Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. janúar 1981
7
WMm
Þórarinn Þórarinsson:
Á stríðstímum er ísland
á yfirráðasvæði Engilsaxa
Á yfirráða-
svæði
Engilsaxa
Fjögur rit, sem öll fjalla um
islenzka sögu á þessari öld,
komu út fyrir jólin. Merkast
þeirra og raunar i sérflokki, er
ófriöur i aösigi eftir Þdr White-
head.
Bersýnilega hefur hödundur-
inn lagt i þaö mikla vinnu og
viöaö aö sér miklu efni. Honum
hefurtekizt aövinna úr þvi fróö-
legt og læsilegt rit. Mestu skipt-
ir þó, að það ber vitni glöggum
sagnfræðingi og samvizkusöm-
um.
Aö þvi leyti sem ég þekki til
þessara mála, — en ég var rit-
stjóri við Nýja dagblaðiö og
Timann á þessum árum,—finnst
mér höfundi yfirleitt ekki skeika
i niöurstöðum sinum.
Hin ritin eru Island á brezku
valdsvæði eftir Sólrúnu B. Jens-
dóttur, Valdatafl i Valhöll eftir
Anders Hansen og Hrein Lofts-
son og Island i skugga heims-
valdastefnu eftir Einar Olgeirs-
son.
RitSólrúnarer stytzt, en gerir
þó þvi efni, sem það fjallar um,
glögg skil. Ég man ekki eftir, aö
áður hafi verið fjallaö öllu skil-
merkilegar um þennan merka
þátt i islenzkri sögu.
A þessum árum, 1914—1918,
tóku Islendingar fyrst utan-
rikismálin i sinar hendur, þvi' að
Danir hvorki gátu eða vildu
annast þau.
Ég hygg aö sá sé og veröi
dómurinn, aö Islendingum hafi
tekizt þetta vel og þaö aukiö
þeim sjálftraust til að stiga siö-
ustu sporin til fulls sjálfstæöis.
Þetta rit Sólrúnar B. Jens-
dóttur minnir glöggt á, hvar
Islendingar eru staddir i heim-
inum og hvort sem þeim fellur
það betureða verr hlýtur þaö aö
ráöa miklu og oft mestu um
utanrikisstefnu þeirra. ísland
var og er enn á yfirráöasvæöi
Engilsaxa og hefur ekki i önnur
hús að venda, ef i harðbakkann
slær.
Eric Cable
Rit Sólrúnar B. Jensdóttur
geymir mikinn fróðleik. At-
hyglisvert er aö kynnast þeim
manni, sem var þá valdamesti
maöurinn á Islandi, Eric Grant
Cable, ræöismanni Breta i
Reykjavik. Allir aðflutningar til
og f rá landinu voru þá f höndum
Breta og þeir gátu sett okkur
stólinn fyrir dyrnar eins og
þeim sýndist. Það féll i verka-
hring brezka ræöismannsins i
Reykjavik aö fara meö þetta
mikla vald.
Það verður ekki annaö séö en
Eric Cable hafi rækt þetta hlut-
verk sitt á þann veg, aö Islend-
ingar hafi mátt vel viö una.
Þaö viröist lika aö Cable hafi
veriöheppilegur tilþessa starfs,
fljótur aö átta sig á malum og
kynnzt Islendingum og Islenzk-
um viöhorfum fyrr og betur en
hægt er aö vænta af manni, sem
kemur ókunnugur til landsins og
veröur strax mikill valdamaö-
ur.
Eftir að Cable haföi dvalið hér
i rúmt ár, sendi hann stjórn
sinni skýrslu um Islendinga.
Sólrím Jensdóttir segir svo frá:
„Hann (þ.e. Cable) lagöi
áherzlu á, aö hér (þ.e. á Islandi)
rikti raunverulegt lýöræði. Eng-
inn væri talinn öörum fremri
vegna stööu sinnar eöa eigna og
þaö væri trú manna, aö allir
Islendingar heföu norskt kon-
ungablóö i æöum. Cable sagöi:
„Allir þegnar þessa lands um-
gangast hver annan sem jafn-
ingja frá fæðingu, eins og aðeins
tiökast meöal aöalsmanna iöör-
um löndum.”
Cable benti á aö ólæsi fyrir-
fyndist ekki á tslandi og taldi
tslendinga bezt lesnu þjóö i
heimi. Sagöi hann, að meirihluti
þjóöarinnar heföi gefiö út bók
eöa bækling, skrifaö blaðagrein
eöa ort ljóö. Þrátt fyrir þessa
menningarviöleitni væru
tslendingar tregir aö láta I ljós
skoöanir sinar, einkum viö út-
lendinga. En tækist aö fá þá til
að tala um landa sina, gagn-
rýndu þeir menn i opinberum
stööum miskunnarlaust og teldu
þá alla spillta. Persónulegar
árásir bæöi i einkaviöræöum og
blööunum væru svo grófar, aö
erlendan áheyranda ræki i
rogastanz. Ekki væri óalgengt i
ritdeilum, að menn kölluöu
hverjir aörir lygara og fifl, en
slikar móöganir væru, sem bet-
ur færi, ekki teknar m jög alvar-
lega. Cable er sanngjarn I dóm-
um sinum og sér bæöi kost og
löst á islenzku þjóöfélagi.”
Frásögn
Þorsteins
Gislasonar
I riti Þorsteins Gislasonar,
Þættir úr stjórnmálasögu
tslands árin 1896—1918, segir frá
Cable á þessa leið:
„Þegar hann (Cable) kom til
Reykjavikur, settist hann aö hjá
ræðismanni Breta, Asgeiri
Sigurössyni kaupmanni, fékk
sér kennara i islenzku og varð á
örstuttum tima svo vel aö sér i
málinu, aö hann talaði það reip-
rennandi. Hann haföi áöur veriö
i sendisveit Breta i Finnlandi.
Hann var friöur sýnum og blátt
áfram i framkomu, gaf sig á tal
við marga og virtist mjög fljót-
lega veröa öllu kunnugur sem
hér gerðist.”
Þorsteinn segir siöan, aö fljót-
lega eftir komu sina hingaö, hafi
Cable haft eftirlit með öllum
vörusendingum og skeytasend-
ingum til og frá landinu.
Kvartanir yfir ákvörðunum
hans heföu veriö bældar niöur.
Hann hafi getaö ráöið þvi, sem
hann vildi, en hann hefði gætt
þess, aö skipta sér ekki af ööru
en viðskiptamálum.
Cable hvarf héöan strax eftir
striöslokin og Bretar sendu
hingaö ekki annan mann I staö
hans fyrr en nær tveimur ára-
tugum seinna. Þeir höföu ekki
annanáhuga á tslandi á þessum
tima en aö gæta þess, aö hér
nyti ekki annað riki aöstööu á
striöstimum og að flutningar til
og frá landinu væru þá undir
eftirliti Breta.
islendingar nutu þannig
verndar brezka flotans, án þess
aö tilkall til einhverrar yfir-
drottnunar hér kæmi I staðinn,
nema á striöstimum.
Þaö var lán tslendinga aö
heimsveldisstefna Breta beind-
ist I aðrar áttir.
Hermann
og Jónas
Rit Þórs Whitehead, Ófriöur I
aösigi, er fyrsta bindi I ritverki,
sem hann nefnir Island i siöari
heim ssty r j öldin ni.
talllöngum inngangi er rakin
afstaöa erlendra þjóöa til
tslands á fyrri öldum og áhugi
þeirra á aö ná einhverri aöstööu
þar. Þessi inngangur nær fram
til loka fyrri heimsstyrjaldar-
innar.
Fyrst eftir styrjöldina gerist
heldur litiö i þessum málum og
utanrikismál ber sjaldan á
góma, þegar viöskiptamál eru
undanskilin. Þetta breyttist eft-
ir aö Hitler kom til valda i
Þýskalandi. Siöari hluta ára-
tugsins 1930—40 kemur glögg-
lega i ljós vaxandi áhugi Þjóö-
verja á aö fá aöstööu hér á landi
og nær þetta hámarki sinu vet-
urinn 1939, þegar þeim er neitað
um fluglendingarleyfi. Bretar
viröast I fyrstu gefa þessu tak-
markaöangaum og raunar ekki
aö ráöi fyrr en eftir Munchen-
samningana haustiö 1938, þegar
þeim varö oröin til fullnustu ljós
útþenslustefna þriöja rikisins
þýzka.
Þór Whitehead hefur aflaö sér
mikilla og margvislegra heim-
ilda um þaö, sem geröist i þess-
um málum á umræddum árum.
Or þessu efni vinnur hann svo
samvizkulega og dregur fram
niöurstööur, sem vart verður
andmælt.
1 riti Þórs gætir mest tveggja
nafna, Hermsnns Jónassonar
og Jónasar Jónssonar. Þór lýsir
þvi vel, hversu giftusamlega
Hermann Jónasson hélt á mál-
um, þegar Þjóöverjum var neit-
aö um fluglendingarleyfi vetur-
inn 1939. Sá atburöur varö fræg-
ur um allan heim.
Þór Whitehead lýsir þvi einn-
ig vel, hvernig Jónas Jónsson
geröi sér öðrum fyrr grein fyrir
þvi, að tslendingar gætu ekki
lengur treyst á sama hátt á
Breta og brezka flotann og i
fyrri heimsstyrjöldinni. I nýrri
styrjöld yröu Islendingar aö
leita tengsla viö Bandarikin og
treysta á samvinnu viö þau, ef
flutningaleiöir viö Evrópu lok-
uðust eöa einræöisriki næöi þar
fullum yfirráöum.
Leiötogar Framsóknarflokks-
ins áttu meginþátt i aö móta
utanrikisstefnu tslands á þess-
um árum. Rit Þórs Whitehead
staöfestir aö hún hafi veriö
hyggileg og gefizt vel.
Valdataflið
í Vaihön
Bók þeirra Anders Hansen og
Hreins Loftssonar, Valdatafl I
Valhöll, ber þess merki, aö höf-
undarnir hafa safnað miklu
efni, en ekki haft tima til aö
vinna nægilega úr þvi og jafn-
framt tekiö sjálfir of mikinn
þátt i taflinu til þess aö vera
nægilega óhlutdrægir, þótt þeir
sýni oft góöa viöleitni til þess.
Eigi aö siöur er talsveröur
fengur aö þessu riti. Hann
myndi þó veröa meiri„ ef
höfundarnir tækju sig til eftir
2—3 ár og sendu frá sér endur-
skoöaöa útgáfu þar sem væri
búiö aö hreinsa burtu helztu
ágallana og heimildir greinileg-
ar tilgreindar.
Gunnar Thoroddsen er aö
sjálfsögöu helzta söguhetjan i
þiessu riti og gætír oft ekki hófs i
lýsingum á honum Stundum
finnst manni ranglega á hann
hallað, en stundum sé hann lfka
gerður stærri en hann er. Þá
veröur hann slikur atgervis-
maöur á hinu pólitiska sviði, aö
þaö minnir næstum á þjóötrúna
á Gunnar á Hliðarenda.
Litiö dæmi um þetta er aö
finna á blaösiöu 26, þar sem seg-
ir frá feröalagi Gunnars meö
Jóni Þorlákssyni sumariö 1930.
Gunnar mætti á fundum meö
Jóni og flutti ræöur, sem eink-
um beindust gegn Jónasi Jóns-
syni að sögn höfunda. Siöan
segja þeir:
„Vöktu ræöur Gunnars um
Jónas verulega athygli, en fram
til þess tfma haföi Jónas aö
mestu sloppiö viö gagnrýni fyrir
embættisstörf sín, þótt annaö
yröiuppi áteningnum sföar sem
alkunnugt er.”
Hér skýtur nokkuö skökku
viö, þvi að sennilega hefur eng-
inn fslenzkur ráöherra oröiö
fyrir svæsnari árásum en
Jónas Jónsson á árunum
1927—29, og þó aldrei meiri en á
fyrri hluta árs 1930, þegar
Kleppsmáliö fræga var á döf-
inni.
Mikil söguleg skekkja er þaö
lika, að ætla aö telja Jón
Þorláksson fhaldsmann á borö
viö Milton Friedman. Þetta og
annaö gætu höfundarnir lagaö i
nýrri útgáfu, þvi aö bersýnilega
hafa þeir hæfileika til aö vinna
sllkt verk og bók þeirra er ætlaö
aö vera. En til þess þarf góöan
tima og hiti mestu átakanna,
sem fjallaö er um, þarf aö vera
liöinn hjá.
Ævintýraleg
stjórnar-
myndun
Fyrir þá, sem hafa átt sæti
meö Einari Olgeirssyni á þingi,
er bók hans góö upprifjun á liön-
um tima. Jafnframt vitnar hún
um þá ánægjuiegu staðreynd,
aö aldurinn hefur ekki bugaö
hann sem áróöursmann. Bók
hans er endurtekning þeirra
skoðana og staðhæfinga, sem
Einar hélt fram áöur fyrr. Hún
geturekkitaliztsöguleg heimild
aö ööru leyti en þvi aö hún lýsir
málflutningi Einars Olgeirsson-
ar og félaga hans.
Ýmsu segir Einar þó frá, sem
varpár ljósi á vissa atburði,
m.a. stjórnarmyndun ölafs
Thors 1944, þegar hann tók
kommúnista í stjórn. Sú stjórn-
armyndun kom enn meira á
óvart en stjórnarmyndun Gunn-
ars Thoroddsen.
Málin stóöu þannig haustiö
1944, aö nær fullt samkomulag
var oröið milli Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins um stjórnarmyndun. Aöeins
var eftiraðná samkomulagi um
fors æ t isráöherra , en
Framsóknarflokkurinn neitaöi
aö styöja ólaf sem forsætisráö-
herra af ástæðum, sem ekki
þarf aö rekja hér.
Ólafur geröi sér þá litiö fýrir
og sneri sér til kommúnista, en
Kremlverjar höföu þá gefiö
kommúnistaflokkum i Evrópu
fyrirmæli um aö komast i rikis-
stjórnir eftir styrjöldina, ef þeir ‘
mögulega gætu.
Þaö stóö þvi ekki á
kommúnistum aö taka tilboöi
Ólafs. En þaö þurfti aö fá
Alþýöuflokkinn einnig meö i
spiliö. Þar var hörö andstaöa.
Þeir, sem voru á mótí þessu
samstarfi hugðust stööva þaö
með þvi aö setja fram kröfur,
sem Sjálfstæðisflokkurinn gæti
ekki fallizt á.
Einar segir frá þessu á eftir-
farandi hátt:
„Þaö gengur svo i þessu þófi
þar til rétt eftir miöjan október-
mánuö, en þá hringir ólafur til
min og segir: „Jæja, Einar, nú
gefst ég alveg upp. Nú afhendi
ég forseta umboöiö i fyrramál-
iö, þaö er viö vitlausa menn aö
eiga. Veistu, hvaö þeir heimta
af mér núna? Þeir heimta af
mér, aö ég gangi inná, aö viö
eigu aö setja alþýöutryggingar-
löggjöf, eins og menn hugsi sér
hana besta i heimi.” Og hann
bætir viö: „Hvernig I andskot-
anum á ég aö vita, hvernig
menn einhvers staöar I heimin-
,um hugsi sér hana?”.
|C Viö töluöum nokkuö lengi um
þetta i símanum og ákváöum aö
sofa á þessu og hittast næsta
morgun niðri I þingi. Þegar viö
hittumst morguninn eftir, segir
Ólafur meö sinum oft sterka og
skemmtilega æringjahætti:
„Einar, ég er búinn aö hugsa
þetta. Ef Alþýöuflokkurinn ætl-
ar aö drepa stjórnina, þá skal
hann drepa sjálfan sig. Ég
akseptera (samþykki) þetta
allt.” Hann bætir svo viö: „Viö
fáum einhverja menn tilþess aö
oröa þetta af viti i stjórnarsátt-
málanum, þannig aö þaö sé okk-
ur ekki til skammar.”
Alþýöuflokkurinn gekk i
gildruna og ólafur myndaöi
stjómina. Hún stóö viö þaö
fyrirheit aö setja róttækustu
tryggingalög i heimi en enginn
stjórnarflokkanna reyndi hiö
minnsta til aö framkvæma rót-
tækustu ákvæöin. Þau eru löngu
úr gildi fallin meö samþykki
þeirra.
menn og málefni
Þór Whitehead lýsir vel í bók sinni hyggilegri framgöngu
Hermanns Jónassonar, þegar Þjóöverjum var neitaö um fiug-
lendingarleyfi 1939.