Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 46
Sigmar Guðmundsson og Þóra
Arnórsdóttir munu stjórna spurn-
ingaþætti sveitarfélaganna en
þættirnir hefja göngu sína í Sjón-
varpinu föstudaginn 14. septemb-
er. Þetta staðfesti Þórhallur
Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV,
í samtali við Fréttablaðið. 24
stærstu sveitarfélög landsins
munu etja kappi um titilinn gáf-
aðasta sveitafélagið en hvert lið
sendir þrjá einstaklinga, tvo vitr-
inga og einn þekktan einstakling.
Sigmar verður því nokkuð áber-
andi á skjánum í haust því auk
áðurnefnds spurn-
ingaþáttar
verður hann
í Kastljós-
inu og þar
að auki
spyrill í
Gettu Betur.
Hann vildi
hins vegar
ekki tjá
sig
við
Fréttablaðið fyrr en
búið væri að til-
kynna þetta
formlega á
starfsmanna-
fundi í Efsta-
leitinu í
fyrramálið.
Þórhallur
sagði í sam-
tali við
Fréttablaðið
að þátturinn
hefði fengið
góðar viðtökur
eftir að
Fréttablaðið
sagði frá honum fyrr í sumar. Allt
stefndi í hörkubaráttu. „Þetta
hlýtur að vera gott á ferilsskrána
hjá hverju sveitarfélagi, að vera
vitrasta sveitarfélag landsins,“
segir Þórhallur en vildi þó ekki
tjá sig um hvort RÚV hygðist
ferðast út á land og taka upp þætti
þar.
RÚV verður stórtækt á
haustmánuðum því í burðarliðnum
er einnig skemmtiþáttur sem
sendur verður út á laugardögum.
Þórhallur vildi hins vegar lítið
upplýsa um þann þátt og sagði
ekkert komið á hreint hverjir
myndu stjórna honum.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Auglýsingasími
– Mest lesið
Sigmar og Þóra saman í spurningaþætti
„Ávísunin kom með hraðsend-
ingu frá Fedex og jú, hún var í
ábyrgð,“ segir Júlíus Jón Jóns-
son, forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja (HS), en hitaveitan
fékk fyrir skemmstu senda tíu
milljón dollara ávísun (um 630
milljónir króna) frá bandarískum
stjórnvöldum en samið var um
upphæðina vegna samningsrofs
um kaup á heitu vatni sem varð
við brotthvarf hersins frá Íslandi
á síðasta ári. Merkilegt þykir að
greiðslan hafi borist með hinum
forláta tékka, en ekki með
„nútíma“ millifærslu.
„Við vorum búnir að reka á
eftir þessari greiðslu og bíða
eftir að hún bærist. Við sendum
út allar upplýsingar fyrir þá til
að millifæra en síðan barst allt í
einu tékki frá þessum kjánum,“
segir Júlíus í léttum tón en banda-
rísk stjórnvöld höfðu áður greitt
reikninga sína við HS með milli-
færslu.
Ávísunin barst þann 15. júní og
var leyst út nokkrum dögum
síðar og segir Júlíus að það hafi
aldrei staðið til að bíða með að
leysa hana út og vonast til að doll-
arinn styrktist. „Nei, að sjálf-
sögðu liggjum við ekki á svona
stórum tékka í tvo mánuði,“ segir
Júlíus. Ávísunin var þó geymd á
skrifstofu hans í nokkra daga og
var hún á geymd á góðum stað, að
sögn Júlíusar. „Allavega glataðist
hún ekki.“
Stjórn HS samþykkti í október í
fyrra að taka tilboði bandarískra
stjórnvalda
um ein-
greiðslu
upp á tíu
milljónir
dollara við
samnings-
lok og
þótti sú
upphæð
nokkuð
lægri en
HS taldi sig eiga rétt á.
Ákveðið var að taka tilboðinu
frekar en að leggja út í
kostnaðarsöm málaferli gegn
bandarískum yfirvöldum.
Bandaríkjamenn fastir á steinöld
Eggert Magnússon hugðist hægja
aðeins á ferðinni, jafnvel flytjast til
Ameríku, áður en West Ham-
ævintýrið hófst. Þetta kemur fram í
viðtali við Eggert í breska blaðinu
Guardian. Þegar Fréttablaðið ræddi
við Eggert var hann staddur í sjald-
gæfri heimsókn á Íslandi en þetta
er eingöngu þriðji dagurinn síðan í
september á síðasta ári sem Eggert
er hér á landi. „Ég ætlaði kannski
ekki að setjast í helgan stein en jú,
taka það aðeins rólegra,“ útskýrir
Eggert. „Við hjónin höfum oft farið
til Bandaríkjanna í frí og slappað af
en ég þekkti sjálfan mig nógu vel til
að vita að ég var ekki reiðubúinn til
að taka fram golfkylfurnar eða
slaka á,“ bætir Eggert við.
Og í stað þess að setja tærnar
upp í loft og sleikja sólina í
rólegheitum hefur Eggert verið í
hringiðu ensku úrvalsdeildarinnar
og ekki slegið slöku við. „En ef ég
tek ekki frí núna þá endar þetta
með hjónaskilnaði,“ segir Eggert í
léttum dúr. „Það er ekki af því að
konan þurfi að hafa mig meira
heldur segir hún að ég þurfi þess,“
segir Eggert og telur líklegt að
hjónakornin bregði sér frá í viku í
byrjun september þegar lands-
leikjahrinan hefst.
Mikill styr hefur staðið um West
Ham frá lokum úrvalsdeildarinnar
og hefur það ekki síst snert Argent-
ínumanninn snjalla, Carlos Tevez.
Yfirvofandi málshöfðanir og ótti
um að liðið verði fellt niður um
deild hafa að sögn Eggerts tekið
alltof mikla orku frá stjórnendum
West Ham. „Þetta mál olli okkur
miklum áhyggjum en við erum
fegnir að þetta sé loksins frá,“
útskýrir Eggert en Tevez mun að
öllum líkindum leika með Man-
chester United á komandi tímabili.
Eggert segist ekki sjá mikið eftir
honum þótt vissulega hafi hann gert
góða hluti fyrir félagið í lok síðustu
leiktíðar. „Það er ekki mikil eftirsjá
í leikmanni sem ekki vill spila fyrir
klúbbinn.“
Að sögn Eggerts hefur hann orðið
var við mikinn áhuga á leikjum
West Ham frá Íslandi og er allt útlit
fyrir að Íslendingar muni flykkjast
á Upton Park í vetur. „Það ríki einn-
ig mikil bjartsýni hjá stuðnings-
mönnum félagsins og það er mikill
áhugi á félaginu, Ég hef hins vegar
oft og mörgum sinnum sagt að þetta
séu lítil skref og vonandi verður
bara fyrsta skrefið fram á við tekið
á þessu ári.“