Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 28

Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 28
Gagnkvæmt tryggingafélag MSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Sími 28200 Deilan um orkuverið við Altaána dregur dilk á eftir sér: i í | Nágrannar orðnir fjand- menn og heimili og f jöl- I þvi', aö hópar kynbræöra þeirra frá Sviþjtíö og Finnlandi hafa komiö til Finnmerkur til þess aö taka þátt i mótmælum viö Altaána. Kurr innan lögreglu- liðsins. Urgurinn, sem deilurnar um Altavirkjunina hafa vakiö, lætur viöa á sér kræla i Noregi. Eins og kunnugt er sendu norsk stjórnvöld sex hundruö lögreglumenn á vettvang til þess aö yfirbnga eitt þúsund manna hóp mótmælenda, er hefja átti vegagerö aö virk junarstaönum nú fyrir skyldur að sundrast Hefur sannfært Sama um, hversu utan gátta þeir eru í norsku samfélagi Deilurnar um virkjun Altaár i Norður-Noregi eru orönar lang- vinnar og hafa nú náð þvi stigi, að sögulegar afleiðingar verða ekki umflunar. Hvort sem virkj- unin verður knúin fram með valdi eða frá henni fallið munu þessar deilur draga dilk á eftir sér. Þær munu hafa gagnger áhrif á viðhorf Sama til þess þjóðfélags, sem þeir lifa I, en hefur farið sfnu fram án tillits til þeirra, og þær munu verða fjöldamörgum einstaklingum næsta örlagarlkar. Sttírþingið norska hefur þrisvar sinnum samþykk^ aö reisa orkuver viö Altaana, seinast í fyrra meö 108 at- kvæöum gegn 34. Ógæfan er sú, aö þessi ákvörðun gengur þvert á vilja meirihluta þess fólks, sem býr í grennd viö Alta, og þar aö auki fjölda umhverfis- verndarfólks um allan Noreg. Hvergi kvaddir til ráða 1 þeim sveitarfélögum 1 Finn- mörk, sem talin eru biöa hnekki við virkjun árinnar, er 85% ibúanna af kyni Sama. Þessir Samar eru aö visu ekki einhuga, en mikill meirihluti er mjög andvigur virkjuninni vegna þeirra röskunar á lifnaöar- háttum ftílks, sem henni er talin fyigja. Samarnir eiga á hinn bóginn ekki svo mikið sem einn einasta mann á stórþinginu. Þeir eiga ekki fulltrúa i skrifstofum ráðu- neytanna né i embættiskerfinu yfirleitt, og þeir eiga harla örö- ugt með að koma skoðunum sin- um á framfæri. Frá sjónarmiöi þeirra er ákvörðunin um virkj- un þess vegna ekki lýöræöisleg ákvörðun, þrátt fyrir atkvæða- tölur á þingi, heldur nauðung, sem þingmeirihluti og stjórnar- völd beita minnihluta, sem fyrirmunaö er að bera hönd fyrir höfuö sér. Samar á vegamótum. Samar hafa meö litlum árangri reynt aö vekja athygli á málstað sinum, svo sem þegar fulltrúar þeirra fóru til Oslóar og sveltu sig þar við þinghúsiö. Þeir telja sig reka sig alls staðar á þaö, aö þeir eru utan gátta i þjóöfélaginu. Þaö hefur aftur á móti oröiö til þess að glæöa þjóöernistilfinningu þeirra, einkum yngri kynslóöar- innar, og má jafnvel svo fara, aöárekstrarnirviö Alta veröi til þess aö marka timamót. Þessi vakning meöal Sama hefur meðal annars komiö fram Skipið, sem norska stjórnin sendi meö þrjú hundruö lögreglumenn úr Suöur-Noregi til Alta. Tjaldbúöir þeirra, sem hugöust hindra framkvæmdir áöur ea lögregluli* kom i vettvang. skemmstu. Þrjú hundruö þeirra voru sendir meö skipi frá Suður- Noregi. Mörgum lögreglumannanna var þetta ekki nein fagnaöarför. Sumir fóru nauðugir. Ekki svo fáir stíttu um undanþágu frá förinni með skirskotun til þess, aö samvizka þeirra leyfði þeim ekki að vinna þaö verk, sem þeim væri ætlaö. Þessum um- sóknum var hafnað, og lög- reglumaöurlBjörgvin sem samt sem áöur neitaöi aö fara, var rekinn úr starfi. Þessa sama viöhorfs hefur gætt hjá heimavarnarliöinu, þegar átt hefur að nota tæki þess i viöureign við mót- mælendur viö Alta. Reiðir nágrannar, sundruð heimili. öllu geigvænlegri eru þau áhrif, sem þetta hitamál hefur haft á sambúö fólk þar sem ágreiningurinn er mestur og heitast i kolunum. Svo er komið, aö grannar talast ekki lengur viö, hjóna- bönd eru að rofna og unglingar hafa horfiö aö heiman vegna sundurþykkju, sem ólik afstaða tíi virkjunarinnar hefur fætt af sér. Þannig hefur deilan sett svip sinn á byggöarlög og heimili meö afleiöingum, sem ekki er sýnt hverjar kunna að veröa. Enginn er kominn til að segja - hvenær þar grær um heilt, ef nokkurn tima veröur. Setulið i mörg ár. Veröi áin virkjuö, hvaö sem tautar og raular, mun það ekki aöeins valda miklum sárindum, heldur veröa norska rikinu dýrt spaug. Lénsmaöurinn i Alta hefur kveðiö upp úr með að tvö hundruö lögreglumenn minnst veröi aö vera við Altaána i mörg ár, ef ekki eigi aö bjóöa þvi heim, að virkjunarfram- kvæmdirnar verði stöðvaöar I miöjum klfðum. Það lögreglu- liö, sem veriö hefur á þessum slóöum, er ekki fært þaö verk- efni. Þar verður til aö koma ein- hvers konar setuliö. Sú hugmynd hefur skotiö upp kollinum, aö stofnaö veröi nokkurs konar varnarliö heima fyrir, skipaö mönnum, sem fýlgjandi eru virkjuninni. Tals- maður þess er fyrrverandi oddviti sveitarstjórnarinnar i Alta. Þess konar varnarliö var ein- mitt stofnað árið 1979, er upp úr sauð vegna virkjunarinnar. Þaö olli þá slikri úlfúö, að þaö var fljótlega lagt niður, enda haföi almenningsálitiö á móti sér frá upphafi. Auglýsingasími Tímans er i Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.