Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 6
 i-Siinnudágur 8. febrúar 1981 6 Utgefandi: Framsúknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Óiafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Frlöa Björnsdóttir (Heimilis-Tfm inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (Alþing), Jónas Guömundsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn !Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón :Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: 'Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þor- 'steinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Sfmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 4.00. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Stjórnarandstaðan Starfshættir stjórnarandstöðunnar gefa til kynna, að hún eigi ekki nema eitt áhugamál. Þetta áhuga- mál er að gera rikisstjórninni eins erfitt fyrir og verða má. Það virðist ekki skipta stjórnarandstöðuna neinu máli, þótt þessi vinnubrögð gangi i berhögg við þjóðarhagsmuni. Slikt vikur alveg fyrir þeirri hugsun, að rikisstjórninni verði að koma á kné, hvað sem það kostar. Dag eftir dag verður þjóðin áheyrandi að þvi i fréttum útvarps og sjónvarps, að stjórnarandstæð- ingar reyni að hef ja umræður sem bersýnilega hafa ekki annan tilgang en að torvelda lausn sjómanna- deilunnar og ákvörðun fiskverðsins. Áhrifum sinum innan viðkomandi stéttarsam- taka, jafnt atvinnurekenda sem launþega, hafa leiðtogar stjórnarandstæðinga beitt i svipuðum til- gangi. Vonandi tekst samt að leysa þessi deilumál á skaplegan hátt. En það verður ekki dyggð forustu- manna stjórnarandstöðunnar að þakka. Áróður stjórnarandstæðinga gegn áramótaráð- stöfunum rikisstjórnarinnar eru sama marki brenndar. Það er reynt að telja þær i öðru orðinu ómerkilegar og einskisverðar, en i hinu orðinu stór- fellda kjaraskerðingu. Það er sagt aðra stundina, að áramótaráðstafan- imar séu sönnun þess, að Framsóknarflokkurinn hafi látið Alþýðubandalagið svinbeygja sig, en hina stundina, að Alþýðubandalagið hafi svikið allt i sambandi við kjaramál, sem hægt sé að svikja. Verst er þó orðbragðið i málgögnum Sjálfsæðis- flokksins um þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem taka þátt i stjórnarsamstarfinu. Þessi vinnubrögð stjórnarandstæðinga eru vissu- lega hörmuleg á timum, þegar þjóðin glimir við mikla erfiðleika, sem geta þó átt eftir að fara vax- andi, þvi að efnahagshorfur i heiminum virðast yfirleitt óglæsiiegar. Á slikum timum þarf þjóðin að standa sem bezt saman. Það er rétt að gera miklar kröfur til rikis- stjórnarinnar undir slikum kringumstæðum. Hún verður að reyna að verja þjóðina áföllum eins og bezt hún getur. En það verður jafnframt að gera miklar kröfur til stjórnarandstæðinga. Þeir geta oft ráðið miklu um, hvort þvi marki verður náð, sem stefnt er að. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar haga sér nú lik- ast þvi, að engar skyldur hvili á þeim. Foringjar Alþýðuflokksins eru fullir sárinda og vonbrigða vegna þess, að þeir hlupust undan merkjum i vinstri stjórninni og glötuðu þannig þvi trausti, sem ýmsir báru til þeirra. Geir Hallgrimsson og félagar hans geta ekki fyrirgefið sjálfum sér, að Gunnar Thoroddsen gat leyst þá þraut, sem hafði reynzt þeim ofraun. Þeir virðast þvi ekki hafa meiri áhuga á öðru en að koma honum á kné. Það er kominn timi til, að leiðtogar stjórnarand- stæðinga fari að endurskoða ráð sitt. Einhverjir kunna að segja, að þessi vinnubrögð séu þeim sjálfum verst, þvi að þjóðin fordæmi þau. En málið er ekki svo einfalt, þegar af þeim getur jafnframt leitt að þau skaði þjóðarhagsmuni. (11!! * i.d'Ml» Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Calvo Sotelo verður eftirmaður hans ungur fól Suarez stjórnarmynd- un sumarið 1976. Hann mátti þá heita óskrifað blað. Það er nú yfirleitt viðurkennt, að Suarez hafi reynzt vandanum vaxinn. Fyrsta verkefni hans var að hafa forgöngu um setn- ingu stjórnarskrár, sem tryggði lýðræðið i landinu. í kosningum til stjórnlaga- þings, sem fóru fram 1977, hlaut Miðfylkingin, sem Suarez hafði stofnað, mest fylgi. Mjög var deilt um það fyrir þær kosningar, hvort leyfa ætti kommúnistum þátttöku. Suarez beitti sér gegn útilokuninni, og hafa ýmsir hægri menn ekki fyrirgefið honum það. Suarez lagði áherzlu á að ná sem viðtækustu samkomulagi um stjórnarskrána. Það tókst og fékk Suarez mikið hrós fyrir þessa milligöngu sina. Þingkosningar samkvæmt nýju stjórnarskránni fóru svo fram 1979. Miðfylkingin varð enn stærsti þingflokkurinn, hlaut 165 þingsæti af 350 alls. ÞAÐ kom mjög á óvænt, þeg- ar Adolfo Suarez forsætisráð- herra Spánar tilkynnti fyrra fimmtudag (29. jan.), að hann hefði beðizt lausnar. Jafnframt lýsti hann yfir þvi, að hann myndi ekki taka við endurkjöri sem formaður Miðfylkingarinn- ar, sem er stærsti stjórnmála- flokkur Spánar. Suarez birti þessa yfirlýsingu sama daginn og landsfundur Miðfylkingarinnar hófst á Mall- orca. Það hafði verið búizt við þvi, að Suarez myndi verða fyrir nokkurri gagnrýni þar, en jafn vist talið að hann myndi verða endurkjörinn formaður Mið- fylkingarinnar með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Margar getgátur eru á kreiki um ástæðurnar fyrir þvi, að Su- arez segir af sér. Sjálfur gaf Su- arez þá skýringu, að ýmissa breytinga væri þörf til að treysta lýðræðið I sessi. Hann teldi sig auðvelda þessar breyt- ingar með þvi að segja af sér. Sumartilgátureru á þá lið, að Suarez vilji fá nokkra hvild eftir að hafa gegnt forsætisráðherra- embættinu i 41/2 ár undir mjög erfiðum kringum stæðum. Jafn- framt áliti hann að meiri þörf geti verið fyrir sig siðar og hann muni þá betur undir það búinn að axla ábyrgð á ný. Suarez er 48 ára. Loks ganga sögur um, að hershöfðingjarnir hafi verið orðnir óánægðir með hann og krafizt þess af Jóhanni Karli konungi, að Suarez yrði látinn hætta. Þvi hafi konungur ein- dregið hafnað. Þessar sögur þykja þó heldur ótrúlegar. Hitt er vist, að Suarez hefur sætt vaxandi gagnrýni hægri manna. Honum er kennt um, að stjórnarskráin útilokar ekki kommúnista. Hann er sagður hafa gengið of langt til sam- komulags við Baska. Hann er talinn eiga frumkvæði að þvi.að verið er að undirbúa löggjöf um hjónaskilnaði. ÞÓTT afsögn Suarez kæmi á óvart, kom það enn meira á óvart, þegar Jóhann Karl kon- Leopoldo Calvo Sotelo ÞAÐ þykir sennilegt, að næsti forsætisráðherra Spánar verði Leopoldo Calvo Sotelo varafor- sætisráðherra. Flokksstjórn Miðfylkingarinnar kom strax saman eftir afsögn Suarez og tilnefndi Sotelo sem eftirmann hans. Það þykir þvi fullvist, að konungur muni fela honum stjórnarmyndun, þótt formlega sé hann ekki búinn að gera það, þegar þetta er ritað. Calvo Sotelo er 54 ára gamall, verkfræðingur að menntun. Hann var um aldarfjórðungs- skeið framkvæmdastjóri ým- issa stórfyrirtækja, siðast fram- kvæmdastjóri rikisjárnbraut- anna. Sotelo varð á þessum árum kunnugur Jóhanni Karli, sem þá var krónprins. Þegar Jóhann Karl fól Aias Navarro að mynda rikisstjórn 1975 eftir fráfall Francos, hlutaðist hann til að Sotelo varð viðskiptamálaráð- herra. Sotelo varð ráðherra opin- berra framkvæmda, þegar Su- arez myndaði stjórn 1976. Hann fór úr stjórninni fyrir stjórn- lagaþingskosningarnar 1977 til að stjórna kosningabaráttunni af hálfu Miðfylkingarinnar. Eft- ir kosningarnar tók hann aftur sæti i stjórninni og fór með þá stjórnardeild, sem annaðist samninga við Efnahagsbanda- lagið um þátttöku Spánar i þvi. Siðastl. haust var hann skip- aður varaforsætisráðherra, og jafnfram efnahagsmálaráð- herra. Adolfo Suarez Næststærstur varð Sósialista- flokkurinn, sem fékk 199 þing- menn kjörna. Suarez var forsætisráðherra áfram. Það starf var ekki siður vandasamt en áður, þótt með öðrum hætti væri. Miðfylkingin var ekki heilsteyptur flokkur, heldurbandalag margra flokka, sem Suarez hafði tekizt að fá til samstarfs. Auk þess þurfti að leita samvinnu á þingi við ýmsa smáflokka, þar sem Miðfylking- in hafði ekki þingmeirihluta. Hægri menn innan Miðfylk- ingarinnar töldu Suarez halla sér meira að vinstra arminum og vakti það afbrýðissemi og óánægju þeirra. Af þeim málum, sem Suarez kom fram á þessum tima, ber sennilega fyrst að nefna heima- stjórn, sem var veitt ýmsum fylkjum Spánar, m.a. Baska- héruðunum. Suarez lætur óvænt af stjómarforustunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.