Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 87

Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 87
Hin kröftuga danshljómsveit Mot- ion Boys er að ljúka við upptökur á nýju lagi sem væntanlegt er í hlust- un fljótlega. Lagið heitir Steal Your Love og fullyrðir söngvari sveitar- innar, Birgir Ísleifur Gunnarsson, að það sé í miklu uppáhaldi hjá sveitarmeðlimum. „Við erum á fullu að klára lagið og Viðar Hákon Gíslason er að hjálpa okkur við að pródúsera. Það er aðeins hægara tempó og meira svona „Billie Jean“ grúv í þessu en Hold Me Closer To Your Heart sem við létum frá okkur síðast. Það er rosalega mikil radd- vinna á bak við lagið og það er sko ekkert grín að flytja þetta lag „live“,“ segir Birgir og bætir því við að þeir strákarnir hafi mikla trú á þessu lagi. „Þetta er hetjuballaða sem gæti alveg lifað lengi. Svo er ætlunin að gefa út veglega smáskífu sem mun þá einnig innihalda remix eftir ein- hverja sniðuga menn.“ Þeir sem hafa áhuga á að heyra í drengjun- um geta kíkt á heimasíðuna www. myspace.com/motionboys en þeir eiga einnig lag í væntanlegri ævin- týramynd, Astrópíu. Hetjuballaða frá Motion Boys

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.