Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 4. janúar 1981 Mw Utgcfandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stcingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjdri: Siguröur Brynjólfsson. —'Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Biaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur Heigadóttir, Jónas Guömundsson (Alþing) Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson <Iþróttir),. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu: 3,50. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70,00. — Prentun: Blaöaprent h.f. Spurt um viðbrögðin Það er augljóst mál að mjög verulegum árangri má ná með íramkvæmd þeirra efnahagsráðstafana sem rikisstjórnin boðaði nú um áramótin. Með þessum ráðstöfunum má ná marktækum áfanga i baráttunni við verðbólguna án þess að atvinnuleysi fylgi i kjölfarið. Augljóslega eru aðgerðirnar málamiðlun milli mismunandi sjónarmiða stjórnarflokkanna i ein- stökum atriðum og bera þess merki að komið hefur verið til móts við flest meginsjónarmið. Þannig munu margir iramsóknarmenn reyndar telja, að i ýmsum atriðum hefði átt að taka enn þá fastar á málunum en ráð er fyrir gert. En þar er það að sönnu gamla sagan, að enginn fær allt sitt fram i samstaríi. Nú veltur allt á þvi hver viðbrögð áhrifaafla utan stjórnarráðsins verða. í áramótaávarpi sinu hét forsætisráðherra á menn að taka nú höndum saman og tryggja þannig greiða og árangursrika fram- kvæmd þeirra aðgerða sem óhjákvæmilegar eru til þess að bæta úr ástandi efnahagsmálanna og verja fólkið enn frekari áföllum, um leið og nýjum gjald- miðli eru sköpuð skilyrði til festu og stöðugleika. Festa og stöðugleiki eru mjög mikilvægar for- sendur til þess að almenningur fái þegar i upphafi traust á nýkrónunni og um leið á aðgerðum stjórn- valda. i samræmi við þetta leggur rikisstjórnin upp i nýja árið með harðri verðstöðvun og stöðvun gengissigsins sem einkennt hefur gjaldeyrismálin um langt skeið. Aðeins þessi tvö atriði eru mjög mikilsverð, og framkvæmd þeirra getur ráðið um það úrslitum hvort launþegarnir sætta sig við að verðbætur á laun verði skertar verulega 1. mars næstkomandi. Á hinn bóginn er framkvæmdin mjög vandasöm, ef komast á hjá erfiðleikum i atvinnu- rekstrinum, svo að rekstrarstöðvanir séu þá ekki nefndar, vegna þess að ekki fáist viðurkenning á rekstrarkostnaðinum i verðlaginu. Hver maður getur séð, að þannig er reynt að skipta byrðunum milli stétta og hagsmunahópa i samfélaginu, og hvernig svo sem til hefur tekist hefur það verið markmið stjórnarinnar að skipta réttlátlega. Hlutur hins opinbera hefur ekki heldur gleymst, og gert er ráð fyrir þvi, að til komi annars vegar lækkanir skatta og hins vegar auknar fjöl- skyldubætur til þeirra sem minnstar tekjur hafa. Og nú verður á næstunni spurt hver verði við- brögð áhrifaaflanna utan stjórnarráðsins. Augljós- lega geta samtök launamanna með harðvitugum aðgerðum komið i veg fyrir að ráðstafanirnar skili þeim árangri að verðbólgu lægi verulega þegar kemur fram á árið. Hið sama verður sagt um sam- tök vinnuveitenda ef þau telja ekki að skerðing verðbóta 1. mars nægi upp i fullar visitölubætur i sumar, þangað til samið hefur verið um visitölu- kerfi i frjálsum samningum. Við þessar aðstæður er ábyrgð stjórnarandstöð- unnar mikií, eoda gætir áhrifa hennar mjög bæði i launþegasamtökum og samtökum vinnuveitenda. Svo einkennilega vill til, að af óskyldum ástæðum virðast horfur stjórnarandstöðunnar eitthvað vera að glæðast i þinginu, en þeim mun fremur verður spurt hvort verði ofan á: ábyrgðartilfinning og virðing fyrir þjóðarheill — eða þrengstu flokks- sjónarmið og löngunin til að koma höggi á forsætis- ráðherra. JS Þórarínn Þórarínsson: Erlent yfirlit Verður Duarte forseti 9 árum of seint? Herinn svipti hann völdum 1972 ARIÐ 1972 fóru fram forseta- kosningar i E1 Salvador. Fram- bjóðandi nýstofnaðs flokks kristilegra demókrata, Jose Napoleon Duarte, bar sigur úr býtum. Til þess kom þó ekki að hann tæki viö embættinu. Yfirmenn hersins höföu stutt annan frambjóðanda. Þeim leizt illa á Duarte sem forseta. Hann hafði boðaö róttækar breytingar. Þeir gripu þvi i taumana, hnepptu Duarte i fangelsi og sendu hann sfðan I útlegö. Duarte var I útlegö þangað til i fyrrahaust, þegar nýir hers- höfðingjar ráku hægri sinnaðan hershöfðingja frá völdum og mynduðu stjórnarnefnd, sem átti að beita sér fyrir marghátt- uðum umbótum. Stjórnarnefndinni hefur ekki tekizt eins vel og skyldi. Bæöi þau öfl, sem stóöu lengst til hægri og vinstri snerust gegn henni. Skæruliðar beggja létu i vaxandi mæli til sin taka. 1 marzmánuöi siöastliðnum féllst Duarte á þau tiimæli her- foringjanna að taka sæti i stjórnarnefndinni, og flokkur hans, kristilegri flokkurinn, mælti með þvi. Duarte hafði til þessa verið vinsælasti stjórn- málaleiðtogi landsins en nú snerust vinstri öflin gegn hon- um. Andstaða þeirra gegn hon- um hefur enn aukizt, þar sem áhrif hægri sinna hafa bersýni- lega farið vaxandi i stjórnar- nefndinni. Atburðir siðustu vikna hafa boriðþess óljós merki, að óöldin fari vaxandi. Morðin á sex helztu leiötogum vinstri aflanna og bandarisku nunnunum eru augljós merki um það. 1 bæði skiptin voru skæruliðar hægri manna aö verki. EFTIR morðið á nunnunum taldi Bandarikjastjórn sig þurfa að taka betur i taumana. Hún svipti stjórnina i E1 Salvador öllum efnahagslegum stuðningi um ótiltekinn tima. Hershöfðingjunum var ljóst, að erfitt væri fyrir stjórnina að missa aðstoö Bandarikjanna. Viðbrögð þeirra urðu sú aö snúa sér til Duarte og biðja hann um aö verða forseta landsins, en það hefur verið forsetalaust sið- an i byltingunni 1979. Duarte féllst á þetta, en setti ýmis skil- yrði um aö haldið yröi áfram aðgerðum til að vinna gegn fátæktinni i landinu m.a. með skiptingu stórjarða. Vinstri menn segjast trúa þvi illa, að við þetta verði staðið. Duarte sé nú annar maöur en 1972, þegar herinn rak hann sem nýkjörinn forseta úr landi. Vinstri menn segja einnig, að raunverulega verði Duarte ekki nema toppfigúra. Hin raunveru- legu völd verði i höndum þess manns, sem var tilnefndur varaforseti, en hann er Jamie Abdul Gutierrez ofursti, sem jafnframt verður yfirmaður hersins. Hann er talinn hægri sinnaður. Bandarikjastjórn hefur hins vegar tekið vel tilnefningu Duartes sem forseta. Hún hefur hafið efnahagslega aðstoð við stjórn E1 Salvadors að nýju. Einnig þykir liklegt, að hinar frjálslyndari stjórnir i Suður- Ameriku taki Duarte sæmilega, en hann dvaldi bæði i Venezuela og Perú á útlegðarárum sinum og naut gestrisni þar. Duarte hefur tilkynnt, að hann muni bráðlega heimsækja þessi riki og jafnframt heim- sækja Vestur-Evrópu. Hann hefur haft talsvert samband við kristilegu flokkana þar og hefur til merkis um það mynd af Konard Adenauer i skrifstofu sinni. DUARTE er 55 ára gamall, fæddur og uppalinn i San Salva- dor. Faðir hans var efnaður klæðskeri, en móðir hans var komin af Indiánaættum. Hann lauk verkfræðiprófi við háskóla i Indiana i Bandarikjunum, ásamt bróður sinum Kona hans menntaðist einnig i Bandarikj- unum og hafa þau bæði þvi tengsli við Bandarikin frá námsárunum. Ekkert af sex börnum þeirra hefur hins vegar notið menntun- ar i Bandarikjunum. Duarte segist ekki hafa efni á að styrkja þau til náms þar. Eftir heimkomuna frá nám- inu i Bandarikjunum stundaði Duarte verkfræðistörf i San Salvador, en hóf jafnframt af- skipti af stjórnmálum. Hann var kosinn borgarstjóri i San Salvador 1964 og endurkosinn i næstu borgarstjórnarkosning- um. Hann átti frumkvæði að stofn- un Kristilega flokksins i E1 Salvador og varð fyrsti for- maður hans. Hann var fram- bjóðandi flokksins i forseta- kosningunum 1972 og bar sigur úr býtum, eins og áður segir. 1 viðtali, sem Aftonbladet I Stokkhólmi átti við Duarte i aprilmánuði siöastl. lagöi hann mikla áherzlu á að skipting stórjarða kæmist i framkvæmd og hin nýja stétt sjálfseigna- bænda styrkt til að geta notiö sin. E1 Salvador væri fátækt land og þetta gæti ekki tekizt, nema með aðstoö Bandarikj- anna, en þaö þyrfti ekki að kosta, að E1 Salvador yrði lepp- riki þeirra. Vinstri skæruiiöar að æfingum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.