Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 88

Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 88
Allt bendir til brotthvarfs Eiðs frá Barcelona Valsstúlkur skoruðu sex mörk gegn afar varnarsinnuðu færeysku liði KÍ frá Klakksvík í öðrum leik sínum í Evrópukeppni félagsliða í gær. Með 6-0 sigrin- um er Valsliðið komið áfram í milliriðla keppninnar. Þeim rauðklæddu gekk illa að brjóta þéttan varnarmúr KÍ á bak aftur til að byrja með. Færeyska liðið stillti nánast öllum leikmönn- um sínum upp við og fyrir fram- an vítateiginn og fékk nokkur færi úr skyndisóknum. Eftir að Rakel Logadóttir kom Val yfir á 40. mínútu brotnaði KÍ og allar flóðgáttir opnuðust í síð- ari hálfleik. Margrét Lára Viðars- dóttir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik en þær Guðný Björk Óðinsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir eitt mark hver. „Þetta var ekki auðvelt til að byrja með en um leið og fyrsta markið datt inn var þetta greið leið. Þær pökkuðu bara í vörn og beittu skyndisóknum. Þær fengu nokkur færi, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við spiluðum ekkert sérstaklega vel,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við áttum svo bara mjög góðan seinni hálfleik og völtuðum bara yfir þær. Ég bjóst reyndar ekki við meiru af þessu færeyska liði en við höfum spilað mjög vel og af miklu sjálfsöryggi. Stelpurnar hafa notið þess að spila og þær yfirspiluðu andstæðinginn. Það var virkilega gaman að horfa á liðið spila,“ sagði Elísabet. Valur vann FC Honka frá Finn- landi í fyrsta leik sínum og mætir Den Haag frá Hollandi á þriðju- daginn í lokaleik sínum í riðlin- um. „Við erum með sterkasta liðið í riðlinum. Hann er erfiður og finnska og hollenska liðið eru sterk en við erum bara sterkari. Þetta segir okkur að við erum á uppleið. Við erum með meiri reynslu í alþjóðafótbolta og þessi reynsla fleytir okkur langt. Við erum orðin mjög sterk á evrópsk- an mælikvarða,“ segir þjálfar- inn. Valur mætir Frankfurt frá Þýskalandi og Everton frá Eng- landi í milliriðli, en hvert fjórða liðið verður er enn ekki komið í ljós. Riðillinn verður spilaður dagana 11. til 16. október en ekki er ljóst hvar. Elísabet segir að til greina komi að spila hann á Íslandi en hvort Valur sæki um það eigi eftir að koma í ljós. Valur er komið áfram í milliriðla í Evrópukeppni félagsliða eftir 6-0 sigur á KÍ frá Færeyjum. „Við erum með besta liðið í þessum riðli,“ segir þjálfari Vals sem er ánægður með liðið. Milliriðillinn verður leikinn í október, hugsanlega á Ís- Fjarðabyggð vann Reyni frá Sandgerði 4-1 í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Jóhann Ingi Jóhannsson, Andri Valur Ívarsson og Ingi Steinn Freysteinsson skoruðu fyrir Austfirðinga auk sjálfsmarks frá Reyni en mark þeirra skoraði Hafsteinn Þór Friðriksson. Þá vann Njarðvík lið Þórs með tveimur mörkum gegn einu. Guðni Erlendsson og Frans Elvarsson skoruðu fyrir Njarðvík en Hreinn Hringsson fyrir Þór. Fjarðabyggð lagði Reyni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.