Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. febrúar 1981 ■-•-MvM’MvMvMvMvMvMvMv Feröalag Hvanneyringa til Færeyja og Noregs. 10.-24. 6. 1980. Eftir margföldheilabrot, um- ræöur og rökræöur varö úr, aö þö nokkur hluti nemenda bændadeildar Bændaskólans á Hvanneyri skólaáriö 1979—1980 dreif sig i feröalag til Færeyja og Noregs — svona milli vor- verka og sláttar. Viö völdum þann gamla fararmáta aö sigla yfir hafiö. Skipiö var m/s Smyrill frá Færeyjum, sem leggur aö á Seyöisfiröi. Var þvi fyrst hjá allflestum, aö klöngrast austur á land, annaö hvort akandi eða fljúgandi. Ég valdiflugiöog var svo heppinn að fá gott skyggni. Gat ég þvi virt hólmann fyrir mér úr háloftunum og sann- reynt, hversu likur hann er landabréfunum, sem maður læröi eftir — forðum daga I skóla. Jæja, austur á Egilsstaöi var maöur kominn i þessu lika bliö- skaparveöri, sem kvaö vera þar svo oft. Fóru nú aö birtast kunnugleg andlit Hvanneyr- inga, og varö mikill fagnaöar- fundur. — Aö kvöldi þessa dags 10. júni kom allur hópurinn saman á hafnarbakkanum á Seyðisfirði og gekk siöan um borö i Smyril. Stundvislega kl. 22.00 voru landfestar leystar og haldið á haf. 1 hópnum okkar var hálfur fjórði tugur ný-bú- fræöinga undir fararstjórn Trausta Eyjólfssonar, kennara á Hvanneyri, sem haföi einnig undirbúiö feröina. Þar sem viö höföum valiö okkur ódýrasta plássiö á Smyrli, þ.e. sóldekkiö, sem er með yfirgerö úr glærplasti likt og gróöurhús, var þetta náttúr- lega ekki eins og sigling á skemmtisnekkju suður á Mið- jarðarhafi. En það fór ágætlega um okkur og veöriö var eins og best getur verið á vorkvöldum: „Himinninn heiður og blár, og hafiö var skinandi bjart”. Hélst sú bliöa næsta sólarhringinn. 11. júni, kl. 16.00, komum viö að bryggju i Þórshöfn i Færeyj- um, eftir að hafa siglt drjúga stund á milli þessara rismiklu eyja, sem óneitanlega minna mann á landið, sem viö komum frá. Þarna á höfninni beiö okkar færeyskur maður, Martein Ness, sem er giftur islenskri konu, Þóru Þóroddsdóttur frá Akureyri. Er hún tengd Trausta fararstjóra. Vildi hann bjóða öllum hópnum heim tilsin i kaffi og þáöi þaö um það bil þriðj- ungurinn. Hinir vildu heldur njóta veðurbliðunnar og rölta um hafnarsvæöið þann stutta tima, sem þarna var stansaö. Ég þáði hinar ágætu veitingar hjá Marteini og minnist hinnar elskulegu móttöku hans á okkur, bláókunngu fólkinu. — Við höfðum raunar lika tima til að koma viö á Skansinum og spóka okkur um göturnar næstar höfninni. Eftir tveggja stunda stans lögðum viö i haf á nýjan leik. Nú var sjóferöin um þaö bil hálfnuð og Færeyjar horfnar sýnum. Skipti nú nokkuö um veður og sjólag og tóku öldur Ægis að ýfast, en báturinn aö velta sér eins og meri i moldar- flagi. Og um morguninn 12. júni eftir ónæöissama nótt, fór hin hvimleiba sjóveiki aö gera verulegan usla i rööum búfræð- inganna.—Hvaðumþaö. Þarna um morguninn sigldum við fram hjá drjúgum slatta af oliu- borpöllum. Furöuleg sjón i aug- um islensks sveitadrengs. Undir kvöld komum við svo til Björgvinjar.og voru allir land tökunni fegnir, enda flestir með sjóriðu og fremur rislágir. Á bryggjunni beiö okkar Samson öpstad, kennari viö landbún- aöarskólann á Stend. Visaöi hann okkur veginn þar heim til bæjar, og fórum við með strætisvagni, þvi aö þetta er næstum inni I borginni. Gistum viö þarna um nóttina I húsnæöi heimavistarinnar. Að morgni þess 13. júni vorum viö snemma á fótum og öll búin aö endurheimta heilsuna. Þau á Stend gáfu okkur þennan prýöi- lega morgunverö, og nesti mátt- um viö taka, eins og hver vildi: Nákvæmlega á umsömdum Ferðafélagarnir viö bændaskólann I Foldsæ á Þelamörk. Annar frá hægri er Kyrre skólastjóri, en bflstjórinn yztur. Sunnudagur 8. febrúar 1981 bilastæði og eyddum svo mest af deginum i búöarráp og við aö viröa fyrir okkur mannlifiö i miðborginni. Um fimmleytið var haldiö upp á Ekeberg á Is- lendingasamkomu á vegum ís- lendingafélagsins i Osló og sendiherrahjónanna. Þar var veittur kokteill. Karlakórinn Jökull á Hornafirði, sem var á söngferðalagi til Finnlands, söng nokkur lög. Það var næst- um undarlegt að vera allt i einu kominn innan um allan þennan skara af löndum þarna i útland- inu. Um kvöldiö var ekið út úr borginni til suðurs, vestan Osló- fjarðarins, i átt til Túnsberg, elsta bæjar i Noregi. Þar feng- um viö gistingu i heimavist landbúnaðarskólans i Vestfold i Melsomvik. Að morgni þess 18. snæddum við morgunmat I skólanum og að þvi loknu sýndi skólastjórinn okkur staðinn. Þetta er ungur skóli, 24 ára, með fallegum byggingum. A búinu er 70 kúa fjós, auk annarra útihúsa og við það eru tveir súrheysturnar úr timbri, likt og gyrtar, islenskar sildartunnur. Þarna höföu menn lokið fýrsta slætti og biöu eftir þeim næsta, — en hér er vist slegiö þrisvar. — Aö lokinni skoöun þessa nútimalega skóla, þökkuöum viö móttökur og höfðinglegan viöurgerning og fórum til Túnsberg og gengum upp á klettavirkið, aðseturstaö norsku kónganna frá 11. og 12. Höfundur frásögunnar, Guömundur Kristinn Guönason sitjandi á gamalli fallbyssu á Túnsbergi. haldið af staö lengra vestur á bóginn og i' lengstu dagleiðina, 3 00-^100 km. Norömenn höföu kláraö sólskiniö daginn áöur, og nú var skýjað og bara þægilega svalt. Ekið var i ótal krákustig- um, upp og niður, gegnum fjölda af jarðgöngum (tvö voru 5 og 6 km löng) i fjöllunum og kennari, sem var okkar hægri hönd þarna, hafði skipulagt þetta allt saman. Hann fylgdi okkur allan daginn. Byrjaö var á aö skoða skóg- ræktina. Mikiö af landi skólans er notaö til skógræktar þar sem það hentar illa til annarrar ræktunar. Mest grýttir og jarð- Guðmundur Kristinn Guðnason: HVANNEYRINGAR A FERÐ UM NOREG OG FÆREYJAR tima kom billinn, sem brúka skyldi til ferðalagsins, 50 manna Volvo, traustur og góður far kostur, sem var stjórnaö af al- deilisprýöilegum bilstjóra, Odd Kippersund, sem lika reyndist vera smábóndi i grennd við Bergen. Var nú, i þessari indælis- mollu, lagt land undir hjól og ekið utan i klettum og gegnum ótal jarögöng I átt til Kvanndals viö Haröangursfjörö. Þar var tekin ferja til Kinsarvikur og siöan fljótlega lagt á brattann upp á Haröangursviddir. Tók þá landslag aö gerast hrikalegt og mikilfenglegt á að sjá. Alls- staðar vex samt trjáviður. Vegurinn varö að krákustig utan I snarbröttum hliöunum, en þetta vandist allt saman svo aö lokum þótti manni ekkert bratt, nema þar sem slútti. En allt var malbikaö, þótt mjótt væri viöa. — Uppi á hásléttunni var komið upp fyrir vaxtar- svæöi trjáa, svo nú sá maöur til jökla og næstu fjalla, enda komið glaðasólskin og bliöa. Um kvöldiö komum viö til Geilo og slógum þar tjöldum okkar á tjaldstæöi, sem heitir Sandven. Sváfum viö þar um nóttina. — Þarna i Geilo stunda Norömenn skiöaiþrótt aö vetrarlagi af kappi miklu, enda brekkur af öllum geröum, ef svo má segja. Aö morgni þess 14. júni tókum viö hafurtask okkar saman eftir ágæta nótt ibesta veöri og héld- um af stað i rólegheitum i átt til höfuöborgarinnar. Var ekin leiðin um Hallingdal endi- langan. Er þar viöa fallegt undir bú, gróskumikiö land meö vfðáttumiklum ökrum og býlin myndarleg, — og lifandis ósköp af timbri vex þar allstaöar hvar sem þab hefur pláss. — Aöum Tjaldborg I Bogstad utan viö Osló viö þarna i miöjum dal og skoöuðum skemmtilegt safn af eldgömlum húsum, sem dal- búar hafa komiö fyrir i skóg- lendi. Flest eru húsin byggð úr vænum bjálkum, sum meö út- skorin þil — listasmið. Um kaffileytiö komum við til Hönefoss og fengum okkur hressingu. Bærinn er vel þekktur frá fornu fari, ekki sist fyrirhinn mikla fjölda sögunar- mylla, sem þar var viö fossinn. Frá Hönefoss var svo ekið gegnum Hringariki til Oslóar, þar sem viö fundum okkur tjaldstæöi I Bogstad i útjaðri borgarinnar. Mér kom Osló á óvart og þótti hún furöuleg, — svona týnd i skógi. Þetta kvöld fórum við öll inn i borgina til aö skemmta. okkur. Þaö var laugardagskvöld og mikið um aö vera á skemmti- stöðunum og reyndist okkur erfitt að komast þar inn. Við höföum hitt tvo Islendinga, sem þarna voru viö störf og þvi öll- um hnútum kunnugur. Þeim tókst að koma okkur inn á rólega og ágæta krá, sem Is- landsvinur einn rekur. Undir miönætti vorum viö svo komin i tjöldin okkar i Bogstad, sæl og ánægö I veðurbliðunni. Sunnudagurinn 15. júni rann upp, heiður og bjartur — og 30 stiga hiti, svo maður varð geysi- latur og nennti tæpast aö standa i lappirnar. Margir fengu sér þvi bað i Bogstadsvatninu og jöfnuðu sig. Eftir hádegi var ekið suður fyrir Osló, austan viö Oslófjörð- inn, og fariö I heimsókn að Asi, landbúnaöarháskóla þeirra Norömanna. Komum við þar I 160 kúa fjós. Ekki voru þó margir gripirþar inni þá stund- ina. Gengum viö svo þarna um hlöö og garöa og skoðuöum staðinn undir leiðsögn íslend- ings, sem er námsmaður þarna, Ólafs Njálssonar. Vegna hitans varö þetta geysi erfið skoðunarferð, en á heim- leiöinni var áð i Dröbak úti við Oslófjörðinn. Þar var andvari, — Guð veri lofaður! Kvöldinu var varið eftir hentugleikum hvers og eins. Mánudaginn 16. júni notuðum við til að skoða Oslóborg. Litum viö á alls konar söfn undir leiðsögn skörungs kvenmanns sem hét Torun Falleras, og tal- aði afar skýrt, svo flestir skildu mál hennar i stórum dráttum. Torun hefur gist Hvanneyri og er mikill Islandsvinur. — Við skoðuöum fyrst vikingaskipa- safn meö hlutum, sem voru eldri en allt, sem gamalt er. Svo litum við á norska sjó- minjasafniö. Þar kenndi margra grasa, ef svo má að oröi komast, og i næsta húsi va, Fram, heimskautafar Fridtjovs Nansen. Reyndist þetta býsna fróðlegur gripur. Einnig kom- um við I Kon-Tiki-safniö þar - sem er fleki Thors Heyerdahls frá 1947. Furöulegt aö ferðast á þessari heysátu þvert yfir Kyrrahafið. — Þvi næst fórum viö I Vigelandsgarðinn. Þar er myndarlegt útivistarsvæði sem i er drjúgt samansafn af myndastyttum, höggnum i stein á snilldarlegan hátt. í leiðinni til Bogstad aftur, að áliðnum degi, komum við að skiðastökkpallinum á Holmen- kollen, miklu mannvirki i þágu skföaíþróttarinnar. Það er kominn 17. júni, — blessaður þjóöhátiðardagurinn okkar. Viö byrjuöum daginn með þvi aö taka saman tjöldin og allt hafurtaskiö og ganga frá þvi I bflum. Síðan ókum við inn i borgina, gengum frá bilnum á öld. Efst uppi á hinum áður vig- girta kletti, er útsýnisturn, svo að úr meira en 60 metra hæð gátum við dáöst að útsýninu á hinni búsældarlegu Vestfold, baðaðri sumarsól og bliðu. Að endingu litum viö svo á minja- söfnin þarna, sem eru merkileg og stórfróðleg, og héldum siðan lengra suður. 1 Kragerö var stansað nokkra stund og matast. Þar skildu viö hópinn tveir ferðafélagar, sem hyggja á lengri veru i landinu. Þeim hentaöi ekki að vera meö lengur, þar sem nú snérum við ferð okkar til vesturs aftur i átt- ina heim. Eftir óralangan akstur um skóglendi Þelamerkur komum viö um kvöldið til landbúnaöar- skólans i Foldsæ hjá Hauggrend, vestarlega i hinu viðlenda fylki. Þar beið okkar rjúkandi kvöldveröur og ljóm- andi hress skólastjóri, sem reyndist okkur sannur höföingi heim að sækja Hann heitir Kyrre Hattaland og hefur komið til Islands og gist Hvanneyri. Hann sýndi okkur staðinn, sem mér þótti einhver hinn fallegasti af þeim, sem viö komum á. Þar sá viöa til jarðar fyrir trjám, og kvöldsólin sindraöi á runnunum og kúnum uppi i brekkunum ofan við staöinn. Þessi skóli var að sumu leyti frábrugðinn þeim skólum, sem við höfðum séö áöur. Þar var búrekstur ekki mikill, en áhersla lögö á aukabúgreinar, eins og fiskiklak og ferða- mannaþjónusta. Nemendum er meira aö segja kennt aö smiða litla bjálkakofa til aö leigja feröamönnum. Feröamenn eru Norðmönnum drjúg tekjulind og búbót. 19. júni. Eftir góöan svefn og enn betri morgunverð var I Roldal á Hörðalandi i grennd við öræfin. um berangurslegar heiöar með gróðurfari liku og maöur á aö venjast heima. Stansað var og matast i Odda, sem er 7500 manna verksmiöjubær við botn Sörfjord i Harðangri. Siöan var ekið meöfram firöinum til norö- urs i bröttum hlíðum með fógrum fossum og gróskumikl- um aldingörðum — til Kinnsar vikur ferjustaöar. Þar meö var þessum skemmtilega hring okkar um Suður-Noreg lokið. Við vorum komin það tima- lega til Björgvinjar að við kom umst i' veitingahús til að boröa siöustu kvöldmáltiöina meö Oddi bilstjóra. — Svolitiö kveöjuhóf honum til heið- urs. — Ok hann okkur aö lokum heim til Stend, þar sem við gist- um siöustu tvær nætur okkar i Noregi. 20. júnl: 1 dag var verið um kyrrt á Stend og staöurinn og næsta nágrenni skoöaö. Samson vegsrýrir klettaásar. Hins vegar gengur skógrækt með af- brigöum vel hér. T.d. nær sitka- greni hvergi I heiminum skjót- ari þroska, var mér sagt. Trén eru felld um 50 ára gömul og eru þá orðin svokölluð ferliki. Viö gengum um öll gripahús skólans og önnur útihús svo sem gróöurhús. Einnig skoö- uöum viö safn gamalla húsa, sem Harðangursfylki er aö láta setja upp þarna I tengslum við byggðasafniö i Fana, — en þaö skoöuöum viö rækilega. Þá var okkur sýnd merkileg fóöurrann- sóknarstöö, sem norsku sildar- mjölsverksmiöjurnar reka meö styrk frá rikinu og I samvinnu viö búnaöarskólann á Stend. Þar eru geröar yfirgripsmiklar tilraunir meö fiskimjöl til dýra- fóöurs. Aö lokum var sögunarmylla skólans sett i gang fyrir okkur og viö leidd aö ýmiskonar úr- vinnslu á timbri. Það er auö- vitaö mikill verkþáttur I þessu landi skóganna. Um kvöldið fór allur hópurinn á dansleik I Björgvin og skemmti sér konuneleca fram á nótt meðal Norðmannanna. Laugardagurinn 21. júni rann upp bjartur og góöur. Rektor skólans sat meö okkur viö morgunveröarboröiö, ásamt Samson og fáeinum starfs- mönnum og nemendum, sem viö höföum komist lltillega I kynni við þessa daga á Stend. Að kveðjustund lokinni tókum viö saman farangur okkar og fengum bfl með okkur til Björg- vinjar ókum vitt og breitt um borgina og litum á ýmislegt merkilegt. Okkur var sýnd æva- gömul stafakirkja, svo nefnt „Bergenhus” (sem er eld- gamalt virki, tengt Hákonar- höllinni frá 13. öld.) og nýtisku- legt sædýrasafn. Aö lokum skruppu sumir i búðir eöa versl- uðu á útimarkaöinum viö höfn- ina, þegar við höfum kvatt Jörgen öydvin kennara á Stend sem var leiösögumaður okkar i Björgvin. Kl. 14.00 leysti „Smyrill” landfestar og hélt til hafs. Feng- um viö þokkalegt veður á sjón- um, en mikilþrengsli voru á sól- dekkinu og varð sumum ekki svefnsamt um nóttina þess vegna. 22. júni: Þegar skipiö nálg- aöist Færeyjar, var þoka yfir hafinu, en allt i einu greiddist úr henni og Sviney blasti viö okkur i sumarskrúöi sinu, hrein og tiguleg. Um hádegi lagöist skipið aö bryggju I Þórshöfn i glaðasólskini, logni og hita. Það veöur hélst þessa tvo daga, sem við dvöldum i landinu. En þaö var á meöan Smyrill brá sér til Skotlands. Viö áttum pantaö gistipláss á „Ferðamannaheimilinu Frá- hald” I Stoffalág, hjá Jóni SI- vertsen, sem fjölmargir íslend- ingar þekkja. Þegar við höföum gengiö frá dótinu okkar og komið okkur fyrir, fjórum við með nýja bilnum hans Hákonar i Hvalvik I heimsókn til Kirkju- bæjar og Velbastaðar i Straum- ey. Leiösögumaður i þessari ferö var enginn annar en Jón Si- versen i eigin persónu og lék hann á alls oddi, svo að við gleymum honum varla i bráð. Hann talar Islensku sem inn- fæddur sé og milli þess, að hann lýsti þvi, sem fyrir augun bar, fræddihann okkur um ýmis orö, sem á báðum málunum eru eins, en merkja ekki það sama, — s.s.: krakki merkir þrifættur stóll á fær- eysku, — epli er kartöflur og bolli er koppur, svo eitthvað sé nefnt. Þettaveldur auðvitað oft leiðum misskilningi i samskipt- um þessara bræöraþjóða, og Jón kunni lika svo sannarlega að segja skemmtilega frá. Viö heimsóttum Sverri Patursson I Kirkjubæ. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri áriö 1960 og lauk einnig vél- fræöinámi á Islandi. Hann tók okkur afskaplega vel og gekk meö okkur um staðinn og fræddi okkur um hvaö eina. Kirkjubær var aðsetur hinna fornu biskupa höfuöból og menningarsetur fyrr og siðar. Þar eru merki- legar, fornar byggingar og þar gengum við einnig um nýtisku gripahús og geysistórt gróöur- hús, alveg nýtt, sem frændi Sverris, Ölafur Patursson, á og rekur. Hann er garöyrkjufræð- ingur. Húsiö er hitaö meö oliu. A Velbastað tóku ráðherra- hjónin Hella og Danjal P.Dani. elsen á móti okkur og buðu öllum hópnum inn I stofur sinar. Þar rabbaði Danjal við okkur um landbúnaðinn i Færeyjum, þvi hann fer meö málefni hans, og sagði okkur ýmisiegt sem nú er efst á baugi { þeim málum. Að lokum bauð hann til kvöld- veröar á „Hótel Föroyar”. Sverrir Patursson sat einnig þá veislu og ávörpuöu þeir okkur báöir, en Trausti þakkaði fyrir okkar hönd og færöi þeim minjagripium heimsókn okkar. 23. júnf rann upp bjartur og fagur og risu nokkrir sprækir Hvanneyringar árla úr rekkju til aö skoöa spánýtt mjólkurbú, sem tekið er til starfa þarna I Þórshöfn. Mjólkurbússtjórinn er islenskur, Eirikur Þorvalds- son frá Höfn I Hornafiröi. Leiddi hann okkur um alla króka og kima þessarar myndarlegu byggingar, sem hann kvaö alla hina prýöilegustu. Hins vegar sagöi hann skort á mjólk til vinnslunnar. „Offramleiösla á landbúnaöarvörum” er öfug- mæli i Færeyjum. Hákon kom meö bflinn á rétt- um tima og haldið var i ferðalag noröur á Straumey og Austurey. Heimsóttum við gamla og góöa Hvanneyringa, sem tóku okkur eins og viö værum nánir ætt- ingjar.Hanus Joensen iHvalvik er fyrsti Færeyingurinn, sem lauk búfræöiprófi frá Hvanneyri (1943). Hann slóst I för með okkur og fórum við heim til Magnúsar, bróður hans. Magn- ús er skólabróðir Trausta frá Hvanneyri eins og raunar Danjal á Velbastaö er lika. Kona Magnúsar heitir Anna og er islensk i aðra ættina. Jógvan, sonur þeirra, er siöasti Færey- ingurinn, sem hefur útskrifast frá Hvanneyri (1977). Þau búa i Dúvugörðum i Saksun. Þarna vorum við öll drifin inn i bæ og boriö fyrir okkur kaffi og úrvals kökur. Voru móttökur og veit- ingar allar meö afbrigðum góöar og eftirminnilegar. ISaksun er friölýstur eldgam- all bær, sem einnig er minja- safn. Er munum þannig komið fyrir, aö maöur gæti haldið, aö heimilisfólkiö væri ný gengið frá. Þetta er meö skemmtilegri söfnum, sem ég hef séð. Likast þvi að fá gamla timann „beint i æö”. Frá Saksun héldum við sem leiö liggur yfir brúna, sem tengir Straumey viö Austurey og ókum noröur vesturströnd Austureyjar aö Eiöi, og áfram upp i hllðar Slættaratinds, sem er hæsta fjall Færeyja (nær 900 m) Sagöi Hákon bilstjóri okkur, aö hann heföi ekki oft séö tind- inn svona vel sem þarna, þvi allajafna er hann hulinn þoku. Komið varaö Gjógv og gengið þar um staöinn og höfnina, sem er raunar bara djúp og þröng klettagjá en engu að siöur merkileg náttúrusmið. Var nú ekið til Oyndar fjarðar. A þeirri leiö sá ég aö verið var að ryöja lönd undir nýbýli. Það er ekkert áhlaupa- verk að rækta þarna land. Jarð- vegurinn er grunnur og blautur og viöast hvar er bratt. Þó eru Færeyingar iðnir viö ræktunina, tina burt grjótið, og sýndist manni sumar nýgræður vera meö heysæti, en er betur var að gáö voru þetta grjóthrúgur um túnin. Allflestar dráttarvélar, sem ég sá, voru vigalega búnar, fjórhjóla drifnar og allt á tvöföldu. Nú leið aö lokum þessarar ánægjulegu feröar okkar. Var Hanusi skilaö heim I Hvalvfk og þar var hann kvaddur með þakklæti fyrir góða samfylgd. Komum við seint um kvöldið til Þórshafnar og tókum dót okkar saman. Upp úr miðnætti héldum viö til skips og sigldum frá Fær- eyjum klukkan tvö á Jóns- messunótt. Þokuloft var yfir hafinu, en þokkalegt i sjóinn. Komið var til Seyöisfjaröar kl. 20.00 og leystist hópurinn þar meö upp I smærri einingar. Ein- hverjirgistu á Seyöisfiröi, aörir á Egilsstöðum, nokkrir á Brekku i'Fljótsdal og einhverjir náðu heim til sin um kvöldiö. Að lokum: Þetta feröalag var lærdómsrikt, skemmtilegt og ódýrt. Þvi ber að þakka: 1. Færeyska skipafélaginu, sem gaf okkur 40% afslátt á far- gjaldi. 2. Feröaskrifstofnunni Sam- vinnuferöir, sem endurgjalds- laust aöstoðaði okkur viö út- vegun á langferðabil, er viö fengum leigöan I Noregi I heila viku fyrir lágt gjald, 3. öllum skólastjórum bænda- skólanna sem gáfu okkur allan beina I skólum siníim og voru höfðingjar heim að sækja. 4. Færeysku Hvanneyring- unum og vinum okkar þar, sem báru okkur á höndum sér. Þökk sé öllu þessa góöa fólki! Þökk sé ykkur feröafélagar mlnir! 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.