aldrin-
um 18 til 49 ára lesa Fréttablaðið
en Blaðið.
DV mælist svo með 6,7 pró-
senta meðallestur í þessum hópi
og telst umframlestur Frétta-
blaðsins á DV því 859 prósent.
Könnun Capacent var gerð í
síma og nær yfir tímabilið 1. maí
til 31. júlí. Niðurstöðurnar eru
byggðar á svörum 2.455 manna á
aldrinum 12 til 80 ára.
Yfirburðir Fréttablaðsins
Fiskur sem
veiddur er samkvæmt íslensku
fiskveiðistjórnunarkerfi getur
fengið vottun frá þriðja aðila um
að hann sé veiddur á sjálfbæran
hátt. Þannig geta framleiðendur
fengið sérstakt merki á umbúðir
sem staðfesta að framleiðslan sé
samkvæmt íslenskum kröfum.
Þetta kom fram í um-
hverfislýsingu um íslenskar
fiskveiðar sem var kynnt í gær.
Að yfirlýsingunni stóðu Fiskifélag
Íslands, sjávarútvegsráðuneytið,
Hafrannsóknastofnun og LÍÚ.
Vinnuhópur hefur verið
skipaður sem mun skilgreina
virkni íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfisins. Framleiðendum
verði svo kleift að fá vottun frá
þriðja aðila um að vara þeirra sé
framleidd eftir þessu kerfi.
Erlendir fiskmarkaðir hafa kraf-
ist þess í auknum mæli að fá stað-
festingu á að íslenskir fiskistofn-
ar séu nýttir með ábyrgum hætti,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá Fiskifélaginu.
„Þetta undirstrikar ásetning
okkar að sýna með afgerandi
hætti að íslenskur sjávarútvegur
sé stundaður með ábyrgum
hætti,“ sagði Einar K. Guðfinns-
son sjávarútvegsráðherra við
undirritunina. „Það hefur verið
talsverður þrýstingur að taka
upp einhvers konar umhverfis-
merki í íslenskum sjávarútvegi.“
Íslenskur fiskur fær vottun
Brimborg afhenti
fyrirtækinu Bugt ehf. fyrstu
bílaskífurnar á fimmtudag.
Skífurnar gilda sem stöðumælar í
miðborg Reykjavíkur fyrir
svokallaða visthæfa bíla, sem
eyða litlu eldsneyti og losa út lítið
magn koltvísýrings í andrúms-
loftið.
Bugt, sem er lítið smávörufyrir-
tæki, keypti þrjá Citroen C1 hjá
Brimborg og flokkast þeir sem
visthæfir bílar. Fimm bílaumboð
bjóða upp á visthæfa bíla og geta
eigendur slíkra bifreiða sótt
bílaskífur þangað.
Fyrstu bílaskíf-
urnar afhentar
350 gestir og hátt í
tvö hundruð fyrirlesarar verða á
26. norræna sagnfræðingaþinginu
sem hefst í Háskóla Íslands í dag
og stendur til 12. ágúst. Þingið
var síðast haldið hér á landi árið
1987, segir Einar Hreinsson
sagnfræðingur, sem er
framkvæmdastjóri þingsins.
Einar segir að meðal efnis
verði fyrirlestrar um lagalega
stöðu samkynhneigðra á Norður-
löndum frá árinu 1842 þegar
samkynhneigð hætti að vera
dauðarefsing í Noregi, hvort
jafnaðarstefnan sé liðin undir lok
á Norðurlöndum og eins verði
rætt um hleranir á Norðurlöndun-
um í kalda stríðinu. Heimasíða
þingsins er: www.nordisk.hi.is.
Hefst í Háskóla
Íslands í dag Unnið hefur verið að því á
þessu ári að koma á GSM-
sambandi á hringveginum og
fimm fjölförnum fjallvegum. Því
verki á að ljúka í janúar á þessu
ári. Vegirnir eru Fróðárheiði á
Snæfellsnesi, Fagridalur, sem er
leiðin milli Egilsstaða og
Reyðarfjarðar, Fjarðarheiði, sem
er milli Egilsstaða og Seyðis-
fjarðar, Steingrímsfjarðarheiði á
Vestfjörðum og Þverárfjalls-
vegur, sem er milli Skagastrandar
og Sauðárkróks. Auk þess verður
sendirinn sem kominn er í gang í
Flatey settur upp í mastur þar í
nóvember og mun hann ná til
sunnanverðra Vestfjarða. Talið
er að hann nái alveg frá
Kleifaheiði á Barðaströnd og að
Reykhólum. Þó má búast við að
ýmsir vegakaflar sem liggja
innarlega í fjörðunum á þessu
svæði verði utan GSM-
sambandsins.
Útboð er síðan hafið um að GSM-
væða yfir 800 kílómetra svæði á
landinu. Því útboði lýkur í október
og að sögn Jóhannesar Tómassonar
hjá samgönguráðuneytinu er
vonast til að þær framkvæmdir
geti hafist í kringum áramót. Það
verkefni á að taka tvö ár.
Síminn ætlar að setja upp nýtt
langdrægt kerfi sem mun leysa
NMT-kerfið af hólmi í lok næsta
árs. Það kerfi verður með sama
dreifikerfi og NMT og næst því um
allt land, þar með talið uppi á
jöklum og einnig út á mið. Það
verður með háhraðatengingu
svipaðri ADSL-kerfinu og verður
hægt að senda myndir og önnur
gögn með því kerfi eins og í öðrum
þriðju kynslóðar farsímakerfum.
Allur hringvegurinn
með GSM í janúar
Hringvegurinn og fimm fjölfarnir fjallvegir utan hans verða komnir með GSM-
samband í janúar. Útboð er hafið í seinni hluta áfangans um að GSM-væða
vegakerfið. Búist er við að því verki verði lokið á tveimur árum.
Fórst þú í ferðalag um helgina?
Hefur þú ekið undir áhrifum?
Bresk heilbrigðis-
yfirvöld sögðu í gær miklar líkur
til þess að gin- og klaufaveiki,
sem greinst hefur í nautgripum í
sunnanverðu Englandi síðustu
daga, hefði borist frá rannsóknar-
stöð þar sem bóluefni gegn
veikinni hefur verið framleitt.
Bresk stjórnvöld stækkuðu í gær
einangrunarsvæðið eftir að gin-
og klaufaveiki hafði greinst í
fleiri nautgripum.
Smit líklega úr
rannsóknarstöð