Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 11
Sunnudagur 1. mars 1981 11 Flóttafólkið segir, að pyndingar séu algengar i E1 Salvador. Meðal annars er fólk bundið aftan i bila og dregið eftir jörðinni, iðulega eru rist sár á handleggi og andlit með rakblöðum eða raftæki tengd við kynfæri. Dæmi eru um að augu hafa verið stungin úr fólki eða tungan skorin úr þvi og hent fyrir hunda. Loks eru svo manndráp tið. Sér i lagi eru það svonefndir þjóðvarð- liðar, nokkurs konar gæzlusveitir hægri- manna, sem skjóta af handahófi á fólk, sem leitað hefur athvarfs i kirkjum, eða á sjúklinga i sjúkrahúsum, er þeir hafa brotizt inn i. Stundum fæst ekki leyfi til þess að grafa þá, sem þjóðvarðliðar drepa á götum úti, fyrr en hundar hafa rifið likin i sig að meira eða minna leyti. Finnist hjá einhverjum bónda mynd af hinum látna erkibiskupi, Rómeró, er það þjóðvarðliðinu full gild ástæða til þess að drepa hann og það af fólki hans er þeir ná til. Stundum hefur það verið dauðasök, ef biblia hefur fundizt i hús- um fólks. Orsökin er sú, hversu kirkjan er talin nákomin baráttunni gegn ein- ræðisstjórninni i E1 Salvador. Higinio Alas er prestur kaþólsks safn- aðar, sem skotið hefur skjólshúsi yfir sjötiu flóttamenn. Hann hefur lagt sér- staka stund á að viða að sér mvndum frá E1 Salvador til staðfestingaAeim sög- um, er hann fær þaðan. Hann er formað- ur mannréttindanefndar i Suður- Ameriku og þekkir þess vegna út og inn, hvað alþýða manna á við að búa i þess- um heimshluta. Að sjálfsögðu er varla tæpt á þvi, sem hroðalegast gerist, i blöðum eða fjöl- miðlum. Staðfestingu á þvi verður að fá eftir öðrum leiðum og það er einmitt að þvi, sem mannréttindanefndirnar vinna. En stundum risa hugrakkir prestar upp og koma þvi i hámæli, hvað stjórnarvöld hafast að. Siðasta sumar komu prestar i Honduras þvi til dæmis upp, að her- sveitir frá E1 Salvador og Honduras hefðu i sameiningu framið fjöldamorð á landamærum þessara landa. Börn i flóttamannabúðum syngja baráttusöng El Salvador-búa um réttlætið,um brauöiö. 14. mai réðust hermenn, þjóðvarðlið- ar og tvær þyrlur frá E1 Salvador á smá- bæinn La Arada. Þá, sem reyndu að komast yfir fljótið Sumpul til HonduraS/ ráku hermenn á þeim fljótsbakkanum til baka. Ekki leyndi sér samvinna milli þessara aðila. Þegar morðunum lauk, voru sex hundruð dauðir, að með töldum þeim, sem drukknuðu i fljótinu, þar á meðal margt kvenna og barna. Þrátt fyrir allt hefur þorri landbúnað- arverkamanna, sem flúið hefur E1 Salvador, leitað inn i Honduras, þar sem þeir búa við hin bágustu kjör. Börnin hafa dáiðunnvörpumumregntimann.Þó hafa hjálparsveitir frá Sameinuðu þjóð- unum reynt að liðsinna þeim. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna hefur nú uppi ráðagerðir um auk- inn landbúnað i Costa Rica, Nicaraqua, Panama og Belize, þar sem flóttafólk frá E1 Salvador á að geta fengið vinnu. t Costa Rica verður komið upp móttöku- stöð, þar sem um þúsund manns á að rúmast, og gert ráð fyrir, að fólk fái að dveljast þar i tvo eða þrjá mánuði, áöur en þvi verður ráðstafað til vinnu annars staðar. A þessum slóðum er lika stór- býli, sem Somozafjölskyldan i Nicara- gua átti. Þar hefur verið komið fyrir um tvö hundruð manns, sem i fyrra hafðist alllengi við i sendiráði Costa Rica i San Salvador, höfuðborg E1 Salvador. VELSKIÐI Nú er auðve/t fyrir unga sem ------------ a/dna að komast ferða sinna SDQC / snjó og ófærð - bæði i ieik og starfi Auðveldur í geymslu og flutningi • Þyngd aé Sparneytnasta samgöngutækið í vetrarferðum 5 lítra bensíntankur endist í 3 klst. Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta Söluumboð og upplýsingar: I I BVCHRYSLH? UMBOÐSMENN Skálafell s.f. v/ Kaldbaksgötu. S. 96-22255 Akureyri Shell-skálinn Hákon Aöalsteinsson S. 96-41260, Húsavik Sveinn Karlsson S. 97-3209, Vopnafiröi. Árni Aðalsteinsson Lagarfelli 6, S. 97-1165 Egilsstööum. Vélaverkstæðið Viðir, Víöigeröi, V-Hún. Klapparstíg 27 Box 4193 Sími (91)21866 _ _ CHRYSLER Marme

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.