Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. janúar 1981
5
Fjaðrafok út af lífeyr-
isgreiðslum til
sænskra hálauna-
manna í fullu
starfi á hæstu
launum
H ægr i m a ðu ri n n Sven
Johansson, landshöfðingi i
Umea i Sviþjóð, er fimmtiu og
eins árs gamall. Embættislaun
hans eru jafnvirði tuttugu og
sex þúsund islenzkra nýkróna,
talsvert ofan við sænsk ráð-
herralaun. En auk þess fær
hann greiddan lifeyri, bæði frá
borg og þingi, svo að fastar tekj-
ur hans af opinberu fé eru um
fjörutiu og fimm þúsund
islenzkar nýkrónur á mánuði.
Hverju sætir þetta? Jú, Sviar
voru mikil uppgangsþjóð (og
eru meðal fremstu þjóða heims)
og þegar velgengni jókst ár frá
ári og ekkert lát virtist ætla að
verða á svonefndum hagvexti,
fannst stjórnmálamönnum timi
til þess kominn að gera vel við
sjalf sig. Akveðið var að þeir,
sem átt höfðu setu á þingi, eða
borgarstjórn skyldu njóta lif-
eyris, er þeir hyrfu þaðan, og
um þaö settar reglur. Þetta
skyldi falla mönnum i skaut á
hvaða aldri sem þeir voru og að
hvaða störfum sem þeir sneru
sér. Rökstuðningurinn var sá,
að þetta yrði að gera i þágu lýð-
ræðisins. Menn, sem fórnuðu
fyrri störfum og framavonum
þar vegna stjórnmálanna, yrðu
að hafa allt sitt á þurru — einnig
þótt þeir reyndust ekki til lang-
lifis bornir við stjórnmálin.
Nú eru Sviar komnir i mestu
ógöngur meö rausn sina. Opin-
berar álögur þykja geigvænleg-
ar og sá kostnaöur, sem hlaðizt
hefur á rikið og sveitarfélögin,
er farinn að vaxa mörgum
manninum i augum. Nú um
skeið hefur þess verið leitaö
með logandi ljósi, hvar sneiða
má af rekstrarkostnaði, án þess
að sérlegur skaði sé skeður fyrir
þjóðfélagið, fótum hefur verið
stungið við og aö þvi gengið að
vinda heldur ofan af snældunni.
Þegar svo er komið, beindist
athyglin að þeim furðulega lif-
eyri, sem fjölda manns, sem
skolazt hafa út úr röðum virkra
stjórnmálamanna, er nú
greiddur. Landshöfðinginn i
Umea er aöeins dæmi, um
hvernig þessar lifeyrisgreiðslur
eru i framkvæmd. Hópar
manna i æðstu embættum, þar
sem hæst laun eru greidd, hafa
tvöfaldan lifeyri eins og lands-
höfðinginn, þingmenn, sem áöur
voru einnig i borgarstjórn fá lif-
eyri i ofanálag á þingmanns-
tekjurnar, og jafnvel fólk á milli
fertugs og fimmtugs ber stórfé
úr býtum meö sama hætti og
mun gera það til æviloka að öllu
óbreyttu.
Lars Ahlvarsson úr jafnaðar-
mannaflokknum, deildarstjóri
hjá sambandi sveitarfélaga, 46
ára, hefur upp undir tuttugu og
átta þúsund nýkrónur i em-
bættislaun, og fær ofan á það
tólf þúsund krónur i lifeyri á
mánuði. Ulf Adelsohn sam-
göngumálaráðherra, 39ára með
tuttugu og fimm þúsund króna
ráðherralaun á mánuði, fær yfir
tólf þúsund krónur að auki i lif-
eyri frá borgarráöinu. Paul
Grabö, 62 ára þingmaður úr
Miðflokknum, fær á fimmtánda
þúsund krónur i þingmanns-
laun, en hærri fjárhæð i lifeyri
frá borgarráði. Lennart Blom,
55 ára þingmaöur úr röðum
hægrimanna, er i sömu sporum.
Nú er svo háttað, að fólki er
heimilt að afsala sér þessum lif-
eyri, bæöi fyrir fullt og allt og
um stundar sakir, ef það gegnir
hálaunuðum störfum. En þaö
hefur ekki verið sérstök ásókn i
það að losna við hann. Við leit
hafa fundizt tvö dæmi. Erik
Huss, þjóðflokksmaður, hafnaöi
lifeyrinum, er hann var i há-
launuðu starfi hjá Dagens Ny-
heter, og Ake Pettersson, mið-
flokksmaður, afsalaöi sér hon-
um, er hann var settur i
hálaunastarf i félagsmála-
ráðuneytinu.
Sitthvaö hefur komiö i ljós
siðan fariö var aö kanna þessar
lifeyrisgreiðslur. Sumir hafa til
dæmis boriö að það, sem eftir
verður, þegar skattur hefur ver-
ið greiddur af lifeyristekjunum,
renni i flokkssjóð. Sú vitneskja
hefur ekki hleypt góðu blóöi i
fólk, sem samstundis segir sem
svo: Fyrst ákveða flokkarnir
þessar greiöslur af almannafé
með samkomulagi sin á milli,
og siðan hiröa þeir sjálfir af-
raksturinn, þar sem þeir koma
þvi við.
Almenningurinn i Sviþjóð, er
ekki ofhaldinn af þeim ellilif-
eyri, sem honum er látinn i té.
Frá sjónarmiöi fólks sem á
hann i vændum og annaö ekki,
er dæmið auðsett upp: Viö erum
skattlögð alla ævi og af okkur
tekið fé i alls konar sjóði, og
þegar kemur að leiöarlokum fá-
um við ekki nema skorinn
skammt. En viö erum fullgóö til
þess að standa undir sjálftekn-
um „lifeyri” handa mönnum,
sem eru i fullu fjöri og á hæstu
launum, sem þekkjast I þjóð-
félaginu.
Það fjaörafok, sem oröiö hef-
ur út af þessu, hefur leitt til þess
að nefnd manna hefur verið
skipuð til þess að gera tillögur
um það, hvernig dregiö verði úr
þessum óeölilegu lifeyris-
greiöslum. En hún þykir nokkuð
sein i svifum, enda i henni sumir
þeir sem fá greiddan lifeyri ofan
á embættislaun. Þessir menn
gangast að visu við þvi i blaða-
viðtölum, að sá háttur, sem nú
er á þessum málum i Sviþjóö,
geti ekki gengið til langframa.
En það er hægara I að komast
en úr að vikja, og nefndin telur
ógerlegt, aö hún hafi tillögur
sinar tilbúnar fyrr en næsta
haust og engar likur á ákvöröun
stjórnvalda fyrr en árið 1982.
Þannig sigur Tiber seint og
þungt I ægi.
Má bjóða þér
SUMARHÖLL
eða kannski nýjan
FARKOST?
Hver slær hendinni á móti slíku boöi?
Hvaö þá, þegar allt sem þarf til þess aö eiga þessa
möguleika, er aö vera áskrifandi aö Vísi?
í AFMÆLISGETRAUN VÍSIS,
sem er í senn létt og skemmtileg, og er bædi fyrir nýja
og eídri áskrifendur, eru þessir þrír glæsilegu vinningar:
1
Aöalvinningurinn er svo auövitaö Vísir sjálfur,
sem nú er oröinn stærri, skemmtilegri og fjölbreyttari
en nokkru sinni fyrr!
Verið með frá byrjun!
Gerixt áskrifendur strax i dag!
vísm
Áskriftarsíminn er 86611