Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. febrúar 1981 9 komnir voru nýir hermenn til þess að fylla i þau skörð, er höggvin höfðu verið i enska ný- lenduherinn. En það varð bið á þvi, að Englendingar færu með sigur af hólmi. Andspyrna Búa var ótrúleg, og fréttir um hreysti þeirra og hugrekki, oft ýktar eins og gengur, flugu um allar jarðir. Ollum sigrum þeirra var fagnað viða um lönd, og Englendingar söfnuðu glóð- um elds að höfði sér með herför sinni gegn þessum æðrulausu bændum. Þeir sættu afarhörð- um dómum fyrir framferði sitt og yfirgang, og þess var opin- skátt óskað, að þeir kæmust að þvi keyptu áður en yfir lyki. Sumum létti lika. Vilhjálmi Þýzkalandskeisara stóð stuggur af Bretum og veldi þeirra, og kannski hefur honum stundum orðið hugsað til þess, hvernig leikar færu, ef þeim og Þjóð- verjum lenti saman (eins og gerðist hálfum öðrum áratug siðar). En nú létti honum. Styrjöldin i Suður-Afriku sýndi, að Englendingar voru slakir i hernaði, er þeir orkuðu svo illa að koma illa búnum bændaher á kné. En þar skauzt keisaranum likt og Hitler siðar, er hann dró þá ályktun af vetrarstriðinu i Finnlandi 1939-1940, að sovézki herinn væri ekki til stórræða. Margir þeirra, sem fjallað hafa um Búastriðið á seinni ár- um, hafa aftur á móti jafnað þvi til styrjaldar Frakka og Banda- rikjamanna i Vietnam, er fóru halloka fyrir örfátækri þjóð, sem átti allt að vinna en engu að tapa og hagaði sér samkvæmt þvi. Hinir hörðu dómar, sem felld- ir voru yfir Englendingum vegna Búastriðsins, mögnuðu með þeim þrjózku. Þeir létu ekki bilbug á sér finna, hversu mjög sem þeim var legið á hálsi. Þeir horfðu ekki heldur i þær fórnir, bæði i mannslifum og fjármunum, sem af Búa- striðinu flaut. Þeir drógu saman meiri her en áður voru dæmi um til þess að kúga Búa og bjuggu hann öllum þeim vopnum, sem þá voru skæðust. I nær tvö ár var sá hernaður háður af mikilli grimmd. Búarnir réðust á búðir Englend- inga, þegar þeir sáu sér færi á, lágu i launsátri fyrir þeim, þar sem þvi varð við komið, drápu þá, sem þeir náðu, sprengdu upp hergagnabúr og þar fram eftir götunum. Englendingar brenndu hús og heimili Búanna, rændu kvikfénaði þeirra og sóp- uðu tugþúsundum manna i nokkurs konar fangabúðir, þar sem fólki var hvorki séð fyrir nægjanlegu fæði né öðru, er það þurfti til þess að halda lifi. Iðu- lega var fólk drepið án dóms og laga, herfangar skotnir i bræði af handahófi og fólki misþyrmt á allan hátt. Svertingjarniráttuekki heldur sjö dagana sæla. Bæöi Búar og Englendingar þröngvuðu þeim miskunnarlaust til þess að vinna fyrir sig. Englendingar neyddu þá til varðstöðu og njósna. Þannig voru þeir milli steins og sleggju og mátti ekki mikið út af bera til þess, að þeir gyldu þess með lifi sinu. Hvernig sem þeir höguðu sér, voru þeir ekki annað en sjálf- sögð fórnarlömb. Skátahöfðing- inn Baden-Powell viðfrægöi varnir Mafeking, en sannleikur- inn bak við þá vörn er sá, að Englendingar stálu öllum mat- vælum, sem þeir fundu þar með þeim afleiðingum, að fjöldi blökkumanna varð hungur- morða. Þegar samtök enskra kvenna kváðu loks upp úr með það seint og um siðir, hvilikar þjáningar konum og börnum á striðssvæðunum væru búnar, náði meðaumkun þeirra ein- ungis til hvita fólksins, en ekki þess, sem dökkt var á hörund. Loks kom að þvi, að Búarnir gáfust upp, meöfram af ótta við, að svartir kynþættir myndu snúast gegn þeim. Ekki verður sagt, að Englendingar létu bein- linis kné fylgja kviði, enda voru þeir farnir að þreytast á hörðum dómum úr öllum áttum. En sizt mun þá hafa grunaö, að raunar yrðu það Búarnir, sem hrósuðu sigri innan skamms tima. Suður-Afrika fékk stjálfstjórn að tæpum tiu árum liðnum. Svertingjarnir höfðu gert sér vonir um, að þeir mættu um frjálst höfuö strjúka, er Eng- lendingar báru hærri hlut. Miln- er hafði stefnt að þvi, að Suður- Afrika yrði brezkt veldi, sem drottnaði i þessum heimshluta i nánum tengslum við móður- landið. En það urðu Búar, sem reyndust drýgri. Bretar létu fyrst i stað sem þeir vildu hindra þá undirokun svarta fólksins, sem Búar höfðu tiðkað. En eigi að siður varð raunin sú, að viðhorf Búanna varð alls ráðandi frá Höfðaborg i suðri til Ródesiu i norðri. Smám saman náðu Búar eða niðjar þeirra völdum i Suöur- Afriku með þeim afleiðingum, sem kunnar eru. Hugmyndir þeirra drottna þar enn, og Búa- striðið er eitt af þvi, sem mótað hefur hugmyndir margra um ágæti þeirra og samborgar- anna, yfirburði þeirra og rétt til þess að fótum troða svarta kyn- þáttinn. Nýjung á íslandi VÉLSKÍÐI Nú er auðvelt fyrir unga sem a/dna að komast ferða sinna i snjó og ófærð — bæði i ieik og starfi Auðveldur í geymslu og flutningi • Þyngd aðeins 33 kg Sparneytnasta samgöngutækið í vetrarferðum 5 lítra bensíntankur endist í 3 klst. Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta WjS CHRYSLER Marme Sö/uumboð og upplýsingar: HðDUR HF. Klapparstig 27 Box 4193 Sími (91)21866 Umboðsmaður á Akureyri: Skálafell s.f. Skáli v/Ka Idbaksgötu Simi (96)22255

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.