Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.01.1981, Blaðsíða 24
A Slmi: 33709 NÓTTU OG DEGI ER VAKAA VEGI Sunnudagur4. janúar 1981 2. tölublaö Gagnkvæmt tryggingafé/ag MSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 ‘faÍl'iiWwrrWTTMWi Menntaskólinn á Egilsstöðum: Menntaskólinn á Egilsstööum. Orari uppbygging en bjartsýnustu menn vonuðu” — segir Vilhjálmur Einarsson rektor FRI — i ár er annar veturinn sem Menntaskólinn á Egilsstöö- um starfar en viö skólann eru nú 18 kennarar auk rektors og um 100 nemendur. — Þetta hefur oröið örari upp- bygging hvað snertir innra starf' skólans, nám og kennslu, heldur en bjartsýnustu menn höfðu þorað aö vona, sagði Vilhjálmur Einarsson rektor i samtali við Timann. — 1 fyrra voru hér rúmlega 100 nemendur og þvi hefur þeim fjölgað um 60 og i vor eigum viö von á 25 stúdentum frá skólan- um. — Þannig hefur ekki tekið nema tvö ár fyrir skólann aö komast i frambærilega stærð hvað nægilega fjölbreytt náms- framboð snertir en nú eru 6 brautir kenndar við skólann, og maður er hvað glaöastur yfir þessari góðu byrjun en fram- undan er mikið verk sérstak- lega i bygginarmálum. — Frekari þróun skólans hvað stærð snertir er háö þvi hvað byggt verður mikið heima- vistarrými en von er til að á næsta ári verði hafin bygging heimavistar sem gæti rúmað 40-50 nemendur og að hún kom- ist i notkun eftir tvö ár. 1 milli- tiðinni erum við hinsvegar i nokkrum vandræbum þvi reikna má með frekari fjölgun nem- enda. — Við erum hluti af ákaflega góöu samstarfi við aðra skóla i fjórðungnum sem sinna fram- haldsnámi en það eru Eiðar og framhaldsdeildirnar á Seyðis- firði og Neskaupstað, en á Nes- kaupstað er jafnfram Iðnaðar- skóli Austurlands. Auk þess hef- ur verið starfrækt framhalds- deild á Höfn þótt svo hafi ekki verið i vetur. — Allir þessir skólar eru rekn- ir eftir samræmdu kerfi fjöl- brautaskóla en kennarar viö þá koma saman einu sinni til tvis- var á hverri önn og samræma sitt starf en nemendur þessara skóla hittast einnig á nemenda- mótum sem haldin eru. Þessi mál hafa tekiö þá ákveðnu stefnu að Menntaskólinn er meginhlekkurinn i samfelldri keöju sem nær um fjórðunginn. Styðjum heimabyggð- ir. — Það hefur veriö stefna okk- ar I skólanum að styðja alla eðlilega viðleitni heiíaabyggða til að koma þar upp framhalds- námi en þetta er einn þáttur byggðastefnunnar. Þetta á við þá staði þar sem nemendafjöldi er nægur og miðar að þvi að nemendur geti verið við nám heima við eins lengi og kostur er enda hljóti þeir þar sambærilegt nám og við fjölmennari skóla, en með áfanga- og deildarstjórn gerum við nokkuð i þvi að tryggja að um sambærilegt nám sé að ræða. — Þeir nemendur sem heima eiga á Mið-Austurlandi og eru i Vilhjálmur Einarsson. skólanum fara héðan heim um helgar og þótt félagslif skólans gjaldi þessa nokkuð þá eru tvær hliðar á þessu máli sem og mörgum öðrum. — Með þessu þá halda þessir nemendur sambandi við heima- byggð sina og eru þar virkir i félags-og atvinnulifi og ég hef viöa fengið fréttir frá aðstand- endum þessa fólks þar sem það lýsir ánægju sinni með þetta fyrirkomulag. — Heimamenn telja þetta ómetanlegan feng að þessi byggðalögeru þannig ekki þurr- ausin fólki i þessum aldurs- flokkum i 8 mánuði samfellt, ef frá eru talin jólafri, og telja þaö mikilvægt að fá nemendurna heim eins oft og kostur er. Unga fólkið metur einnig það að geta haldið þannig tengslunum viö heimabyggðina og þetta mál er stærra en i fljótu bragði virðist. Meira aðkomufólk — Við vildum gjarna geta tek- ið meira af fólki utan /jórðungs- ins inn i' skólann þvi ekki æski- legt að hann verði einangraður fjórðungsskóli. Ungt fólk sækir i það mikinn fróðleik og reynslu að kynnast fólki úr öðrum fjórð- ungum en þetta veröur þó ekki fyrr en skólinn stækkar. — Hinsvegar má reikna með að hann stækki ört og viö erum bjartsýnir á fjölgun nemenda á næstunni og að byggðaflóttinn, sem hvað mestur varð undir 1960 sé nú úr sögunni. Hér eru miklir möguleikar sem eftir er að nýta, og verða nýttir á næstu árum, eins og til dæmis á sviði orkumála og reikna má með að samhliða þvi vaxi þörfin fyrir þjónustu af ýmsu tagi. Vilhjálmur gat þess i lok sam- talsins að hann væri bjartsýnn á framtið skólans, það mundi væntanlega rofa til i byggingar- málum hans á næstunni, ein- hugur rikti um skólann meðal fólks og nokkur festa væri kom-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.