Fréttablaðið - 12.08.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 12.08.2007, Síða 8
greinar@frettabladid.is Það er þyngra en tárum taki að nú sé búið að samþykkja niðurrif húsanna á Laugaveggi 4 og Laugavegi 6. Hagnað- ar- og ábatavon einstaklinga, verktaka og lóðarhafa eru allt of oft teknar fram- yfir hagsmuni heildarinnar, barna fram- tíðarinnar og sögulegs samhengis. Við vitum það öll að andi og sál hverrar borgar liggur í sögulegum húsum og torgum, sólskinsblettum og því sem kemur aug- anu á óvart. Sjarmi og karakter Laugavegarins liggur í fjölbreytni og skringileik götunnar. Öllu ægir saman, húsin stór og smá, litir og ys, andlit og raddir. Í óreiðunni liggur andrúmsloftið. Lauga- vegurinn er okkar Strik og þess vegna kemur hann okkur öllum við. Við ættum að leitast við að auka möguleika borgarinnar á því að kaupa upp eignir af þessu tagi, gera þeim til góða og selja þær aftur. Það er hlutverk borgarinnar að varðveita og þróa borgarbraginn með hagsmuni heildarinnar að leið- arljósi. Húsin við Laugaveg 4 og Laugaveg 6 eru sannarlega að niðurlotum komin og hafa ekki notið virðingar eða þeim sýndur sómi síðustu áratugi. Nánast allar breytingar á húsunum hafa verið til hins verra og er því brýnt að líta á það sem samfélagslegt verkefni að færa þau til fyrra horfs. Ásýnd- in verði í það minnsta í anda þessarar gömlu verslunargötu sem hefur verið slagæð gömlu Reykjavíkur um langt skeið. Þessi hús eru hluti af byggingarsögu okkar en þau eru orðin örfá eftir, húsin sem einkenndu 19. aldar Reykjavík. Borgin er nefnilega merkileg á sinn hátt og okkar hlutverk að leggja sérstaka alúð við það litla sem eftir er af gömlu bæjarmyndinni. Rétt eins og Bernhöftstorfunni var bjargað á sínum tíma þrátt fyrir aðrar fyrirætlanir borgaryfirvalda væri hægt að bjarga anddyri Laugavegarins með því að raddir fólksins heyrist, grasrótarsamtök og almenningur láti til sín taka. Stöndum með samhenginu og sögunni! Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Forðum menningarslysi Við íbúar Akureyrar erum ekki einir um þá skoðun að við búum í fallegum og skemmtilegum bæ. Um það vitnar meðal annars sá mikli fjöldi ferðamanna sem heimsækir okkur á hverju ári. Þar er um fjölbreyttan hóp að ræða. Mest er um íslenskt fjölskyldufólk í leyfi sem gjarnan dvelur nokkra daga í bænum. Annar stór hópur eru farþegar stórra erlendra skemmtiferðaskipa sem hér eiga viðkomu. Þetta fólk á það sameig- inlegt að vera hingað komið til að njóta þeirrar stemningar sem hér ríkir og fjölbreyttrar afþreyingar sem hér er í boði. Það heimsækir söfn í Listagilinu, slappar af í sundlauginni, fær sér göngutúr í Lystigarðinum og skreppur á eitthvert kaffihúsa bæjarins til að fá sér kaffibolla og fylgjast með mannlífinu. Bæjaryfirvöld hafa unnið markvisst að því undanfarin ár að efla ímynd bæjarins sem fjöl- skylduvæns skólabæjar. Góður árangur hefur náðst í þessari viðleitni og Akureyringar geta í dag líkt bænum við litla útgáfu af erlendum skólabæjum á borð við Lund í Svíþjóð eða Madison í Bandaríkjunum. Því miður hefur ímynd bæjarins þó verið önnur og verri eina helgi á sumri undanfar- in ár. Fjölskylduhátíðir um verslunarmannahelgar hafa því miður ekki staðið undir nafni og íslensk „verslunarmannahelgar- stemning“ hefur ekki aðeins haft neikvæð áhrif á lífsgæði bæjarbúa og upplifun þeirra íslensku og erlendu gesta sem hér hafa dvalið, heldur skapað neikvæða umræðu um bæjarlífið og skaðað ímynd bæjarins. Það er einlægur vilji meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar að vinna með bæjarbúum að því að breyta ásýnd hátíðarhalda um verslunar- mannahelgi á Akureyri frá því sem verið hefur. Það tókst um nýliðna verslunarmannahelgi. Hátíðin Ein með öllu sem Vinir Akureyrar stóðu fyrir, tókst með miklum ágætum að þessu sinni og hafði yfir sér mjög jákvætt yfirbragð. Slæm veðurspá og aðrir þættir orsökuðu reyndar að færri gestir sóttu Akureyri heim en undanfarin ár, en þó er talið að 6.000 gestir hafi notið fjölbreyttr- ar dagskrár hátíðarinnar með heimamönnum. Í fyrsta skipti í mörg ár fór gleðskapur ungmenna ekki úr böndunum á tjaldsvæðum bæjarins eftir að fjölskyldudag- skrá lauk og aðstandendur hátíðarinnar mega vera stoltir af því hvernig til tókst. Eins og kunnugt er gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að takmarka aðgang unglinga að tjaldsvæðum bæjarins um verslunarmannahelgina. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar ályktunar bæjarráðs og ákvörðun- ar vinnuhóps frá því í júní, um að sérstök unglingatjaldsvæði yrðu lögð af og tjaldsvæði í bænum yrðu skilgreind sem fjölskyldu- tjaldsvæði þessa helgi. Það var vitað að þessi ákvörðun yrði umdeild og eins og kunnugt er hafa miklar umræður spunnist um hana meðal Akureyringa og annarra undanfarna daga. Það er ljóst að bæjaryfirvöld grípa ekki til slíkra aðgerða nema brýna nauðsyn beri til og aðrir kostir hafi verið skoðaðir í þaula. Staðreyndin er sú að þessar reglur voru illnauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldu- skemmtun breyttist í klassíska útihátíð með „venjulegum“ fylgifiskum slíkra hátíða sem Akureyringar hafa fengið að kynnast undanfarin ár: fíkniefnaneyslu, líkamsmeiðingum og kynferðisafbrotum. Flestir sem að þessum málum hafa komið á Akureyri voru sammála um að óbreytt ástand væri ekki valkost- ur og að nauðsynlegt væri að grípa til einhverra aðgerða. Meðal þess sem kom fram í umræðunni var að stórefla ætti löggæslu á tjaldsvæðum bæjarins og í bænum öllum þessa helgi. Hjá bæjaryfirvöldum var ekki vilji til þess að fara þessa leið. Ástæðan var sú að ekki var talið að fjöldi einkennisklæddra lögreglumanna og víggirðingar væru vænleg leið til að stuðla að jákvæðri upplifun bæjarbúa og gesta á fjölskylduhá- tíð eða efla ímynd bæjarins sem fjölskylduvæns samfélags. Í kjölfar umræðu um ráðstafan- ir bæjaryfirvalda á Akureyri til að tryggja frið í bænum þessa helgi er spurning hvort ekki sé kominn tími til að taka umræðuna aðeins lengra. Er kannski kominn tími til að við Íslendingar spyrjum okkur hvort það ástand sem skapast ár eftir ár á útihátíðum víðs vegar um land um verslunarmannahelg- ar og jafnvel fleiri helgar sumarsins sé eðlilegt og sjálfsagt? Meirihluti bæjarstjórnar Akureyr- ar hefur tekið af skarið fyrir sitt leyti og ákveðið að svo sé ekki. Hann er hins vegar tilbúinn til að vinna með hagsmunaaðilum að því að skipuleggja myndarlega og fjölskylduvæna hátíð í bænum að ári og til framtíðar sem allir bæjarbúar geti verið stoltir af. Akureyri er fallegur og skemmti- legur bær og það er full ástæða til að við tökum okkur saman eina helgi á ári til að njóta alls þess besta sem bærinn hefur upp á að bjóða með gestum okkar. Höfundur er bæjarstjóri Akureyrar. Hátíðarhöld á Akureyri H insegin dögum lýkur í Reykjavík í dag. Hápunkt- ur daganna var sem fyrr Gleðigangan sem nú var gengin í áttunda sinn. Í gær var enn eitt þátttöku- metið slegið þegar gangan leið niður Laugaveginn með trumbuslætti og stemningu og tugir þúsunda tóku þátt í gleðinni sem þar ríkti. Gleðigangan í Reykjavík varð strax í upphafi stórviðburður í borgarlífinu. Á þeim árum sem liðin eru frá því að borgarbúar komu skipuleggjendunum á óvart í fyrsta sinn með gríðarlegri þátttöku hefur gangan smám saman fest í sessi sem stærsti og gleðilegasti viðburðurinn á reykvísku sumri. Ekki aðeins fjölmennisins vegna heldur einnig vegna þeirrar merkingar sem það hefur að fara niður í bæ þennan dag. Þátttaka í hátíðarhöldum Gleðigöngunnar er stuðningsyfirlýsing við réttindabaráttu samkynhneigðra og þess vegna tekur fólk þátt í þessum hátíðarhöldum af meiri tilfinningu og eldmóð en öðrum uppákomum sem haldnar eru til að gleðja borgarbúa. Að því leyti sker Gleðigangan sig úr. Og vissulega er ástæða til að gleðjast. Margir sigrar hafa unn- ist í réttindamálum samkynhneigðra á umliðnum árum. Einnig má halda fram að bylting hafi orðið í viðhorfi fólks til samkyn- hneigðar. Sú bylting birtist raunar mjög glöggt í þeirri almennu þátttöku og gleði sem ríkti í Gleðigöngunni í gær. Mikið vatn hefur til sjávar runnið á nokkrum áratugum. Ótrú- lega stutt er síðan alger þögn ríkti um samkynhneigð, látið var eins og hún væri ekki til og margir bjuggu við þá sorg að jafnvel nánasta fjölskylda hafnaði samkynhneigðinni. Nú er öldin önnur, að minnsta kosti í langflestum tilvikum, og fjölskyldur samkyn- hneigðra gleðjast með börnum sínum, foreldrum og systkinum á þessum hátíðardögum. Hinsegin dagar eru þó ekki bara dagar fögnuðar yfir unnum sigrum. Þeir eru líka baráttudagar og verða það allt þangað til fullum mannréttindum samkynhneigðra er náð. Þar eru nokkrir áfangar eftir. Efst í huga flestra er áreiðan- lega réttur samkynhneigðra til að ganga í hjónaband eins og aðrir þegnar samfélagsins með sömu valkosti í þeim efnum og aðrir, þ.e. að eiga val milli þess að vígjast borgaralega eða í kirkju. Full ástæða er til bjartsýni um það mál og í gær boðaði Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna frumvarp til laga um hjúskaparlög sem gilda fyrir alla. Óhætt er að taka undir orð Kolbrúnar um að lög um staðfesta samvist hafi verið stór áfangi en ein hjúskaparlög fyrir alla hljóti þó að vera það sem koma skal. Mannréttindi samkynhneigðra eru óvíða betri en hér á landi og stemningin í kringum hátíðisdaga samkynhneigðra sýnir að hugur er í fólki um að gera enn betur. Fjöldi og fögnuð- ur í Gleðigöngu Efst í huga flestra er áreiðanlega réttur samkyn- hneigðra til að ganga í hjónaband eins og aðrir þegn- ar samfélagsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.