Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 7
Sunnudagúr S. febrúar 1981 7 leggja Grænlendingum lið i sjálfstæðisbaráttu þeirra og sójcn þeirra til þess að bæta hag sinn og byggja upp efnahag, at- vinnulif og þjóðlegar stofnanir. 1 sjálfstæðismálum Grænlend- inga og landhelgisbaráttu þeirra sjáum við islendingar okkur sjálfa fyrir, og eftir þvi sem dæma má af almennum fregnum hafa Grænlendingar við næg vandamál og stórverk- efi að striða þótt hörð átök við annað eins heimsveldi og Efna- hagsbandalagið bætist ekki við, og mun þeim varla veita af þeim stuðningi sem aðrir geta frekast veitt. þess að fara að seilast til áhrifa afskipta og afla á Grænlands- miðum. En hitt hlýtur þó að vega þyngra að þessi hafsvæði eru hluti Grænlands rétt eins og landhelgi Islands er hluti Is- lands, og þvi eðlilegast alls að Grænlendingar taki afskipti Efnahagsbandalagsins til al- gerrar endurskoðunar, eins og forvigismenn þeirra hafa boðað að gert verði við fyrsta tækifæri. Frá fslenskum sjónarhóli virðist það alveg augljóst mál að um samleið með Efnahags- bandalaginu i þessum málum getur ekki fyrir neina muni orðið að ræða, og á það sama menn og málefni Jón Sigurðsson: Skylda að styðja Grænlendinga Mikil átök virðast nú fram undan á Grænlandsmiðum vegna þeirra fyrirætlana Efna- hagsbandalags Evrópu að hundsa mótmæli Grænlendinga sjálfra og hagnýta landhelgi þeirra fyrir aðrar þjóðir banda- lagsins. Eins og fram hefur komið í fréttum ollu þessar fyrirætlanir miklum deilum á ráðherrafundi Efnahagsbanda- lagsins fyrir skemmstu, er sjávardtvegsráðherra Vestur- Þjóðverja veittist að Dönum með stóryrðum og ofstopa vegna þess að fulltrúi þeirra andæfði fyrir hönd Grænlend- inga. Sem kunnugt er standa Græn- lendingar nú á timamótum i sókn sinni til sjálfstæðis, og er vafalaust að þeir lita á þetta mál sem mikilvægan prófstein á öll mál sin annars vegar, en hins vegar er um að ræða mikilvæga auðlind svo sem íslendingum er augljóst mál. Forsendur afskipta Efna- hagsbandalagsins af þessu máli eru þær að Efnahagsbandalagið viðurkenni ekki sérstaka land- helgi einstakra aðildarrikja, heldur litur á hafsvæði rikjanna sem sameiginlega landhelgi sem yfirvöld bandalagsins i heild ráði yfir og ákvarði um alla nýtingu. Þessi afstaða hefur verið talin mjög mikilvægur liður i at- vinnu- og efnahagseiningu bandalagsins og hefur aftur og aftur komið til mikilla og ill- vigra deilna innan þess út af þessu. Hins vegar hafa menn til þessa ekki talið fært — eða ástæðu til þess — að gera til- lögur um það I stofnunum bandalagsins að vikið yrði frá þessari skipan, og má vera að það sé vitni þess hversu mikil- væg þessi samstaða þykir. Mesta athygli hafa deilur Breta við meginlandsriki i bandalaginu vakið, en sem kunnugt er var það kaldhæðni örlaganna að Bretar allra þjóða, skyldu lenda i hörðum deilum um landhelgi sina eftir að þeir höfðu þó lagt allt kapp á að hindra aðrar þjóðir, þ.á.m. okkur Islendinga, I landhelgis- málum. Annað mál i þessu er sérstæða Færeyinga, en þeir kusu að leggja sérstaka áherslu á sin mál þegar Danir gerðúst aðilar að Efnahagsbandalaginu með þvi að halda sig utan þess, og þvi kemur landhelgi Færey- inga ekki til álita á ráðherra- fundum bandalagsins. Stórmál, líka fyrir okkur Um það er ekki blöðum að fletta að deilur um nýtingu Grænlandsmiða er stórmál fyrir Islendinga. Við þurfum þvi ekki aðeins að fylgjast mjög vel með öllu þvi sem við ber i málinu, heldur hniga margar ástæður að þvi að við eigum að leggja okkur fram um að hafa bein áhrif á málið. 1 þvi efni gildir bæði að hver er sjálfúm sér næstur i sliku hagsmunamáli, og ekki siður afstaða okkar til Græn- lendinga og lifshagsmuna þeirra. Ifyrsta lagi er þaö auglióst að það snertir okkur mjög hverjir fara með yfirráð yfir hafsvæð- inu vestur af landinu. A þessu svæði eru mörg mikilvæg fiski- mið, og sameiginleg landhelgis- forræðis á þessum slóðum, og það getum við Islendingar af augljósum ástæðum ekki sætt okkur við. reyndar við fleiri málaflokka sem skipta þjóðirnar miklu. Með þessu er i sjálfu sér ekki felldur dómur um Efnahags- bandalagið eða þær hugsjónir sem liggja þvi að baki, heldur er náttúruleg sérstaða þessara ey- Tökum á okkur myndarlegan rögg lina. En á svæðinu eru ýmsir stofnar sem skipta okkur miklu máli og við verðum að hafa alla möguleika á að koma við sögu þegar ráðið er ráðum um nýt- ingu þeirra. I öðru lagi vilja Islendingar Efling samráða á Norðurhöfum Nú hafa meginlandsþjóðir Efnahagsbandalagsins sjálf- sagt ýmsar gildar ástæður til þjóða i Norðurhöfum slik að svo náin samskipti og sameiginleg stjo'rnun sem Efnahagsbanda- lagið gerir ráð fyrir getur ekki komið til álita meðan þessar smáþjóðir við ystu höf fá ein- hverju ráðið um örlög sin sjálf- ar. Og það er vitaskuld allt ann- að mál að þessar þjóðir, Færey- ingar, Islendingar og Grænlend- ingar, vilji eiga mikil og góð samskipti við þjóðir Efnahags- bandalagsins. 1 þessu sambandi er afstaða Norðmanna og reyndar Svia, þótt með öörum hætti sé, einnig lærdómsrik. Og má mikið vera ef þessi framvinda öll á ekki að verða okkur eyjaskeggjum sér- stök hvatning til að efla inn- byrðis samskipti og samráð. Sú ákvörðun ráðamanna Efnahagsbandalagsins að seil- ast til slilcra afskipta af Græn- landsmiðum er þáttaskil að þvi er snertir fiskveiði- og land- helgismál á Norðurhöfum. Þessa ákvörðun verðum við ís- lendingar að taka mjög alvar- iega og gera okkar ráð um að bregðast þegar i stað við henni. Efnahagsbandaiagiö er nú mjög að seilast til áhrifa og hreins Ef til vill hafa ráðamenn bandalagsins einmitt valið þennan tima til athafna, með tilliti til þess að Grænlendingar eru nú að taka fleiri og fleiri svið eigin mála i sinar hendur og munu sjálfsagt halda áfram áfanga af áfanga i sjálfstæðis- málum sinum, likt og Færey- ingar hafa gert. Það flögrar vissulega aö mönnum að Efnahagsbanda- lagið sé með þessu að setja Grænlendingum, og reyndar Dönum einnig, eitthvert reynsluprof, svo til að kenna þeim siðina og „lækka i þeim rostann”. Hvort sem þetta er rétt ekki, verða Islendingar að halda vöku sinni i málinu. Og það er beinlinis siðferðileg skylda okkar að leggja Grænlendingum allt það lið sem við megum. Reyndar verður ekki annað séð en við ættum að geta veitt þess- um nágrönnum okkar miklu meira lið en viðhöfum gert og á fjölmörgum sviðum þar sem við höfum aflað okkur reynslu á undanförnum áratugum, eftir að við fórum aðtaka okkar mál i eigin hendur og byggja upp sjálfstætt atvinnulif og þjóð- legar stofnanir, bæði stjórnar- farslegar og menningarlegar. Nú nálgast mjög mikilvæg timamót i lífshagsmunamálum nágranna okkar i vestri, og vill svo til aö málið er okkur mjög skylt um leið. — Réttara tæki- færi til þess að taka á okkur rögg um stuðning og hvatning við Grænlendinga getur ekki. Það er skylda okkar að láta það ekki fram hjá fara. Efnahagsbandalagið seilist nú mjög til áhrifa á Norðurhöfum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.