Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 16

Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 16
Þ egar var sautján ára og gekk í mennta- skóla í Aberdeen missti ég áhugann á námi. Ég hafði lík- lega of mikinn áhuga á stelpum og brennivíni til að nenna að læra. Ég hætti í skólan- um einn daginn og byrjaði að leita mér að vinnu. Ég fékk vinnu sam- dægurs við að sópa gólfið í vöru- geymslu. Þar var ég í eitt ár. Ég man að ég var bara nokkuð sáttur við að færa hluti frá A til B því ég hafði ekkert markmið í lífinu þegar ég var ungur. En ég sagði þó upp eftir eitt ár,“ segir Steve, sem er 43 ára og lektor í sagnfræði í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi. Næstu árin í lífi Steves einkennd- ust af miklu rótleysi og flakki á milli starfa og staða. „Ég vann við tollgæslu á höfninni í Aberdeen eftir þetta. Það var spennandi fyrir ungan mann að vinna þar því ég var alltaf að sjá eitthvað nýtt. Þar komst ég fyrst í kynni við fólk frá Norðurlöndun- um. Ég man hvað norsku sjómenn- irnir voru drykkfelldir: þeir köll- uðu gjarnan á mann og buðu manni að drekka með sér og éta. Þar sá ég líka tattúveraða konu í fyrsta sinn. Þetta var vændiskona sem hafði verið að vinna í skipunum við höfnina um nóttina. Ég man hvað ég var rosalega hræddur við hana,“ segir Steve og bætir því við að þetta hafi ekki verið mjög öruggt starfsumhverfi og því hafi hann sagt upp eftir ár. „Næst elti ég stúlku sem ég var hrifinn af til Þýskalands. Ég eyddi einu ári í að flakka um landið á puttanum. Svo fór ég aftur heim til Skotlands og vann við hitt og þetta, aðallega hjá ýmsum olíufé- lögum í landi. En ég missti alltaf áhugann á því starfi sem ég var í og hætti yfirleitt eftir stuttan tíma,“ segir Steve. Eitt af því sem Steve gerði var að vinna sem veiðivörður í Skot- landi og að stofna fyrirtæki sem kenndi fólki að fara með skotvopn. „Mér gekk vel og starfaði með lög- reglunni í nokkrum löndum og ýmsum herjum og kenndi þeim skottækni sem ég hafði þróað. En eins og áður þá missti ég áhugann á því. Fólkið sem sótti þessi nám- skeið var mér ekki að skapi, þetta voru mjög oft öfgasinnaðir hægri- menn og ég var orðinn þreyttur á þessu andrúmslofti. Ég seldi sam- starfsmönnum mínum því minn hluta í fyrirtækinu. Um þetta leyti fór ég í frí til Írlands þar sem ég hitti eiginkonu mína sem breytti mér,“ segir Steve. Steve er mikill ævintýramaður og er að eigin sögn afar óþreyjufull- ur að eðlisfari. „Ég er fljótur að verða leiður á hlutunum og þarf alltaf að vera að gera eitthvað nýtt í lífinu, annars fer mér að leiðast. Ég ek um á mótorhjóli í Skotlandi og segja vinir mínir stundum að ég hafi byrjað á því þegar ég fékk gráa fiðringinn. Ég hef hins vegar alltaf átt mótorhjól; líklega hef ég því alltaf verið með gráa fiðring- inn,“ segir Steve og bætir því við að einu sinni hafi hann farið í tveggja vikna mótorhjólaferð um Indland. „Við vorum ansi margir saman í ferðinni sem söfnuðum áheitum áður en við fórum; svo var byggður spítali á Indlandi fyrir féð sem við söfnuðum,“ segir Steve. Þegar Steve var á milli starfa árið 1990 var hann ráðinn sem líf- vörður fyrir hóp af dýrafræðing- um sem voru að fara til Svalbarða; talið var að raunhæfur möguleiki væri á að þeir myndu lenda í ísbjarnarárás. „Á Svalbarða kom svo á daginn að ógnin við ísbirni var raunveruleg. Einn daginn þurfti ég að skjóta í áttina að ísbirni sem nálgaðist okkur. Hann ætlaði ekki að ráðast á okkur þannig að ég fældi hann bara. Mér datt ekki í hug að skjóta hann því það hefði verið siðlaust að drepa ísbjörn í vísindaleiðangri,“ segir Steve. „Fyrsta minning mín um Ísland var þegar ég sá fréttir í sjónvarp- inu um þorskastríðið þegar ég var strákur; fiskibátar frá heimaborg minni Aberdeen komu beyglaðir til hafnar eftir skærur við Íslend- inga. Þá áttaði ég mig á því hvar Ísland var. Reyndar var hugmynd mín um Norðurlöndin þegar ég var barn einkennileg: ég hélt að þau væru öll uppi við norðurpól- inn. Það var svo síðar sem ég komst að því að sum Norðurlöndin eru miklu sunnar en Skotland,“ segir Steve. Hann segist síðar hafa fengið mikinn áhuga á Norður-Atl- antshafinu, sérstaklega Færeyj- um. „Ég skildi ekki hvernig hægt væri að búa á svo lítilli grjóthrúgu í miðju Atlantshafinu; hvernig líf er það eiginlega, spurði ég mig. Um það leyti sem ég fór til Sval- barða áttaði ég á mig á því að mig vantaði tilbreytingu í líf mitt. Ég var nýbúinn að hitta konuna mína, sem er fædd í Svíþjóð, og hún kenndi mér það sem ég kann í Norðurlandamálunum. Ég hafði alltaf haft áhuga á Norðurlöndun- um; fór til dæmis oft í helgarferð- ir frá Skotlandi til Svíþjóðar og Noregs, skemmti mér á barnum og flaug svo aftur heim. Konan mín hvatti mig til að fara í háskóla og læra sagnfræði því ég væri hvort sem er alltaf að lesa sagn- fræðibækur. Þá var ég 27 ára,“ segir Steve. „Áhugi minn á sögu Norðurland- anna jókst svo stöðugt meðan ég var í háskóla. Það eina sem ég vildi gera þegar ég fór í háskóla var að bæta upp fyrir það að ég var mjög lélegur námsmaður þegar ég var yngri. Ég tók BA- gráðu í sögu Skotlands og í gall- ísku. Ég ætlaði mér aldrei að verða fræðimaður, það var bara eitthvað sem gerðist að loknu BA-námi eftir að ég hafði sótt um náms- styrk til doktorsnáms í sögu Skot- lands og Norðurlandanna. Til að fá styrkinn þurfti ég hins vegar að kunna Norðurlandamálin, eitthvað í frönsku og latínu og helst dálitla hollensku. Þegar ég komst að þessu fór ég að hlæja því ég kunni ekkert þessara mála en það gerði konan mín hins vegar því faðir hennar var diplómati og hún hafði búið í mörgum löndum. Hún sótti um styrkinn og fékk hann. Við ákváðum að skipta styrknum á milli okkar og skrifa bæði dokt- orsritgerðir. Við vöknuðum stund- um á nóttunni til að ræða um sagn- fræðileg vandamál í rannsóknum okkar. Ég var heppinn að deila rúmi með sennilega einu mann- eskjunni í heiminum sem var að rannsaka það sama og ég. Svona varð ég doktor í sagnfræði,“ segir Steve. „Við þurfum að njóta lífsins og hafa gaman af því sem við gerum; annars eigum við bara að gera eitthvað annað. Þess vegna hætti ég í svo mörgum störfum þegar ég var yngri: mér leiddist. Ég held að ég hafi þurft að vera leitandi maður í tíu ár og prófa ýmsa hluti til að átta mig á því hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég held að ég hafi fundið það því sagn- fræðin er mér ástríða,“ segir Steve og bætir því við hann telji að menn eigi að reyna að lifa fjöl- breytilegu lífi. „Stattu þig vel í námi, starfi, íþróttum og sjáðu til þess að þú drekkir alla undir borð- Ævintýramaður með ástríðu fyrir sagnfræði Sagnfræðingurinn Steve Murdoch er heiðurs- gestur á norrænu sagnfræðingaþingi sem haldið er í Reykjavík. Hann hefur getið sér gott orð fyrir rannsóknir á tengslum Norðurlanda og Skotlands. Murdoch er ævintýramaður sem var rótlaus í æsku og lengi að átta sig á því hvað hann vildi gera í lífinu. Murdoch sagði Inga F. Vilhjálms- syni frá lífshlaupi sínu og áhuga sínum á sögu og Norðurlöndunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.