Fréttablaðið - 08.08.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 08.08.2007, Qupperneq 23
Gönguklúbburinn Krummafæt- ur fór nýlega í fjögurra daga ferð um eyðislóðir við nyrsta haf. Gunnar V. Andrésson ljós- myndari er einn úr hópnum og að sjálfsögðu var myndavélin með í för. Leiðin sem Krummafótur gekk að þessu sinni lá úr Köldukinn í Þingeyjarsýslu út í Náttfarvíkur, yfir Víknafjöll, um Flateyjardal og þaðan í Hvalvatnsfjörð. Er þá ógetið siglingar út í Flatey á Skjálfanda. En gefum Gunnari ljósmyndara orðið: „Ferðin hófst í byggð því lagt var upp frá Björgum í Köldukinn. Hlöðver Hlöðversson, bóndi þar, gerðist leiðsögumaður okkar fyrsta áfangann, út í Naustavík þar sem gist var í gömlu húsi. Síðan var gengið upp Víknafjöllin og yfir í Flateyjardal. Það er æði stremb- in ganga þótt loftlínan sé bara níu kílómetar því farið er upp í tæp- lega 1.000 metra hæð en þaðan sést vítt yfir. Í Flateyjardal var tjaldað. Þriðja daginn var dalur- inn genginn út í Eyrarvík og þar stigið um borð í bát sem flutti okkur út í Flatey í skoðunarferð. Síðasta dagleiðin var svo yfir Bjarnarfjall í Hvalvatnsfjörð. Þetta voru sem sagt fjórar dag- leiðir og þarna er sagan við hvert fótmál. Því þótt „fagurt sé í fjörð- um þá frelsarinn gefur veður blítt“ verður manni óhjákvæmi- lega hugsað til þess fólks sem þarna háði lífsbaráttu sína fyrr á tíð og tókst á við óblíð náttúru- öfl. Við vorum 24 saman og ganga svona hóps er mikil skemmtun. Hún felst í því að svitna saman, ganga saman og tala saman. Þetta er samkvæmisleikur þar sem allir eru sigurvegarar að lokum.“ Þetta er samkvæmisleikurLjósmyndabókin Íslendingar – Milli jökla og hrauns var tilnefnd til árlegra útgef- endaverðlauna í Lettlandi. Lettneski ljósmyndarinn Kaspars Goba og blaðamaðurinn Ieva Pukite eru höfundar bókarinnar Íslendingar – Milli jökla og hrauns. Þeir komu fyrst til landsins árið 1998 og heilluðust við fyrstu sýn. Síðan þá hafa þeir ferðast vítt og breitt um landið, farið allan hringveginn, yfir hálendið og skoðað landið úr lofti, heimsótt sjávarþorp og einangraða sveita- bæi, auk höfuðborgarinnar. Útgáfan var samstarfsverkefni bókaforlagsins Valters un Rapa og Lettlandsskrifstofu Norrænu ráð- herranefndarinnar. Verkefnið naut líka stuðnings Nordic Partners Ltd, sem gerði kleift að gefa 400 eintök af bókinni í framhaldsskóla Lettlands um síðustu jól. Nánari upplýsingar gefur Kaspar Goba ljósmyndari á tölvu- pósti goba@parks.lv. Íslenskar myndir á lettneska vísu Vika á Ítalíu 17.300 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Ford Fiesta eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.