Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 2
lÍiiMÍI' Sunnudagur 4. janúar 1981 Fáeinar laglegar visur úr gmsum áttum: „Getur myndað sviða í sárum Sjafnaryndi í borgarstjórn” Nú um sinn hafa veðurguöir verið nukkuð stríðlundaðir og miðlað okkur rosatfð, sem valdið hefur usla eins og stundum vill veröa. Tæknibúnaöur ýmis konar hefur ekki staöizt áraunina, simalfnur sagt upp þjónustunni i bili, rafstrengir brugðist og það kerfi sem á að koma útvarpsefni áleiðis til fólks fariö úr skorðum. Og brimiö gert sig heimakomið viö nýja hafnargaröa, rétt eins og þvi væri ókunnugt um útrekninga ha fna r m álas tj ór narinna r. Og fleira og sorglegra hefur að hönd- um borið. I pólitikinni hafa lika verið alls konar hornriðar — veðrahvörf, sem viö höfum sjálf búiö okkur til, svo að allir hafi nokkuö aö iðja likt og Arni Magnússon sagöi foröum daga um villurnar, sem settar voru á pappir handa öðrum aö striöa viö. En likt og jólin og áramótagleöin hafa risið öndverö gegn óveörinu, varpaöi afmælis- fagnaöur forsætisráöherrans birtu á hinn pólitiska sorta. t þessari.rumbu, sem ókyrrö I lofthjúpnum og mannllfinu hefur stefnt aö okkur, kemur upp i hugann gömul visa, sem varö til, þegar ekki ólikt stóö á, tiö i haröara lagi og gerningaþoka á stjórnmálasviöinu. Þaö var á kal- árunum i tiö viöreisnarstjórnar- innar góðfrægu og mæöutónn i mörgum þar á meöal bændunum, sem alla jafna eru annars hugprúðir, þótt á bjáti. Nokkrum vandkvæðum er bundið að ættfæra þessa visu, en nokkrar likur eru til þess, aö hún hafi kviknaö upp i Hreppum. En hún er á þessa leið, og raunar jafngóö, þótt hún væri ekki af ætt: ömurlegt er allt vort puð, illt er nú i vændum, þegar bæði Gylfi og guð ganga i skrokk á bændum. öll él birtir upp um siöir, segir huggunarrfkt máltæki. Og svo fór i þetta skipti. Kalárin liöu hjá, viöreisnarstjórnin dó drottni sinum (sem ekki var á himnum) og kaffæröist viö tólf milna mörkin, sem hún vogaöi sér ekki út yfir. Og ný tiö fór aö meö nýjum veörabrigðum. En meö þvi aö allt er lifiö striö og vandi, þá linnti ekki skærum. Til vitnis um þaö er þessi visa, er kveöin var, þegar Kröflumál komust á dagskrá — nokkurs konar forspil, aö þeirri ókyrrö, er siöan hefur veriö á Kröfluslóöum: Sólnes gránar meir og meir, mæðist hold og andinn. Velgja honum vinir tveir, Vilmundur og fjandinn. Um þessa visu er þaö segja, aö hún mun vera eftir Jóhannes Benjaminsson. Nú er oftast hljótt um Vil- mund, enda þótt hann eigi i höggi viö skitapakk bak viö tjöldin, aö sjálfs sögn. En einhvers staöar i fornum fræöum talar Snorri um „tilkvámu kvennanna á ekki alls- kostar vinsamlegan hátt. Og sú öld kvennanna, meöal annars i stjórnmálum. „Tilkváma” sumra þeirra hefur vakiö nokkurt umtal. Ein þeirra er Sjöfn Sigur- björnsdóttir, sem sæti á i borgar- stjórn Reykjavikur og hefur veriö talin nokkuö upphlaupsgjörn. Einhverju sinni, þegar hún gekk gegn vilja þess meirihluta, sem hún sjálf skipar, og lagði Sjálf- stæðisflokknum liö, orti Jóhannes: Eldar kyndast, ýfist báran, eykur blindu sérhver fórn, getur myndað sviða i sárum Sjafnaryndi i borgarstjórn. Guörún Helgadóttir hófst til pólitiskrar fremdar um svipað leyti og Sjöfn, og hefur einnig þótt nokkuö itæk. Nú sföustu mánuö- ina hefur þaö veriö mest haft á orði, aö hún hótaöi aö hætta stuöningi sinum viö rikisstjórn- ina, ef Frakki sá, sem leitaði á náöir Islendinga á hrakningi sinum, Patrekur Gervasoni, yrði sendur nauöugur úr landi. Um þaö kvaö Jóhannes: Ströngum bundin eðlisarfi, eykur sundrung mesta á fróni, Guðrún splundrar stjórnarstarfi, stynur undir Gerva'soni. Og nú kemur ti! kasta kvenna aö sýna, aö þær séu jafnokar þessara karlhrauka, sem eru aö yrkja um þær hálfgert flim, og hafi ekki siður vald á máli og rimi en þeir. En meö þvi aö Patrek, sem geldur þess svo hastarlega, aö hann vill ekki láta kveöja sig til vopna i þessum herskáa heimi, hefur borið á góma, getur hér flotiö meö önnur visa, er gerö var, þegar ungt fólk settist um hrið aö hjá þeim Friðjóni dómsmálaráö- herra og Baldri Möller, og mun eiga rætur að rekja upp i Mýra- sýslu. Hún er á þessa leið: Hyggst að sýna heiminum, að hugur fylgi máli, söfnuðurinn á setunum i sjálfum Arnarhváli. Viö byrjuöum þennan þátt á nokkrum orðum um veöriö. En um bágt veðurfar er til nægö vlsna. Viö getum staldraö við hjá Jóhanni Garðari Jóhannssyni frá Oxney, sem svo kvaö, er hann var á skipi sinu á Skagagrunni i Iskyggilegu útliti: Veðri lýsa vondar spár, vonadisum fækkar, lokar is i áttir þrjár, aldan rís og hækkar. Þegar hann var oröinn aldur- hniginn, varð honum eitt sinn litið i spegil. Hann virti fyrir sér þær rúnir, sem stormar og særok höföu rist á andlit hans og kvað: Veörum lúöur, listin þverr, leggur að súðum strenginn, máður skrúði mjög ég er, mér til húðar genginn. Eins og fólk hefur eflaust veitt athygli hefur hér ekki komiö hljóö úr horni um Heklu og Kröflu. Þaö er engu likara en Þingeygingar og Arnesingar hafi orðið klumsa og geti ekki framar komið fyrir sig oröi. Aftur á móti hefur Jóhannes Benjaminsson skorizt i leikinn (sýnilega í þeirri trú, aö heima- varnarlið Heklu og Kröflu sé ekki dautt úr öllum æöum), og þaö, sem hann hefur til málanna aö leggja er þetta: Deilan fer harðnandi orð af orði, upprifjast tekur gömul saga, að Húsviking ekki hýsa þorði Heklubóndinn i gamla daga. Frekar virtist Jóhannes beina geiri sinum að Sunnlendingum, ef nokkuð er, er kannski bending um, aö þeir úr Hvitársiöunni telji sig nokkurs konar arftaka Þing- eyinga i ljóöalist. En vara er aö taka fyrir þvi, ef til svara kemur, aö nokkrum veröi á aö lasta Hvitá, sem er Hvitsiöungum ekki siöur helgur dómur, ásamt Eiriksjökli, en eldfjöllin nábúum þeirra. Þetta er sagt svona til vonar og vara, svo aö ekki hljótist illt af. —JH Trjábörkur gæti fullnægt helmingi sykur- þarfar í skógarlöndum Trjábörkur er hrjúfur viökomu. En hann er ekki allur, þar sem hann er séöur. 20—45% af þyngd hans eru sykurefni ýmis konar, og i skógræktar- löndum eins og Noregi, Finn- landi og Sviþjóð fellur til svo mikiö af berki, að sykurinn i honum fullnægði hálfri sykurþörf fólks i þessum lönd- um, ef hann væri nýttur til hlitar. Samtök, sem vinna aö iön- aöar- og tæknirannsóknum, hafa bækistöð sina i Þránd- heimi. Þau hafa gert áætlun um vinnslu efna úr trjáberki og hafa hug á að prófa og þróa þær aðferðir, sem þykja álitlegast- ar, og komast til botns i þvi hvort vinnslan kann að geta svarað kostnaði. Fyrst og fremst eru þaö sykurefnin, sem þessi samtök vilja leitast viö aö nýta. Hug- myndir hafa veriö uppi um þaö aö hefjast handa nú i byrjun þessa árs. Aldrei fyrr hefur ver- iö gerö rækilega gangskör aö þvi aö kanna, hvort sykur- vinnsla af sliku tagi getur borgað sig, en hér og þar hafa verið tilraunir meö vinnslu annarra efna úr berki, einkum þeirra, sem öörum iönaöi eru nauösynleg og hafa tilhneigingu til þess aö hækka mjög i verði, ef eitthvaö ber út af — eftir- spurn eykst eöa eitthvaö tor- veldar framleiöslu þeirra. 1 skógarhöggs- og trjávinnslu- löndum er þaö oröiö talsvert vandamál, hvaö gera á viö trjábörkinn, svo aö raunar væru tvær flugur slegnar i einu höggi, ef takast mætti aö gera hann aö hráefni til iönaöar. Viö frum- athuganir, sem gerðar hafa ver- iö, hefur ekkert komiö fram er mæli gegn þvi, aö hann megi nota til umfangsmikillar sykurgerðar. En fram aö þessu hefur aöeins veriö unnið aö Forvfgismaður hugmynda um sykurvinnslu úr trjáberki I Þrándheimi, Thor Thosen, viö tilraunapott. könnunum viö skrifborö og mestmegnis verið lögö stund á aö draga saman vitneskju, hvaöa afuröir má fá úr berkin- um. Efnasamsetning hans er þekkt til hlitar. En vafi leikur á þvi, hvernig þau veröa unnin Ur honum meö tilkostnaöi, sem ekki yfirgengur verömæti þess, sem úr honum má fá. Sykurefnin i berkinum má nota á ýmsa vegu, þar á meöal til gerjunar viö bruggun til brennslueða neyzlu. Sýnt þykir, aö fá megi úr norskum berki sem næst helming þeirra sykur- efna, sem Norömenn nota, ef takast má aö hreinsa þau og kristalla. En jafnvel þótt sú veröi reyndin, aö vinnslukostn- aöur færi nú fram úr þvi, sem hagkvæmt getur heitiö, er vitneskja og kunnátta I þessu efni nokkurs viröi, þvi að hæg- lega gæti þaö, sem nú telst óhagkvæmt, veriö oröiö hag- kvæmt aö nokkrum tima liönum, til dæmis um næstu aldamót. A þvi eru jafnvel mikil likindi, ef sykur veröur innan tiöar notaöur viö framleiöslu mikils hluta þeirra orkugjafa, sem þjóðirnar þarfnast til þess aö knýja aflvélar. Börkurinn nýtist að sjálfsögöu, þegar hann er notaöur til eldsneytis, til dæmis til upphitunar hUsa I einhverri mynd. En þótt sifellt sé verið aö endurbæta tæki, sem að þessu lúta, fer mikiö af orkunni i berk- inum til þess aö eyöa vatni úr honum sjálfum, svo aðhann geti brunniö. Oeölilega litiö af hinni miklu orku, sem I honum er fólginn, kemur þvi' til skila meö þeim hætti. Vissulega getur borgaö sig að brenna berki til upphitunar i stað þess aö kaupa oliu i þvi skyni. Eftir sem áður er nýting- in ekki fullkomin meö þeim hætti. Sé unnt að gera betur, þá er ekki um neitt smáræði að tefla i þeim löndum, þar sem skógar eru miklir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.