Tíminn - 06.01.1981, Page 9

Tíminn - 06.01.1981, Page 9
Þriöjudagur 6. janúar 1981 9 Tónleikar Eddu Erlendsdóttur Edda Erlendsdóttir pianóleik- ari hélt tónleika aö Kjarvals- stöðum laugardaginn 3. janúar. Edda byr og starfar i Paris, og liklega eru þetta fyrstu einleiks- tónleikar hennar hér i Reykja- vik siöan hún lauk námi — fyrir nokkrum árum var hún hér á ferö meö knéfiðlara, en þá var ég ekki i bænum. Ekki þótti mér blása byrlega um aösókn á pianótónleika á laugardaginn: 10 stiga frost, noröangjóla, ófærð i bænum og benzi'nleysi, en Reykvikingar létu slíkt hvergi aftra sér, og Edda lék fyrir troðfullu húsi. Fyrst vil ég leyfa mér aö taka ofan fyrir henni fyrir það hug- rekki að bjóöa oss upp á jafn- strembiö efni og þá Schönberg, Webern og Berg: 20. aldar tón- list heyrist hér alltof sjaldan — Webern heyrði ég einmitt siðast aö Kjarvalsstöðum fyrir 5 árum — en sitthvaö bendir til þess, aö talsveröur jarövegur sé fyrir hana hér nú orðið. Efnisskráin skiptist i tvennt: fyrir hlé lék Edda verk eftir hina þrjá ofangreindu höfunda, sem hvert um sig telst einkenn- andi fyrir eitthvert skeið i þroska listamannsins, en eftir hlé fylgdu Schubert og Schu- mann. Eftir Arnold Schönberg (1874- 1951) lék Edda 3 pianóstykki óp. 11. Schönberg fæddist i Vinar- borg og fékk litla sem enga formlega tónlistarmenntun. Hann vann fyrir sér meö þvi aö útsetja fyrir aöra, var um tima i Berlin en snéri aftur til Vinar sem kennari og hljómsveitar- stjóri. Þá gerðust þeir Webern og Berg nemendur hans. Ariö 1921 gaf hann Ut bók sina um Tólftónatæknina, sem hefur ljáö honum sess meö Debussy og Siravinský sem einn af áhrifa- mestu tónbyltingarmönnum aldarinnar. Arið 1925 gerðist hann prófessor I Berlin, en þeg- ar nazistar komust til valda fór hann um Spán til Bandarikj- anna og endaði sem yfirmaöur tónlistardeildar Kaliforniuhá- skóla i Los Angeles (frá 1936). Schönberg tók hrööum breyt- ingum i list sinni: hann byrjaöi undir sterkum áhrifum frá Wagner og Mahler, en fljótlega Edda Erlendsdóttir pfanóleik- ari. TONLIST Sigurður Steinþórsson riöluöust bönd tóntegunda meö öllu — frá þvi timabili eru hin 3 pianóstykki óp. 11 sem nú voru leikin. Úr þessarri fullkomnu upplausn þróaöist svo hiö nýja kerfi, tólftónakerfiö, sem hann fylgdi kórrétt I fyrstu, en vék síöarfráá ýmsa lund, unz hann endaði meö þvi aö taka ofan og hneigja sig djúpt fyrir fortiö- inni. Webern (1883-1945) fæddist einnig i Vinarborg, og var einn af nemendum Schönbergs. Hann vann fyrir sér alla ævi sem hljómsveitarstjóri i ýmsum leikhUsum, liföi spart og fékkst viö tónsmiöar sinar, sem voru aldrei leiknar. Aöeins einu sinni komst Webern á blaö — á dauöastundinni, en ameriskur hermaöur skauthann i misgrip- um. Webem tók upp tólftóna- tækni Schönbergs, og náöi á henni fullkomnum tökum, en Variasjónir óp.27, semEdda Er- lendsdóttir lék, samdi hann á siðustu árum sinum, þá hann var laus orðinn Ur öllum viöj- um: tæknin orðin aö náttúrlegu áhaldi andans. Siöast „nUtimaverkanna” var Sónata óp. 1 eftir Alban Berg (1885-1935). Sónötuna samdi hann meðan hann var nemandi Schönbergs, og á góöri leiö meö aö losna undan áhrifum Schu- manns og Mahlers. Frægasta verk Bergs er annars óperan Wozzeck, sem byggö er á leik- ritinu Woyzeck eftir Buchner, sem var leikið i Þjóöleikhúsinu um áriö. Sú sýning misheppnað- ist fyrir eindæma klaufaskap, og nú mætti Islenzka óperan taka þetta upp og snúa ósigri i sigur. Eftir hlé lék Edda verk 19. aldar manna, „rómantisku” tónskáldanna Schuberts og Schumanns. Aö visu voru áöur- nefnd 20. aldar skáld vist engu minna rómanti'sk, en þaö var þó á annan hátt. Verk Schuberts voru Sónata i A dúr óp. 120 og Klavlerstiick DV 946, en eftir Schumann Noveletta nr. 8 óp. 21. Nú þarf ekki lengur aö vitna i bækur um Schubert, þvi Arni Kristjánsson er nýbúinn að birta afmæliserindi sitt um hann i Andvara, en nóg tækifæri gefur til aö masa um Schu- mann. Þessir tónleikar Eddu Er- lendsdóttur voru i hæsta máta ánægjulegir. Bæði var efnis- skráin skemmtilega og óvenju- iega saman sett, og svo spilar hún alveg prýöilega. Afburöa pianóleikur er sagöur krefjast meiri vinnu og ögunar en flest önnur mannleg starfsemi, og þeirsem langt ná, eiga að baki mikið strit og mikla hugsun. Tónleikar sem þessir eru ekki hristir fram Ur erminni, og vafalaust er hver taktur og hending þaulhugsuö og æfö. Mér fannst listakonan sýna þama, auk ágætrar tækni (sem I sjálfu sér er forsenda), agaða túlkun á verkunum, sem á sinn hátt eru af tveimur heimum: safamikill tilfinningahiti og ljóöræna 19. aldar, og „tilfinnningaleg abstraksjón” hinnar 20. Ég óska Eddu Erlendsdóttur til hamingju meö þessa tón- leika. 4.1. Siguröur Steinþórsson Hafrannsóknarstofnunin Staða deildarstjóra við reiknideild Haf- rannsóknarstofnunarinnar er laus til um- sóknar. Háskólapróf i Tölvunar- eða reiknifræði æskileg. Skriflegar umsóknir sendist stofnuninni fyrir 20. janúar 1981. Hafrannsóknarstofnunin Skúlagötu 4, simi 20240. VARIST STEIN- SKEMMDIR OG LEKA KLÆÐIÐ MEÐ BLIKKI. FRAMLEIÐUM ALLAR GERÐIR BLIKKHLÍFA. BIIKKVER YD Skeljabrekka 4 - 200Kópavogur - Sími: 44040. BUKKVER SELFOSSI Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Dagskólinn: Nýnemar i dagskóla Fjölbrautaskólans i Breiðholti á vorönn 1981 eiga að koma i skólann mánudaginn 12. janúar kl. 13.00. Þann dag og þriðjudaginn 13. janúar fer fram sérstök kynning á skólanum og skólastarf seminni. Eldri nemendur i dagskóla Fjölbrauta- skólans i Breiðholti komi i skólann mið- vikudaginn 14. janúar kl. 9.00 til 17.00 að fá stundatöflur. Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst fimmtudaginn 15. janú- ar. Kennarafundur verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar og hefst kl. 9.00. Kvöldskólinn: Nemendur er stunda fullorðinsfræðslu við Fjölbrautaskólann i Breiðholti á vorönn 1981 eiga að koma i skólann að velja námsgreinar og gera stundarskrá þriðju- daginn 20. jan. kl. 18.00 til 21.00. Kennsla hefst næsta dag miðvikudaginn 21. janúar. Skólameistari. Útboð Eskifjarðarbær auglýsir hér með útboð i pipulagnir, múrverk og rafmagn i ný- byggingu Grunnskóla. Verkið er boðið út i einu lagi en heimilt að bjóða i einstaka hluta þess. Útboðsgögn fást á bæjarskrifstofu Eski- fjarðar gegn skilatryggingu. Útboðsfrest- ur er til 19. janúar. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Eskifjarðar mánudaginn 19. janúar kl. 14. Bæjarstjóri. Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsuverndarstöð Reykjavikur eru lausar til umsóknar: Við barnadeild Við heimahjúkrun Við heilsugæslu i skólum. Heilsuverndarnám æskilegt. Skriflegar umsóknir berist hjúkrunarfor- stjóra, sem jafnframt gefur nánari upp- lýsingar i sima: 22400. Heilbrigðisráð Reykjavikur. Miðvikudag 7. janúar kl. 20:30 Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur lög eftir isiensk tónskáld m.a. Pál ísólfsson, Árna Thorsteinsson, Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen, Jórunni Viðar, Karl O. Runólfsson o.fl. Undir- ari er Ólafur Vignir Albertsson. Verið velkomin NORRÆNA HUSIÐ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.