Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 2

Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 2
Þegar starfsemi HB Granda flytur upp á Akranes losna afar verðmætar lóðir við Reykjavíkurhöfn. Óvíst er hvað verður um þær, en ákvörðun um hvers konar starfsemi verður á svæðinu er í höndum stjórnar Faxaflóahafna. Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Húsakaup, segir að ef ákveðið verði að fiskvinnslu og útgerð verði hætt á þessum stað verði lóðirnar með bestu íbúðalóðum við sjóinn á landinu. „Þetta fer allt eftir því hvað menn vilja gera,“ segir hann. „Ef starfsemin verður þarna áfram vill enginn byggja íbúðarhúsnæði í næsta nágrenni, en ef hún fer verða þessar lóðir gríðarlega vinsælar fyrir íbúðarhús við sjóinn. Eins og er virðist ekki endilega vera vilji fyrir því að fiskframleiðslan fari af svæðinu.“ HB Grandi á fiskiðjuver og fiskimjölsverksmiðju á lóðum við Reykjavíkurhöfn. Lóð fyrir- tækisins við Norðurgarð er um 8.500 fermetrar samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, en flatarmál lóðarinnar þar sem fiskimjölsverksmiðjan stendur lá ekki fyrir í gær. Í ársreikningi HB Granda árið 2006 segir að fasteignamat fiskiðjuversins sé rúmar sjö hundruð milljónir, og fiskimjölsverksmiðjan var metin á tæplega hálfan milljarð. Bókfært virði þeirra var þó töluvert lægra, samtals um hálfur milljarður króna. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir ekkert hafa verið ákveðið með afdrif lóðanna eftir að fyrirtækið flytur sig um set. Aðspurður hvers vegna bókfært virði bygginga og lóða HB Granda við Reykjavíkurhöfn sé mun lægra en fasteignamat segir Eggert að slíkt sé ekki óalgengt í ársreikningum, bókfært virði sé upprunalegt virði að frádregnum afskriftum. Um 120 manns starfa hjá HB Granda í Reykjavík. Fram hefur komið að ekki muni koma til fjöldauppsagna á næstu tveimur árum, en ekki sé víst að jafn mörg störf verði í boði þegar fiskvinnslan tekur til starfa á Akranesi. Lífið á landnámsöld Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Sex af bandarísku demókrötunum átta, sem keppa um að verða forsetaefni Demó- krataflokksins í kosningunum á næsta ári, sátu á fimmtudags- kvöldið fyrir svörum í sjónvarpi um afstöðu sína til samkynhneigð- ar. Öll sögðust þau vera eindregnir stuðningsmenn réttinda samkyn- hneigðra, en ekkert þeirra fór þó svo langt að segjast styðja það að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband með sama hætti og annað fólk. Þau sögðust telja að borgaralega staðfest samvist ætti að nægja. „Ef borgaraleg samvist væri fullgild og nyti almennrar viðurkenningar,“ sagði Barack Obama, „þá tel ég að við hefðum náð gríðarlegum framförum.“ Obama er þó ekki kominn jafn langt og kirkjudeildin sem hann tilheyrir, því hún viðurkennir hjónabönd samkynhneigðra. Frambjóðendurnir sátu fyrir svörum einn í einu, og spurningarnar sem fram komu voru af mörgu tagi. Til dæmis þurfti John Edwards að útskýra hvernig sér liði í návist samkynhneigðra, og sagði sér bara líða vel. Bill Richardson átti í nokkrum vandræðum með að svara því hvers vegna fólk yrði samkynhneigt. Og Hillary Clinton þurfti að verja eiginmann sinn, Bill Clinton, fyrrverandi forseta, og frammistöðu hans í málefnum samkynhneigðra. „Við náðum vissulega ekki að gera jafn mikið og ég hefði viljað,“ sagði hún. „En við reyndum mikið og af fullri einlægni.“ „Stórskipahöfn í Þorlákshöfn gæti þjónað öllu Suðurlandi, og jafnvel stærra svæði,“ segir Ólafur Áki Ragnars- son, bæjarstjóri Ölfuss. Bæjaryf- irvöld hafa sent Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta gera stórskipahöfn í Þorlákshöfn og hætta við framkvæmd Bakka- fjöruhafnar. Hönnun hafnarinnar á Bakka er þegar hafin og gert er ráð fyrir því að hún verði tilbúin til notkunar seint á árinu 2010. Einnig er ráðgert að taka í notkun nýjan Herjólf. Ólafur segir gáfulegra að kaupa hraðskreiðari ferju sem færi á milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja. Biðja Geir um stórskipahöfn George W. Bush Bandaríkjaforseti og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, áttu óformlegan fund á heimili Bush- fjölskyldunnar í Maine. Sarkozy hefur gefið út að hann leggi mikið upp úr góðum samskiptum við Bandaríkjamenn, og ákvað því að gera hlé á sumarfríi sínu í Bandaríkjunum og heilsa upp á starfsbróður sinn. Nokkur kuldi hefur ríkt í samskiptum ríkjanna tveggja eftir að Frakkar neituðu að styðja innrásina í Írak. Talsmenn Bandaríkjaforseta hafa lagt mikla áherslu á að um óformlegan fund sé að ræða, og hafa gefið upp að á matseðlinum verði hamborgarar og pylsur á ameríska vísu. Fá hamborgara og pylsur Talið er að rúmlega 35.000 manns hafi lagt leið sína á Fiskidaginn mikla á Dalvík í gær. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn og hafa aldrei fleiri tekið þátt í honum. „Þetta hefur verið ótrúlegt síðustu tvo daga,“ segir Júlíus Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Fiskidagsins mikla. „Það stendur upp úr að vita það að svona margir geti verið í sátt og samlyndi, hér er fólk alls staðar. Það hafa allir gengið vel um og skemmt sér saman.“ Júlíus segir að ræst hafi úr veðrinu þrátt fyrir slæmar spár. „Það var þvílík blíða á meðan á dagskránni stóð, svo rigndi aðeins seinni partinn. Skipulögð dagskrá var frá klukkan ellefu til klukkan fimm í gærdag. Deginum lauk svo með bryggjusöng og flugeldasýningu rétt fyrir miðnætti. Að sögn lögreglu gekk hátíðin að mestu leyti vel fyrir sig. Einn maður gisti fangageymslur vegna líkamsárásar sem átti sér stað aðfaranótt föstudags. Aldrei fleiri á Fiskideginum Milljarðalóðir losna þegar HB Grandi fer Lóðir HB Granda í Reykjavík verða með bestu íbúðalóðum við sjávarsíðuna á landinu, ákveði stjórn Faxaflóahafna að útgerð hverfi af svæðinu. Forstjóri Granda segir ekkert ákveðið með afdrif lóðanna. Bæjarstjóri Akraness fagnar. Stuttmyndin Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson hlaut verðlaun fyrir bestu leiknu stuttmyndina á Kvikmyndahátíðinni í Melbourne sem lauk nú um helgina. Verðlaunin veita myndinni þátttökurétt í for- vali til Óskarsverðlauna. Í stuttmyndinni leika Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson bændur í afskekktri sveit. Þeir eiga í leynilegu ástarsambandi og sinna því í gegnum íslensku glímuna. „Þetta er auðvitað mjög skemmti- legt. Melbourne IFF er stærsta hátíðin á þessu svæði veit ég, og verðlaunin eru mjög góð,“ sagði Grímur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann er staddur í Sarajevó þessa dagana, en myndin verður sýnd á kvikmyndahátíð þar á næstunni. Hátíðin í Melbourne var sú fyrsta sem myndin er sýnd á en hún var einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno í síðustu viku. „Þetta var fyrsta hátíðin af nokkrum og þetta er mjög góð byrjun, að myndin sé strax komin í forvalið fyrir Óskars- verðlaunin.“ Komin í forval fyrir Óskarinn Sextán ára gömul stúlka slasaðist lítillega í umferð- arslysi í gærkvöld. Stúlkan var farþegi á bifhjóli sem fólksbíll ók aftan á. Bifhjólið var kyrrstætt á mótum Miklubrautar og Háa- leitisbrautar þegar óhappið varð. Stúlkan kastaðist af hjólinu á framrúðu bílsins. Hún var flutt á slysadeild en meiðsli hennar eru ekki talin alvarleg. Ökumaður bílsins var einn á ferð en hvorki hann né ökumann bifhjólsins sakaði. Bæði farartækin voru þó óökuhæf eftir slysið. Kastaðist af bifhjóli á framrúðu bíls Grímur, ætlið þið að leggjast í bólvíking í Ástarvikunni?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.