Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 19

Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 19
[Hlutabréf] SIMPLY CLEVER H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 7 4 8 0 Fjölskylduskemmtun árið um kring í boði Skoda FÁÐU ÁRSMIÐA FYRIR FJÖLSKYLDUNA Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINN SkodaOctavia Skoda Octavia er þekktur fyrir að vera áreiðanlegur og eyðslugrannur. Nú bjóðum við með í kaupum á nýjum Skoda Octavia kort fyrir alla fjölskylduna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í heilt ár. Skoda Octavia með 1,9 lítra TDI® dísilvél sannar að afl og hagkvæmni geta farið saman. Vélin skilar 105 hestöflum en eyðslan er einungis 4,9 lítrar í blönduðum akstri á hverja 100 km. Skoda Octavia – skemmtilegur fjölskyldumeðlimur HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Olíubirgðastöð NATO í Hvalfirði, sem verið hefur á forræði ríkisins frá því Varnarliðið skilaði svæðinu í fyrra, verð- ur auglýst til sölu á næstu vikum. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, segir þó nokkur fyrirtæki hafa haft samband vegna aðstöðunnar, en koma verði í ljós hver bjóði best. „Við höfum ákveðið að auglýsa þetta til sölu í ágúst eða september, svona þegar sumri hallar,“ segir Þórhallur. Mannvirkin í Hvalfirði eru fyrst og fremst stórir niðurgrafnir olíutankar, bryggja, skemmur og íbúðarhúsnæði. Þórhallur segir ljóst að eitthvað þurfi að hreinsa til á svæðinu; sum gömlu húsanna séu ekki notkunarhæf. Ríkis- lögreglustjóri hefur nýtt svæðið til æfinga fyrir sérsveitir lögreglu, en verður líklega að leita annað vilji ein- hver kaupa. Kunnugir segja óvíst um ástand olíutankanna, enda þeir komnir til ára sinna. Hvalfjarðartankar seldir hæstbjóðanda Greiningardeild Landsbankans mælir með kaupum á hlutabréf- um Össurar. Þá metur hún virði félagsins á 710 milljónir Banda- ríkjadala eða 114,7 krónur á hlutinn. Gengi Össurar við lokun markaðar í gær var 108 krónur. Össur skilaði sem nemur 94,4 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Það var viðsnúning- ur frá tapi á fyrsta ársfjórðungi. Afkoman á öðrum ársfjórðungi gefur tilefni til bjartsýni að mati greiningardeildarinnar. Þrátt fyrir hökt framan af ári muni þær aðgerðir sem félagið hefur farið í skila árangri á næstu misserum. Það hafi mjög öfluga þróunarstarfsemi sem sífellt komi með mjög frambærilegar vörur á markað. Össurarhlutur- inn á 115 krónur Gistinóttum á íslenskum hótelum á fyrstu sex mánuðum ársins fjölgaði um sautján prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Í heild voru gistinæturnar 564.300. Þetta sýna bráðbirgðatölur Hagstofunnar. Gistinóttum í júní fjölgaði um sextán prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru 153.900 í ár en 132.800 í júní í fyrra. Aukninguna má bæði rekja til erlendra ferðamanna og íslenskra. Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um átján prósent en Íslendinga um sjö prósent. Fjölgunin í júní varð mest í Reykjavík þar sem gistinóttum fjölgaði um 22 prósent. Merkja mátti fjölgun í flestum landshlut- um. Á Suðurlandi stóðu þær hins vegar í stað og drógust saman á Austurlandi. Gistinóttum fjölgar stöðugt Hollenski bankinn Rabobank gaf út krónubréf fyrir 25 milljarða króna í gær. Útáfan er sú næst- stærsta til þessa að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans. Hin stærsta var upp á 40 millj- arða, einnig á vegum Rabobank. Bréfin sem bankinn gaf út í gær eru til 18 mánaða og bera 12,5 prósent vexti. „Heildarupphæð útistandandi jöklabréfa er nú um 400 milljarðar króna. Það jafn- gildir um þriðjungi áætlaðrar landsframleiðslu þessa árs,“ segir greiningardeildin og telur mestar líkur á að stærstur hluti þeirra krónubréfa sem falla í gjalddaga í september, 86,5 milljarðar, verði framlengdur. Rabobank gef- ur út krónubréf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.