Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. mars 1981
13
Gamla Góötempiarahúsið, talið elsta samkomuhús Reykjavíkur.
Það var reist árið 1887 og var leikhús til ársins 1897. Gúttú hélt þó á-
fram að vera leikhús, þvi áhugamenn um leiklist innan Góð-
templarareglunnar settu þar oft upp leikrit. Gúttó var rifið 1968.
í upphafi farast höfundi orð á
þessa leið:
,,t ár er liðin öld frá fyrstu
reviusyningunni hér á landi.
Það er langur timi i stuttri leik-
sögu þjóðarinnar. A þessum
tima hafa verið leiknar yfir
áttatiu reviur fyririslenskum á-
horfendum. Sumar áttu aðeins
að vera til skemmtunar i eitt
kvöld, aðrar nutu lýðhylli svo
misserum skipti. Fjöldi þeirra
talar sinu máli. Leikformið
hefur hotið vinsælda.
Reviur eru ekki taldar til bók-
mennta i' venjulegum skilningi
þess orðs. Þær eru útundan i
bókmenntasögunni, reyndar
ekkert á þær minnSt. Til reviu-
formsins eru gerðar aðrar kröf-
ur en skáldskapar almennt.
Reviur eru afþreyingarefni og
hljóta sem slikar sömu örlög og
dægurlög, reyfarar og barna-
bækur. Þeim er ætlað að ná til
fjöldans og um leið uppskera
þær foragt þeirra sem ákvarða
hvaða bókmenntir njóta eftir-
mæla bókmenntasögunnar.
Reviur eru samtimabók-
menntir i besta skilningi orðs-
ins. Þær sækja efni sitt i liðandi
stund. Dægurmál hverskonar
eru efni þeirra. Ef vel tekst til
og revfan á vinsældum að fagna
verða höfundar að gæta þess að
fylgjast með, yngja upp efni sitt
af og til, breyta og bæta eftir
framrás timans.
Samtimavisun reviunnar er
oft eftirkomendum sem lokuð
bók. Leikformið er svo nátengt
samtið sinni að hver sem vill
skilja ádeilu þess og skop verð-
ur að kynna sér til hlitar þann
tima sem reviuna ól. Og jafnvel
þött öll gögn, blöð, bækur og
timarit, séu könnuð eru alltaf
inn á milli tilsvör sem visa til
atvika sem fáir muna lengur.
Atvika sem hafa á sinum tima
verið heilu bæjarfélagi kunn, en
voru þess eðlis að þau áttu ekki
erindi á blað. Sá sem vill kynna
sér reviuleiki liðinna hundrað
ára lendir þvi oft i erfiðleikum.
En þrátt fyrir það eru reviur
skemmtilegar aflestrar. Þær
bera með sér sterkan svip tiðar-
anda, draga fram þætti sem
þagað er yfir i söguritun, og eru
siðast en ekki sist óbrotgjarn
minnisvarði um kimnigáfu höf-
unda sinna.
Athugun á sögu reviuleikja
hérlendis leiðir i ljós hversu
miðlunaraðstæöur þeirra eru ó-
likar. Þær reviur sem sýndar
eru Reykvikingum eiga stærst-
an markað og njóta mestrar
hylli. Hinar sem leiknar eru i
smærri byggðarlögum og eru
staðbundnar gleymast. Eins er
með þær reviur sem leiknar eru
á félagsskemmtunum. Þeim er
ekki ætlaö annað en að
skemmta þröngum hóp. Reviur
i Reykjavik eru þvi meginefni
þessarar greinar. Af þeim eru
tekin dæmi, tilraun gerö til að
skýra þróun þessa fyrirbæris af
þeim og um leið reynt að skoða
ádeilu þeirra og áhrif.
Sem fram kemur hjá höfundi,
eru aðstæður nú aðrar, eða
„miölunaraðstæður”. Höfundur
skiptir revfutimanum i fjögur
blómaskeið, þ.e. frá 1880 — 1914,
frá 1922 — 1934, frá 1938 — 1952,
en fjórða timabilið telur hann
hafa staðiö frá árinu 1956. Siðan
rekur hann sögu gamanleikja og
reviunnar, og kemst m.a. að
þeirri niðurstöðu að þær hafi
verið, alþýöuleikhús sins tima,
sem er skarplega ályktað. Aft-
ast er siðan heimildaskrá, sem
vera ber.
Leikhúsið eftir 1950
Þessum miklu skrifum um
leiklist lýkur svo með ritgerð
eftir Olaf Jónsson, gagnrýn-
anda, er hann nefnir Leikrit og
leikhús, en undirtitillinn er
„Um islenska leikhúsið eftir
1950”.
Þetta er býsna fróðleg ritsmið
og þótt hún fjalli um tiltekið
timabil, þá er farið aftur i tiðina
til að rekja ýmsar rætur. T.d. i
„Islenska timabilið” 1907 —
1920, en sú nafngift mun vera
komin frá Sveini Einarssyni.
Höfundurhefur þá sérstöðu að
hafa séð obbann af leiksýning-
um þeim sem fjallað er um.
Hann segir:
„Útgáfur og sýningar
Orðugt er að fá yfirsýn yfir
islenska leikritagerð undanfar-
in þrjátiu ár — af þeirri einföldu
ástæðu að fátt af þeim leikrit-
um sem komið hafa til sýninga
hefur jafnframt verið gefið út i
bókum. Það sem hér að framan
segir um verk og höfunda bygg-
ist umfram allt á sýningum
leikritanna, en ég hygg að ég
hafi séð beinlinis allar svið-
setningar islenskra leikrita i
Reykjavik frá árinu 1963, marg-
ar þeirra oftar en einu sinni, og
raunar flest ný leikrit allt frá
1950. Frá 1963 hef ég skrifað
leiklistargagnrýni i dagblöð og
hef að sjálfsögöu stuðst eftir
þörfum við þau skrif. Ekki er
þar með sagt að skoðanir i þess-
ari grein á leikjum og höfundum
séu að öllu leyti óbreyttar frá
þvi sem þar kom fram. Við
samningu greinarinnar hafði ég
ennfremur afnot af leikhúsút-
gáfum allmargra leikritanna,
þeirra er komist hafa á prent,
og sviðsetningar þeirra sem hér
er fjallað um, að útvarps- og
sjónvarpsflutningi meðtöldum.
Um ritdóma og leikdóma um
einstök leikrit og sýningar frá
og með árinu 1968 visast i Bók-
menntaskrá Skirnis eftir Einar
Sigurðsson.”
Þetta er mjög fróðleg ritgerð
og athyglisverð upprifjun, og i
lokin telur hann upp öll umtals-
verð leikrit, sem sýnd hafa
verið og/eða gefin út á þessum
tima, og eru það ekki litil föng,
sem leikhúsið hefur tekið við frá
islenskum höfundum á þessum
þrjátiu árum.
Ég geri ráð fyrir aö rit eins og
Skirnir hafi ávallt þjónað ein-
hverjum alveg sérstaklega.
Bókmenntir fá þar oft aöra og
grandvarari umfjöllun, en t.d. i
blöðum, þegar allt verður aö ske
á ögurstund. En svo stillist sær
og menn hafa meira ráðrúm til
þess að skilgreina bækur og
kafa dýpra.
Þau skil, sem islenska leik-
húsinu eru gjörð þarna, eru
þakkarverð, þvi þau gefa góða
mynd af leikhúsinu.
Auðvitað er margt þarna, er
menn vissu fyrir, en þarft er að
minna á góða hluti og án allrar
skilgreiningar er meövitund
okkar á stöðu leikhússins á
Islandi ekki eins klár.
Jónas Guðmundsson.
Heitt, Ijúffengt
og hressandi
Smakkaöu bara...mmm...
Kaff i, te, súkkulaói og
7súputegundir.
Fountain-vélar fyrir fyrirtæki, sem vilja bjóða starfsmönnum
og viðskiptavinum upp á heita hressingu með lágmarks fyrir-
höfn og tilkostnaði.
Hringið i sima 81711 og við komum i heimsókn og bjóðum upp á
heitan og ljúffengan drykk og gefum allar nánari upplýsingar.
VEITINGA VÖRUR,
Síðumúla 33 • Sími 81711
ÍBÚDARHÚS
ILI SUMARHÚS
hús úr timbri
Fjö/breytt
úrval...
Reyns/a
sem þú
getur
byggtá
STOKKAHÚS
H
ci
26550
KLAPPARSTÍG 8
101 REYKJAVÍK