Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 4
4
Sunnudagur 4. janúar 1981
•••í spegli tímans
Hafmeyjan og
prinsinn
Andrew prins er hinn myndarlegasti ungur maöur. Hann hefur
oröið aö kynnast lífinu I hernum. Lengst hefur hann veriö í sjó-
hernum.en hérsjáum viöhann f herinannabúningi þar sem hann
er aö fara aö æfa fallhlifastökk
•:••• '
K'. .
Gemma Curry kemur á balliö meö prinsinum. Vírgrind
var notuö undir „kuöungsgreiösluna”
I mörg ár hefur mikið veriö bollalagt um það i Bretlandi
hver verði eiginkona Karls Bretaprins, enda er von á þvi,
að konungshollur almenningur þar i landi hafa áhuga á
þvi hver verði næsta drottning i landinu. Andrew prins
hefur ekki eins verið umtalaður i sambandi við væntan-
lega giftingu, en hinn glæsilegi ungi maður má nú orðið
varla láta sjá sig með stelpu svo ekki fari allir aö stinga
saman nefjum um að hann sé liklega trúlofaður.
Snemma á árinu 1980 kynntist Andrew prins sýningar-
stúlkunni Gemmu Curry sem er mjög þekkt i Bretlandi.
Hún er 22, ára en prinsinn tvitugur. Með þeim tókst góður
kunningsskapur, og nú nýlega, þegar Módelsamtökin i
London héldu árshátið, þá var Andrew herrann hennar á
ballinu. Þau vöktu auðvitað heilmikla athygli, og ekki sist
vegna þess að Gemma var i mjög frumlegum hafmeyjar-
búningi og með hárið uppsett eins og kuöung. Gárungarnir
sögðu, að prins Andrew sem undanfarið hefur veriö i sjó-
hernum, heföi uppgötvað hið forna Atlantis, landið sem
sögur segja að sokkið hafi i sæ fyrr á öldum. Þar hafi hann
numið á brott prinsessuna en hvort hann fær hálft rikið
fylgir ekki sögunni.
bridge
Það kemur fyrir bestu spilara að vera
eitthvaöutan viðsig þegar þeir taka spilin
sin upp og sortéra vitlaust. Svoleiöis lagað
leiðir oft til undarlegra sagna og spila-
mennsku og ótrúlega oft detta þessir
„prófessorar” i lukkupottinn. I spili dags-
ins náði spilarinn i austur snilldarvörn
gegn 4 spöðum einmitt vegna svona slyss.
Norður. S. A65 H.KG4 T. 987 L. AD82 A/Enginn
Vestur. Austur.
S.743 S.82
H.D872 H. 10953
T.AK32 T.DG106
L.G3 Suður. S. DG109 H. A6 T. 54 L. K10765 L.K94
Einsog sést eru tveir laufakóngar í spil-
inu en það hafði sinar eðlilegu skýringar.
Austur hafði einfaldlega sett spaöakóng-
inn með laufunum. Suður spilaði 4 spaða
eftir aö vestur hafði opnað I þriðju hendi á
einum tigli. Vestur spilaði út tigulás og
kóng og þriðja tiglinum sem suður tromp-
aði. Hann spilaði spaðadrottningu og
hleypti henni og austur lét auðvitað lftiö.
Siðan kom spaðagosi og enn lét austur lit-
iðenda vissi hann ekki af spaðakóngnum.
Þá lá staðan ljós fyrir suöri. Vestur átti
auðvitað K7 f spaða og nú gat suður spilað
laufunum þangað til vestur trompaði með
sjöunni. Ef vestur spilaði þá tigli til baka
gæti suður trompaö heima, farið síðan
inni borð á hjartakóng og tekið sfðasta
trompiö með ásnum. Hann spilaöi þvf
laufi á drottningu og austur ætlaði að fara
aö taka slaginn með kóng þegar hann sá
alltíeinu hvers kyns var. Hann setti því
fjarkann i staöinn, frekar óhress yfir að
hafa hent svona frá sér slag. Suður tók
ekkert eftir kvalasvipnum á austur, og
spilaði þvi laufi heim á kóng og þriðja
laufinu. Vestur trompaði steinhissa með
sjöunni og austur henti tigli. Og þegar
vestur spilaöi tigli til baka gat austur
trompað með kóngnum og vörnin var
skyndilega komin með 4 slagi I spili sem
alltaf hlaut að standa ef austur tekur á
spaðakónginn sinn á skikkanlegum tfma.
— Það er söfnun i gangi fyrir
Stinu vinkonu, hún er i blankara
lagi i bili.
Með
morgunkaffinu
— Sprakk á bílnum hjá þér? Þaö er engin afsökun
fyrir að koma of seint, þú heföir bara getaö fariö
fyrr af staö...
- —
- /. / ///
-
'~rT 7
/ / /
Eru maðkamir sprelllifandi i dag?
Hættu strax, Gunna. Þetta er ekki dýra-
?arður.