Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 96

Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 96
OMXI15 var 8.280,24, þegar ég setti upp nýju 55.000 króna hlaupaskóna með metangashælpúð- um og títaniljafjöðrun, og Nasdaq var 2.547,33 þegar ég hafði hlaupið tíu kílómetra og fannst ég jafnná- lægt hruni og friðuðu grásleppu- hjallarnir við Ægisíðu. Ég staulaðist niður í fjöru og tók pásu á bak við stein. Púlsinn var 178. Ég hef ekki verið nógu duglegur í ræktinni. Það er vika í maraþonið. Ég verð að fá meiri stamínu. Liðið í Þeirrabanka fær ekki að njóta þeirrar ánægju á laugardaginn að sjá stjórnarfor- mann Sjálfsmínbanka síga niður eftir nokkra kílómetra á metangas- skóm með títaniljafjöðrun. þorði ekki að hlaupa meira. Ég tók það rólega á bak við steininn, náði púlsinum niður, hringdi í einkó og bað hann að koma á Róvernum. Ég dundaði mér við að horfa yfir á Bessastaði á meðan ég beið. Ég sá að Dorrit var komin út að hengja upp þvott. var fullt af fólki að æfa fyrir maraþonið á Ægisíðunni. Jafnvel Baddi í ÓP-fjárfestingum kom gjögtandi í skræpóttum sportgalla, maður sem verður andstuttur af því að taka upp flösku af Romanée Conti. En heilbrigður lífsstíll geng- ur fyrir öllu öðru. Baddi tölti þetta sisona með þjáningarsvip og hand- frjálsan búnað. Það er svo mikil ókyrrð á markaðnum. Ég ætla að hlaupa með handfrjálsan í fyrra- málið. hringdi í dag einhver kven- maður frá borginni og spurði hvort ég væri ekki til í að hafa opið hús á Smáragötunni á menningarnótt og bjóða gestum og gangandi upp á vöfflur. Ég er ennþá með verk í bringspölunum eftir hláturskastið. Heldur fólk virkilega að maður, sem er áberandi í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og Mannlífs, fari að standa persónulega yfir vöfflujárni og hleypa inn á sig alls konar organískt trúuðu menningar- pestóliði sem er með það á heilan- um að það þurfi að „glæða mannlíf í miðbænum“. Ég veit ekki hvað er að gerast í Reykjavík. Þegar ég var strákur átti ég bók um „pönnuköku- kónginn“. Núna á maður heima í bæ þar sem er „vöffluborgarstjóri“. Hjallastefnan grefur svona um sig. er skrýtið að þessum tekjublöðum ber ekki saman um hvað ég hafði í tekjur í fyrra. Það munar 25 árslaunum kennara á mánuði. Bæði blöðin segjast með rétta tölu. Ég kann ekki að reikna út hvað ég var með í tekjur. Vildi bara að endurskoðandinn gæfi örugg- lega meira upp á mig á framtalinu en við héldum að stjórnarformaður- inn í Þeirrabanka vildi láta gefa upp á sig. Svona misræmi er óþolandi. Ég læt Sjálfsmínbanka neita blað- inu með lægri töluna um lengri greiðslufrest. Billjónsdagbók 12.8.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.