Fréttablaðið - 08.08.2007, Page 37
Hannes Pétursson, hagfræðinemi og geimfari, treystir á reiknivélar og geimskip frá HP.
HP Compaq 6710b
Verð: 149.900 kr.
UR:
BARA Aukakrónur eru fríðindasöfnun Landsbankans.Við viljum umbuna fólki fyrir góð viðskipti á einfaldan og gagnsæjan hátt. Skráðu þig á aukakronur.is, hringdu í síma 410 4000 eða komdu við í næsta útibúi Landsbankans.Vertu með. Það er einfalt. Aukakrónur: þær koma bara.
Tónlistarmaðurinn Elton John
segir að netið aftri fólki frá því að
eiga eðlileg samskipti. Telur hann
að fólk eigi að hætta að blogga og
fara út á götu í staðinn.
„Netið hefur orðið til þess að
fólk er hætt að fara út og hitta
hvert annað og skapa hluti,“ sagði
Elton. „Í staðinn hangir fólk
heima hjá sér og býr til sínar
eigin plötur. Það væri sniðug
tilraun ef netinu yrði lokað í
fimm ár til að sjá hvort það kæmi
ekki meiri sköpun út úr því. Það
er of mikil tækni í boði og ég er
viss um að með þessu yrði
tónlistin mun áhugaverðari en
hún er í dag.“
John segist hvorki eiga farsíma
né iPod. „Ég er svo gamaldags
þegar kemur að því að semja
tónlist. Ég kann bara að semja á
píanó. Snemma á áttunda
áratugnum voru gefnar út að
minnsta kosti tíu frábærar plötur
í hverri viku en núna koma í
mesta lagi tíu á ári í sama
gæðaflokki.“
Mótmælir
netinu
Aðþrengdir Beckham og Robbie
Marc Cherry, skapari og
aðalhugmyndasmiður þáttanna
Aðþrengdar eiginkonur, Despe-
rate Housewives, vinnur nú hörð-
um höndum að því að fá knatt-
spyrnumanninn David Beckham
og söngvarann Robbie Williams
til að koma fram í gestahlutverki
í þáttunum í vetur. Hugmyndin er
að láta David og Robbie leika
samkynhneigt par, sem myndi
flytja til Wisteria Lane-götunnar í
Los Angeles. Að sögn Cherry
hefur Beckham tekið vel í hug-
myndina og eru framleiðendur
vongóðir um að Robbie muni láta
til leiðast á endanum. „David og
Robbie eru fullkomnir í þetta
hlutverk,“ segir Cherry, sem
hafði í fyrstu hugsað sér að fá
Tom Cruise til að leika á móti
Beckham. „Við vildum fá ein-
hvern sem hæfir honum betur og
er eins breskur og hann. Robbie
er sá sem við viljum fá,“ segir
Cherry.
„Þeir eru báðir fyndir og eru
þekktir fyrir að gera grín að sjálf-
um sér. Þeir hafa karlmanns-
ímyndina með sér, svo ég held að
þetta geti gengið fullkomlega
upp,“ bætti vongóður Cherry við.