Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 10

Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 10
Atli Gíslason bauð vinum og ættingj- um í heljarinnar teiti í gær í tilefni sex- tugsafmælis síns sem er reyndar í dag. Hófið var haldið í Þrastalundi í Gríms- nesi, þeim hlýlega stað. „Ég varð að halda upp á þetta afmæli því alþjóð var tilkynnt um það á kosninganótt í vor,“ segir Atli hlæjandi en bætir síðan við að það hafi aldrei staðið til að fara í felur með tímamótin. „Ég hélt líka upp á fimmtugsafmælið mitt og fannst það mjög skemmtilegt. Það er svo ótrúlega gaman að gleðjast með fólki. Við svona tækifæri hittir maður bæði nána vini og ættingja og líka fólk sem maður hittir ekki oft. Svo fær maður á tilfinninguna að maður sé einhverjum einhvers virði. Að einhverjum þyki vænt um mann og það er gott fyrir sálina.“ Fleira er eftirsóknarvert við afmæli að mati Atla. Til dæmis það að eldast. Hvað skyldi honum þykja gott við það? „Reynslan,“ svarar hann að bragði. „Þá gerist það að meira vinnur vit en strit. Slíkt kemur með reynslunni.“ Þegar haft er orð á að Atli hafi valið fallegan stað fyrir veisluna segir hann. „Já, Þrastalundur er yndislegur stað- ur á öllum árstíðum. Ég á sumarbústað þarna rétt hjá og hef gengið mikið um svæðið. Þetta er feiknarlega gott skíða- göngusvæði þegar snjór er. Manni líður hálfpartinn eins og í norskum aðstæð- um. Skógurinn er svo mikill enda er búin að vera ræktun þarna í gangi í 70- 80 ár. Þetta var vinsæll staður á stríðs- árunum. Þarna var offiserahús sem brann til grunna og nú stendur ekkert eftir nema hliðið.“ Í afmælinu var bæði andlegt og lík- amlegt fóður. „Ég var með flinkan mann að stjórna fjöldasöng,“ segir Atli. „Hann heitir Jarl og er úr Eyjum. Ótrúlega öfl- ugur. Veislustjórinn Sveinn Magnús- son er Eyjamaður líka. Heiða úr Unun og maður hennar Elvar tóku nokkur lög, þau kalla sig Helvar. Stelpubandið Vicky Pollard flutti svo pönk og rokk. Söngkonan í því er barnabarn vina- fólks míns. Síðan var dansiball þar sem hljómsveitin Þjóðviljinn spilaði fyrir mig nostalgíumúsík.“ Þegar Atli bauð til veislunnar óskaði hann eftir að afmælisgjöfum yrði sleppt en samtökin Stígamót væru látin njóta tímamótanna. Hér kemur skýring á því. „Ég hef lengi verið að vinna í sambandi við kynbundið ofbeldi, vegna reynslu kvenna sem ég hef verið að reyna að aðstoða. Slíkt ofbeldi gengur svo þvert gegn réttlætiskennd minni að það hálfa væri nóg. Menn sleppa refsilaust trekk í trekk frá þessum skelfilega verknaði, sem er hreint einkalífsmorð og hefur áhrif, ekki bara á þolandann, heldur alla nánustu fjölskyldu, jafnvel börn og barnabörn, ef ekkert er að gert. Aðstoðin sem konunum býðst er hjá Stígamótum. Þar er mikil þekking til staðar. Ég á allt af öllu og því benti ég á reikning Stígamóta eða gjafir í ein- hverju formi. Ég tala nú ekki um ef fleiri karlmenn færu að taka þátt í bar- áttunni en nú er. Það myndi gleðja mig ósegjanlega.“ Borað eftir heitu vatni í fyrsta sinn „Ég trúi því að engin heimspeki komist hjá því að taka ýtrasta tillit til náttúruvísindanna í kenningum sínum.“ Ástkær bróðir, Óli H. Karlsson (f. 1935), frá Siglufirði, Snorrabraut 32, andaðist á líknardeild Landspítala á Landakoti laugar- daginn 28. júlí. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi. Ragnar Karlsson Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Skírnis Jónssonar bónda á Skarði, er andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 23. júlí. Hjördís Sigurbjörnsdóttir Sigurbjörn Ingi Skírnisson Kristín Tryggvadóttir Jón Bragi Skírnisson Sigurbjörg Helga Pétursdóttir Jóhann Skírnisson Freydís Ágústa Halldórsdóttir Bessi Skírnisson Eiríksína Þorsteinsdóttir Hannes Trausti Skírnisson Katrín Eymundsdóttir Skafti Skírnisson Kristbjörg Lilja Jóhannesdóttir Sigrún Skírnisdóttir Sigurlaug Skírnisdóttir Víðir Ársælsson Guðrún Elfa Skírnisdóttir Kjartan Guðmundsson Hjördís Sunna Skírnisdóttir Magnús Þór Helgason Brynjólfur Gunnarsson Anna Birna Sæmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorbjörg Eyjólfsdóttir Hrafnistu Hafnarfirði, áður Noðurbraut 1, lést fimmtudaginn 2. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 13. ágúst kl. 13.00. Sólveig Björgvinsdóttir Jóhannes Páll Jónsson Eyjólfur Björgvinsson Elsa Rúna Antonsdóttir Guðfinna Björgvinsdóttir Sigurður Emilsson barnabörnin og fjölskydur þeirra. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og fyrrum eiginmaður og tengdasonur, Birgir Árni Þorvaldsson lést þriðjudaginn 7. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Logi Birgisson Kjartan Birgisson Viktoría Sól Birgisdóttir Benjamín Árni Birgisson Óðinn Guðmannsson Þorvaldur Signar Aðalsteinsson Aðalheiður Ingólfsdóttir Ingólfur Örn Eggertsson Kristín Örlygsdóttir Þorvaldur Þorvaldsson Erna Jónsdóttir Adrea Margrét Þorvaldsdóttir Sigrún Rósa Kjartansdóttir Kjartan Tryggvason Sólrún Stefanía Benjamínsdóttir 50 ára afmæli Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, og besti landsliðsmarkvörður okkar til þessa, er fimmtugur í dag. sti Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, Inga S. Jónsdóttir lést miðvikudaginn 8. ágúst á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Áður til heimilis á Miklubraut 84. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sjöfn Jóhannesdóttir Inga og Íris Reynisdætur Jóhannes Reynisson Marýna Lytvyn Malena og Elísa Þórisdætur MOSAIK

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.