Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 3
Sunnudagur. 1. mars 1981 •IjUíl'ill't? 3 Jass á Sögu Annað kvöld, mánudaginn 2. mars, verða haldnir nýstárlegir jazztónleikar að Hótel Sögu. Þessir tónleikar eru haldnir á vegum tónlistarmanna, sem hafa áhuga á jazzleik, bæði þeim sem leikið hafa i litlum hljómsveitum, en þó ekki sist þeim, sem leikið hafa svokallaða Big-band” jazz- tónlist. Aðdragandi þessara jazz- leika, en svo nefnast tónleikarn- ir, er óvenjulega langur. I raun og veru hefur undirbúningur þeirra tekið rösk tvö ár. Þessi langi undirbúningur felst i æfingum 19 manna stór-jazz- hljómsveitar, sem nú kemur fram i' fyrsta sinn opinberlega. Stórhljómsveitin Big-Band ’81 hóf æfingar fyrir tveimur árum, þá sem æfingahljómsveit jazzáhugamanna i FIH. Siðan hafa mál hljómsveitarinnar þróast þannig, að hún hefur verið opin öllum, atvinnumönn- um sem áhugamönnum. 1 hljómsveitinni leika bæði ungir og eldri jazzleikarar. Af þeim eldri má telja Björn R. Einarsson, básúnuleikara, Kristján Magnússon, pianista, Ólaf Gauk, gitarleikara, og Reyni Sigurðsson, vibrafónleikara, sem gerir sér litið fyrir og leikur á trompet með hljómsveitinni. Yngri meðlimir eru m.a. þeir Vilhjálmur Guöjónsson og Sig- urður Flosason á altosaxa, Jó- hann Morávek á baritónsax Sig- urður Long á tenórsax, Þor- leikur Jóhannesson á trompet og Oddur Björnsson á básúnu. Auk Big-band ’81, kemur TradKompaniið fram með sér- stakt dixielandprógram, en TradKompaniið þarf vart að kynna sérstaklega. Þeir félagar hafa vakið bæði ánægju og at- hygli undanfarið, ekki sist vegna velheppnaðra sjónvarpsþátta. Þá kemur Básúnukvartettinn fram og leikur nokkur lög. Hann skipa feðgarnir Björn R. Einarsson og Oddur Björnsson, Guðmundur R. Einarsson, fóðurbróðir Odds, og Arni Elfar vinur fjölskyldunnar. Inn á milli verður trió Kristjáns Magnússonar á start- holunum, en með Kristjáni leika þeir Friðrik Theódórsson á bassa og Sveinn Óli Jónsson á trommur. Rúsina jazzleikanna á Sögu verður auðvitað „eitt allsherjar djamm” eins og það heitir á máli atvinnumanna. Þá leiða saman hesta sina allir helstu jazzknapar landsins. Jazz- leikarnir hefjast kl. 21. Konur i Bandalagi kvenna i Reykjavik að störfum á Hallveigarstööum við undirbúning merkjasölunnai 6. mars. Merkjasala Bandalags kvenna i Reykjavik: Fjáröflun til kaupa á „taugagreini,, — Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu leggur söfnuninni lið BSt — Konur i Bandalagi kvenna i Reykjavik vinna nú af krafti að fjársöfnun til kaupa á taugagreini, sem er tæki er veit- ir mikla möguleika til aukinnar og markvissrar endurhæfingar fólks, sem hefur oröið fyrir á- föllum vegna veikinda eða slysa. Bandalagið hyggst gefa endurhæfingardeild Borgar- spitaians slika tækjasamstæðu. Margar hendur vinna að þvi stórátaki að kaupa þetta tæki, og einn þáttur i fjáröfluninni i þessum tilgangi er merkjasala, sem hefst i Reykjavik og ná- grenni föstudaginn 6. mars. Merkjasala er hafin undir kjör- orði, sem bandalagskonur hafa valið sér vegna árs fatlaðra og hljóðar þannig: EFLUM FRAMFARIR FATLAÐRA. Kvenfélagasamband Gull- bringu- og Kjósarsýslu hefur ákveðið að leggja þessari söfn- un lið og var samþykkt um það efni gerð á stjórnar- og for- mannafundi sambandsins 14. febr. siðastl. Skemmtilegasta barnaljósmyndin'81 Við tökum þátt í samkeppninni um skemmtiiegustu barnamyndina. Effect Ijósmyndir, Rvík. Ljósmyndastofa Gunnars Ingimars, Rvík. Stúdío Guðmundar, Rvík. Litljósmyndir, Rvík. Ljósmyndastofa Þóris, Rvík. Nýja myndastofan, Rvík. Leó-ljósmyndastofa, ísafirói. Ljósmyndastofa Öskars, Vestm.eyjum. Ljósmyndastofa Páls, Akureyri. Noróurmynd, Akureyri. Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. Ljósmyndastofa Suóurlands, Selfossi. Ljósmyndastofa Suóurnesja, Keflavík. Myndasmiójan, Kópavogi. Stefán Pedersen, Sauóárkróki. Fyrirsætan á verólaunamyndinni fær 5.000.- króna verólaun Bamaljósmynda smkeÞÞn/'SJ UTS.0 LUMARKAÐU SKULAGÖTU 30 (hús J. Þorláksson & Norðmann) Verð 199 Efni: Nylon Litir: Drapp Ijósblátt St: /\A/L,XL Verð 99, Efni: Nylon Litir: Dökkblátt blátt, brúnt ST: 10, 12, 14, 16. 50, Verð 49, Poly.- bómull Vatnsþéttar Drapp, dökkblátt. Efni: Kaki. 0. ST: 8-16. Efni: Nylon Litir: Drapp ST: M, L, XL Laugavegi 76 Sími 15425 VINNUFATABÚÐIN Hverfisgötu 26 Sími 28550 •**" tí?' P' i 4 \ „il ^ i W CíJ ****:r\

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.